Túlka megi orð Lilju sem svo að hún kalli eftir afsögn fjármálaráðherra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. apríl 2022 18:17 Baldur hefur rýnt í tíðindi síðustu daga með tilliti til stöðunnar innan ríkisstjórnarinnar. Hann segir nýtt að ráðherrar eigi í samsktipum í gegnum fjölmiðla. Það boði ekki endilega gott. Vísir/Vilhelm Stjórnmálafræðiprófessor segir ekki hægt að túlka orð Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra, um að hún hafi verið mótfallin þeirri leið sem farið var við sölu á hlut ríkisins til Íslandsbanka, öðruvísi en að sprungur séu komnar í samstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Hann segir hægt að túlka orð Lilju á þá leið að hún kalli eftir afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. „Ég held að þessi ríkisstjórn hafi verið nokkuð öflug við það að halda deilumálum innan sinna raða. Það hefur augljóslega oft verið tekist á við ríkisstjórnarborðið, það hefur komið fram. En menn hafa ekkert mikið verið að setja það inn í almenna umræðu,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann segir ríkisstjórninni hafa tekist vel til við að virðast samstíga. „Það virðist annað vera uppi á teningnum núna.“ Rætt var við Baldur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann tekur undir sjónarmið stjórnarandstöðunnar, um að það teljist pólitísk stjórntíðindi að ráðherra ríkisstjórnarinnar tjái sig með þeim hætti sem Lilja gerir. „Því að það sem viðskiptaráðherrann er að segja, ef ekki hefur verið staðið rétt að sölu bankans, þá eigi fjármálaráðherra að sæta pólitískri ábyrgð á því máli. Þá er ekki hægt að líta öðruvísi á það en að hún sé að kalla eftir afsögn fjármálaráðherra, hvorki meira né minna,“ segir Baldur og ítrekar að slík krafa sé bundin við þann möguleika að ekki hafi verið staðið rétt að sölunni á Íslandsbanka. Það séu stór orð af ráðherra að láta falla um samráðherra sinn í ríkisstjórn. „Maður velti fyrir sér hvort eitthvað meira búi þarna að baki. Er orðið mikið kurr í ríkisstjórninni?“ Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor hefur rýnt í vendingar síðustu daga með tilliti til stöðunnar sem er uppi innan ríkisstjórnarinnar.Vísir/Vilhelm Gæti tengst máli innviðaráðherra Baldur segist velta fyrir sér hvort afstaða Lilju tengist viðbrögðum ráðherra Sjálfstæðisflokksins við máli Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í síðustu viku skipti máli. Sigurður Ingi hefur viðurkennt og beðist afsökunar á að hafa látið „óviðurkvæmileg“ orð falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Sigurður hefur ekki fengist til þess að segja opinberlega hver ummælin voru. Hann hefur sjálfur kallað ummælin „óviðurkvæmileg“ en Vigdís hefur sagt að þau afar særandi og að duldir fordómar séu gríðarlegt samfélagsmein sem grasseri á öllum stigum samfélagsins. Heimildir fréttastofu herma að Sigurður hafi talað um Vigdísi sem „þá svörtu“. „Mér fannst í síðustu viku að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega Sjálfstæðisflokksins en líka VG, stóðu ekki alveg heilshugar við bakið á Sigurði Inga. Ég hef oft séð ráðherra standa dyggilegar við bakið á hver öðrum þegar þeir hafa lent í svona miklum mótbyr,“ segir Baldur. Í síðustu viku sagði Bjarni sjálfur að ummæli Sigurðar Inga væru óverjandi og að Sigurður þyrfti sjálfur að taka afstöðu til þess hvort hann ætti að segja af sér embætti vegna þeirra. „Maður veltir einfaldlega fyrir sér: Er Framsóknarflokkurinn að gjalda bara auga fyrir auga og tönn fyrir tönn?“ Baldur veltir því einnig upp hvort um sé að ræða smjörklípu af hálfu Framsóknarflokksins, til þess að taka athygli af máli Sigurðar Inga. Hann var í dag kærður til forsætisnefndar Alþingis vegna ummælanna, á grundvelli þess að hann hafi gerst brotlegur við siðareglur. „Hvort þetta séu átök um fyrirsagnirnar,“ segir Baldur. Nýlunda að ráðherrar talist við í fjölmiðlum Fyrr í dag var greint frá því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannaðist ekki við það að Lilja hefði viljað láta færa til bókar andstöðu sína við fyrirkomulag útboðsins á hlut ríkisins í Íslandbanka. „Enginn ráðherra óskaði eftir að færa neitt til bókar. Hvorki þegar málið var rætt í ríkisstjórn né ráðherranefnd um efnahagsmál,“ segir í svari Katrínar við skriflegri fyrirspurn fréttastofu í dag. Baldur segir þetta til marks um stuðning Katrínar við Bjarna. Raunar hafi Katrín með þessu svarað Lilju „fullum hálsi,“ eins og Baldur orðar það. „Og það er nýtt að við sjáum það að ráðherrar í ríkisstjórninni talast við í gegnum fjölmiðla og eru skjóta á hvorn annan í gegnum fjölmiðla. Það er nýtt í þessu ríkisstjórnarsamstarfi, og þá er kannski ekki von á góðu. Ekki hefð fyrir afsögn vegna máls sem þessa Aðspurður um áður fram komna gagnrýni á útboðið frá þingmönnum stjórnarmeirihlutans, segir Baldur reginmun á þeirri gagnrýni og því sem lesa megi í orð Lilju: „Þessir þingmenn eru allir að beina spjótum sínum að Bankasýslunni og vilja kenna henni um hvernig hefur farið, og ekki að fjármálaráðherra sæti ábyrgð í málinu og þetta sé á hans könnu. Það er náttúrulega alveg ljóst að sala ríkisbanka er á ábyrgð fjármálaráðherra. Hann ber ábyrgð á því máli þó það sé Bankasýslan sem sér um framkvæmdina.“ Gagnrýni úr ranni stjórnarliða hefur meðal annars komið frá Bryndísi Haraldsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, og Bjarna Jónssyni, þingmanni VG. Þrátt fyrir það segir Baldur enga hefð fyrir því í íslenskum stjórnmálum að ráðherrar segi af sér fyrir það að stofnanir sem undir þá heyri hafi ekki staðið rétt að þeim málum sem þær fara með. „Við erum ekki með þá hefð í íslenskum stjórnmálum að þeir sæti ábyrgð hvað það varðar. Því vilja sumir breyta, og menn geta haft mismunandi afstöðu til þess,“ segir Baldur. Sverðin slíðruð Hvað framhaldið varðar segist Baldur telja líklegast að öldurnar muni einfaldlega lægja og ráðherra slíðra sverðin. Oft á tíðum séu páskarnir, sem einmitt eru á næsta leyti, ákveðinn núllstillingarpunktur í stjórnmálum. „Þá koma ný mál upp, þannig að það er nú ekkert endilega víst að þetta hafi miklar afleiðingar í för með sér, þó þessi mál séu ekkert farin. Sala bankanna sem og mál Sigurðar Inga, þetta mun lifa í einhverjar vikur og svo verður fróðlegt að sjá hvernig þingið ætlar að höndla með bæði þessu mál,“ segir Baldur. Viðtalið við Baldur í heild sinni má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Fjármálaeftirlitið hefur hafið athugun á tilteknum þáttum sölu á Íslandsbanka Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á framkvæmd á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stjórnarþingmenn og stjórnarandstaðan hafa gagnrýnt framkvæmdina ásamt fleirum. Fjármálaeftirlitið hefur nú hafið rannsókn. 11. apríl 2022 15:42 Segir að Lilja hefði getað forðað stórslysi ef hún hefði bara talað skýrt Sigmar Guðmundsson alþingismaður segir í aðsendri grein á Vísi að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefði mátt tala skýrar því þannig hefði mátt afstýra stórslysi sem Sigmar vill meina að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið. 11. apríl 2022 14:32 Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
„Ég held að þessi ríkisstjórn hafi verið nokkuð öflug við það að halda deilumálum innan sinna raða. Það hefur augljóslega oft verið tekist á við ríkisstjórnarborðið, það hefur komið fram. En menn hafa ekkert mikið verið að setja það inn í almenna umræðu,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann segir ríkisstjórninni hafa tekist vel til við að virðast samstíga. „Það virðist annað vera uppi á teningnum núna.“ Rætt var við Baldur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann tekur undir sjónarmið stjórnarandstöðunnar, um að það teljist pólitísk stjórntíðindi að ráðherra ríkisstjórnarinnar tjái sig með þeim hætti sem Lilja gerir. „Því að það sem viðskiptaráðherrann er að segja, ef ekki hefur verið staðið rétt að sölu bankans, þá eigi fjármálaráðherra að sæta pólitískri ábyrgð á því máli. Þá er ekki hægt að líta öðruvísi á það en að hún sé að kalla eftir afsögn fjármálaráðherra, hvorki meira né minna,“ segir Baldur og ítrekar að slík krafa sé bundin við þann möguleika að ekki hafi verið staðið rétt að sölunni á Íslandsbanka. Það séu stór orð af ráðherra að láta falla um samráðherra sinn í ríkisstjórn. „Maður velti fyrir sér hvort eitthvað meira búi þarna að baki. Er orðið mikið kurr í ríkisstjórninni?“ Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor hefur rýnt í vendingar síðustu daga með tilliti til stöðunnar sem er uppi innan ríkisstjórnarinnar.Vísir/Vilhelm Gæti tengst máli innviðaráðherra Baldur segist velta fyrir sér hvort afstaða Lilju tengist viðbrögðum ráðherra Sjálfstæðisflokksins við máli Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í síðustu viku skipti máli. Sigurður Ingi hefur viðurkennt og beðist afsökunar á að hafa látið „óviðurkvæmileg“ orð falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Sigurður hefur ekki fengist til þess að segja opinberlega hver ummælin voru. Hann hefur sjálfur kallað ummælin „óviðurkvæmileg“ en Vigdís hefur sagt að þau afar særandi og að duldir fordómar séu gríðarlegt samfélagsmein sem grasseri á öllum stigum samfélagsins. Heimildir fréttastofu herma að Sigurður hafi talað um Vigdísi sem „þá svörtu“. „Mér fannst í síðustu viku að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega Sjálfstæðisflokksins en líka VG, stóðu ekki alveg heilshugar við bakið á Sigurði Inga. Ég hef oft séð ráðherra standa dyggilegar við bakið á hver öðrum þegar þeir hafa lent í svona miklum mótbyr,“ segir Baldur. Í síðustu viku sagði Bjarni sjálfur að ummæli Sigurðar Inga væru óverjandi og að Sigurður þyrfti sjálfur að taka afstöðu til þess hvort hann ætti að segja af sér embætti vegna þeirra. „Maður veltir einfaldlega fyrir sér: Er Framsóknarflokkurinn að gjalda bara auga fyrir auga og tönn fyrir tönn?“ Baldur veltir því einnig upp hvort um sé að ræða smjörklípu af hálfu Framsóknarflokksins, til þess að taka athygli af máli Sigurðar Inga. Hann var í dag kærður til forsætisnefndar Alþingis vegna ummælanna, á grundvelli þess að hann hafi gerst brotlegur við siðareglur. „Hvort þetta séu átök um fyrirsagnirnar,“ segir Baldur. Nýlunda að ráðherrar talist við í fjölmiðlum Fyrr í dag var greint frá því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannaðist ekki við það að Lilja hefði viljað láta færa til bókar andstöðu sína við fyrirkomulag útboðsins á hlut ríkisins í Íslandbanka. „Enginn ráðherra óskaði eftir að færa neitt til bókar. Hvorki þegar málið var rætt í ríkisstjórn né ráðherranefnd um efnahagsmál,“ segir í svari Katrínar við skriflegri fyrirspurn fréttastofu í dag. Baldur segir þetta til marks um stuðning Katrínar við Bjarna. Raunar hafi Katrín með þessu svarað Lilju „fullum hálsi,“ eins og Baldur orðar það. „Og það er nýtt að við sjáum það að ráðherrar í ríkisstjórninni talast við í gegnum fjölmiðla og eru skjóta á hvorn annan í gegnum fjölmiðla. Það er nýtt í þessu ríkisstjórnarsamstarfi, og þá er kannski ekki von á góðu. Ekki hefð fyrir afsögn vegna máls sem þessa Aðspurður um áður fram komna gagnrýni á útboðið frá þingmönnum stjórnarmeirihlutans, segir Baldur reginmun á þeirri gagnrýni og því sem lesa megi í orð Lilju: „Þessir þingmenn eru allir að beina spjótum sínum að Bankasýslunni og vilja kenna henni um hvernig hefur farið, og ekki að fjármálaráðherra sæti ábyrgð í málinu og þetta sé á hans könnu. Það er náttúrulega alveg ljóst að sala ríkisbanka er á ábyrgð fjármálaráðherra. Hann ber ábyrgð á því máli þó það sé Bankasýslan sem sér um framkvæmdina.“ Gagnrýni úr ranni stjórnarliða hefur meðal annars komið frá Bryndísi Haraldsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, og Bjarna Jónssyni, þingmanni VG. Þrátt fyrir það segir Baldur enga hefð fyrir því í íslenskum stjórnmálum að ráðherrar segi af sér fyrir það að stofnanir sem undir þá heyri hafi ekki staðið rétt að þeim málum sem þær fara með. „Við erum ekki með þá hefð í íslenskum stjórnmálum að þeir sæti ábyrgð hvað það varðar. Því vilja sumir breyta, og menn geta haft mismunandi afstöðu til þess,“ segir Baldur. Sverðin slíðruð Hvað framhaldið varðar segist Baldur telja líklegast að öldurnar muni einfaldlega lægja og ráðherra slíðra sverðin. Oft á tíðum séu páskarnir, sem einmitt eru á næsta leyti, ákveðinn núllstillingarpunktur í stjórnmálum. „Þá koma ný mál upp, þannig að það er nú ekkert endilega víst að þetta hafi miklar afleiðingar í för með sér, þó þessi mál séu ekkert farin. Sala bankanna sem og mál Sigurðar Inga, þetta mun lifa í einhverjar vikur og svo verður fróðlegt að sjá hvernig þingið ætlar að höndla með bæði þessu mál,“ segir Baldur. Viðtalið við Baldur í heild sinni má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Fjármálaeftirlitið hefur hafið athugun á tilteknum þáttum sölu á Íslandsbanka Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á framkvæmd á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stjórnarþingmenn og stjórnarandstaðan hafa gagnrýnt framkvæmdina ásamt fleirum. Fjármálaeftirlitið hefur nú hafið rannsókn. 11. apríl 2022 15:42 Segir að Lilja hefði getað forðað stórslysi ef hún hefði bara talað skýrt Sigmar Guðmundsson alþingismaður segir í aðsendri grein á Vísi að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefði mátt tala skýrar því þannig hefði mátt afstýra stórslysi sem Sigmar vill meina að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið. 11. apríl 2022 14:32 Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur hafið athugun á tilteknum þáttum sölu á Íslandsbanka Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á framkvæmd á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stjórnarþingmenn og stjórnarandstaðan hafa gagnrýnt framkvæmdina ásamt fleirum. Fjármálaeftirlitið hefur nú hafið rannsókn. 11. apríl 2022 15:42
Segir að Lilja hefði getað forðað stórslysi ef hún hefði bara talað skýrt Sigmar Guðmundsson alþingismaður segir í aðsendri grein á Vísi að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefði mátt tala skýrar því þannig hefði mátt afstýra stórslysi sem Sigmar vill meina að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið. 11. apríl 2022 14:32
Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14