Blása til mjög óhefðbundinna mótmæla í Hvalfirði Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. apríl 2022 23:00 Á morgun verður lendingaræfing bandarískra landgönguliða haldin í Hvalfirði. Myndin er tekin við undirbúning æfingar landgönguliða árið 2018. Vísir/Vilhelm Samtök hernaðarandstæðinga efna til „kræklingatínsluferðar“ í Hvalfirði á sama stað og sama tíma og bandarískir landgönguliðar æfa lendingar. Formaður samtakanna segir mikla tilviljun að tímasetning viðburðanna hittist svona á. „Kræklingur er herramannsfæða. Samtök hernaðarandstæðinga eru félagsskapur sem er umhugað um fjörunytjar og því hefur verið ákveðið að efla til kræklingatínsluferðar hernaðarandstæðinga í Hvalfirði mánudagsmorguninn 11. apríl næstkomandi. Reyndar hafa borist fregnir af því að bandarískir hermenn á æfingunni Norður-Víkingi hyggist æfa landgöngu á sama stað og á sama tíma,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Guttormur Þorsteinsson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga segir hress í samtali við fréttastofu að skörun viðburðanna hafi komið honum algjörlega í opna skjöldu. Hann viðurkennir þó fljótlega að ásetningur hafi staðið til annars en kræklingatínslu, og útilokar ekki að hernaðarandstæðingar hafi skilti við hönd á morgun. Það megi svo sem alveg ganga svo langt að kalla viðburðinn mótmæli. „Við ætlum að fara í fyrramálið og kíkja þarna upp í Hvalfjörð. Það verður þarna á svipuðum stað og þessi æfing er plönuð, þannig að ætli við höfum ekki auga með henni líka,“ segir Guttormur glettinn og hvetur skipuleggjendur æfingarinnar til að snúa sér að tínslu sjávarfangs í stað heræfinga. Hann segir að umfangið velti væntanlega á lokunum Bandaríkjahers í Hvalfirðinum en veit ekki hversu margir munu koma til með að mæta. „Við grípum örugglega tækifærið og svona, reynum allavega að láta vita af því að við séum ekki hrifin af þessu,“ segir Guttormur. Hernaður Öryggis- og varnarmál Kjósarhreppur Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Umfangsmikil varnaræfing við Íslandsstrendur í byrjun apríl Dagana 2. til 14. apríl næstkomandi fer varnaræfingin Norður-Víkingur 2022 fram á Íslandi og á hafinu í kringum landið. Megintilgangur æfingarinnar er að æfa varnir sjóleiða umhverfis Ísland og mikilvægra öryggisinnviða en einnig leit og björgun á sjó og landi. 22. mars 2022 23:23 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
„Kræklingur er herramannsfæða. Samtök hernaðarandstæðinga eru félagsskapur sem er umhugað um fjörunytjar og því hefur verið ákveðið að efla til kræklingatínsluferðar hernaðarandstæðinga í Hvalfirði mánudagsmorguninn 11. apríl næstkomandi. Reyndar hafa borist fregnir af því að bandarískir hermenn á æfingunni Norður-Víkingi hyggist æfa landgöngu á sama stað og á sama tíma,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Guttormur Þorsteinsson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga segir hress í samtali við fréttastofu að skörun viðburðanna hafi komið honum algjörlega í opna skjöldu. Hann viðurkennir þó fljótlega að ásetningur hafi staðið til annars en kræklingatínslu, og útilokar ekki að hernaðarandstæðingar hafi skilti við hönd á morgun. Það megi svo sem alveg ganga svo langt að kalla viðburðinn mótmæli. „Við ætlum að fara í fyrramálið og kíkja þarna upp í Hvalfjörð. Það verður þarna á svipuðum stað og þessi æfing er plönuð, þannig að ætli við höfum ekki auga með henni líka,“ segir Guttormur glettinn og hvetur skipuleggjendur æfingarinnar til að snúa sér að tínslu sjávarfangs í stað heræfinga. Hann segir að umfangið velti væntanlega á lokunum Bandaríkjahers í Hvalfirðinum en veit ekki hversu margir munu koma til með að mæta. „Við grípum örugglega tækifærið og svona, reynum allavega að láta vita af því að við séum ekki hrifin af þessu,“ segir Guttormur.
Hernaður Öryggis- og varnarmál Kjósarhreppur Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Umfangsmikil varnaræfing við Íslandsstrendur í byrjun apríl Dagana 2. til 14. apríl næstkomandi fer varnaræfingin Norður-Víkingur 2022 fram á Íslandi og á hafinu í kringum landið. Megintilgangur æfingarinnar er að æfa varnir sjóleiða umhverfis Ísland og mikilvægra öryggisinnviða en einnig leit og björgun á sjó og landi. 22. mars 2022 23:23 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Umfangsmikil varnaræfing við Íslandsstrendur í byrjun apríl Dagana 2. til 14. apríl næstkomandi fer varnaræfingin Norður-Víkingur 2022 fram á Íslandi og á hafinu í kringum landið. Megintilgangur æfingarinnar er að æfa varnir sjóleiða umhverfis Ísland og mikilvægra öryggisinnviða en einnig leit og björgun á sjó og landi. 22. mars 2022 23:23