Grænn auðlindagarður í Reykholti í Biskupstungum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. apríl 2022 07:45 Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í gróðurhúsinu í Friðheimum í Reykholti í vikunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Garðyrkjubændur í Reykholti í Biskupstungum ætla að sameinast um að nýta úrgang, sem verður til í gróðuhúsum þeirra og búa þannig til hringrásarkerfi í formi áburðar, sem nýtist stöðvunum. Í því skyni verður Grænn auðlindagarður stofnaður á svæðinu með þátttöku Bláskógabyggðar. Skrifað var undir viljayfirlýsingu um stofnun Græns auðlindagarðs í vikunni á Friðheimum í Reykholti að vistöddum ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.Auk Bláskógabyggðar taka garðyrkjustöðvarnar Espiflöt, Friðheimar og Guðfuhlíð þátt í verkefninu en þessar stöðvar eru með rúmlega 3 hektara undir gleri og nota um 6 MW af uppsettri raforku við framleiðslu á tómötum, gúrkum og blómum. Orkídea, sem er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi á vegum Landsvirkjunar, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Landbúnaðarháskóla Íslands heldur utan um verkefnið. En um hvað snýst það nákvæmlega? „Að auðlind eins getur komið frá úrgangi annars, þar að segja, við erum að nýta allar auðlindir sem best. Það getur komið til einhver afgangur frá ylræktinni, sem við viljum nýta þá, til dæmis sem áburð og áburðaverð er mjög hátt núna, eða til orkuframleiðslu, þannig að það eru ótal möguleikar, sem ylræktin býður upp á og við ætlum að nýta það og búa til betra hringrásarhagkerfi hér í Reykholti. Okkur finnst þetta ótrúlega spennandi verkefni,“ segir Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Orkídeu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem var viðstödd undirskriftina í Reykholti. Hún er mjög ánægað með hugmyndina um Grænan auðlindagarð á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn leggur mikla áherslu að nýtingu Grænnar orku, það eigi að vera mál málanna í dag. „Já, við sjáum það bara þegar olíuverð fer í hæstu hæðir erlendis, þá eykst áhuginn á Grænni orku á Íslandi og við getum framleitt svo ótal miklu meira heldur en við gerum í dag með grænu orkunni okkar,“ segir Sveinn. Hér er nánar hægt að lesa um viljayfirlýsinguna og um hvað hún snýst Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökunum er mjög ánægður með viljayfirlýsinguna. Hann er garðyrkjubóndi í Espiflöt í Reykholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Skrifað var undir viljayfirlýsingu um stofnun Græns auðlindagarðs í vikunni á Friðheimum í Reykholti að vistöddum ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.Auk Bláskógabyggðar taka garðyrkjustöðvarnar Espiflöt, Friðheimar og Guðfuhlíð þátt í verkefninu en þessar stöðvar eru með rúmlega 3 hektara undir gleri og nota um 6 MW af uppsettri raforku við framleiðslu á tómötum, gúrkum og blómum. Orkídea, sem er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi á vegum Landsvirkjunar, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Landbúnaðarháskóla Íslands heldur utan um verkefnið. En um hvað snýst það nákvæmlega? „Að auðlind eins getur komið frá úrgangi annars, þar að segja, við erum að nýta allar auðlindir sem best. Það getur komið til einhver afgangur frá ylræktinni, sem við viljum nýta þá, til dæmis sem áburð og áburðaverð er mjög hátt núna, eða til orkuframleiðslu, þannig að það eru ótal möguleikar, sem ylræktin býður upp á og við ætlum að nýta það og búa til betra hringrásarhagkerfi hér í Reykholti. Okkur finnst þetta ótrúlega spennandi verkefni,“ segir Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Orkídeu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem var viðstödd undirskriftina í Reykholti. Hún er mjög ánægað með hugmyndina um Grænan auðlindagarð á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn leggur mikla áherslu að nýtingu Grænnar orku, það eigi að vera mál málanna í dag. „Já, við sjáum það bara þegar olíuverð fer í hæstu hæðir erlendis, þá eykst áhuginn á Grænni orku á Íslandi og við getum framleitt svo ótal miklu meira heldur en við gerum í dag með grænu orkunni okkar,“ segir Sveinn. Hér er nánar hægt að lesa um viljayfirlýsinguna og um hvað hún snýst Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökunum er mjög ánægður með viljayfirlýsinguna. Hann er garðyrkjubóndi í Espiflöt í Reykholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira