Liðsheildin hjá meisturunum skilaði sigri, magnaður Edwards og Jókerinn sá fyrsti í sögunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2022 12:46 Magnaður. Ethan Mito/Getty Images Alls fóru sjö leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Meistarar Milwaukee Bucks unnu góðan sigur á Boston Celtics og Anthony Edwards skoraði 49 stig í sigri Minnesota Timberwolves. Bucks vann sex stiga sigur á Boston, 127-121, en liðin sitja sem stendur í 2. og 3. sæti Austurdeildar. Giannis Antetokounmpo og Jrue Holiday skoruðu báðir 29 stig í liði Bucks á meðan Khris Middleton skoraði 22 stig. Hjá Boston var var Marcus Smart stigahæstur, einnig með 29 stig. Giannis records his 45th double-double.29 PTS | 11 REB | 5 AST | 1 BLK | 2 STL pic.twitter.com/QLx6xD2S7M— Milwaukee Bucks (@Bucks) April 8, 2022 Edwards sallaði niður 49 stigum er Minnesota vann San Antonio Spurs með sama mun, 127-121. Karl-Anthony Towns bætti við 21 stigi fyrir Timberwolves á meðan Keldon Johnson var stigahæstur hjá Spurs með 20 stig. Alls skoruðu átta leikmenn Spurs tíu stig eða meira í leiknum. Anthony Edwards WENT OFF for 29 points in the second half on his way to a career-high 49 points to lead the @Timberwolves to the win! #RaisedByWolves@theantedwards_: 49 PTS, 6 REB, 8 AST, 6 3PM pic.twitter.com/iZqAprQLcO— NBA (@NBA) April 8, 2022 Nikola Jokic var með létta sýningu fyrir gesti og gangandi er Denver Nuggets vann Memphis Grizzlies örugglega 122-109. Jókerinn skoraði 35 stig, tók 16 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hann er nú fyrsti leikmaður í sögu deildarinnar til að skora 2000 stig, taka 1000 fráköst og gefa 500 stoðsendingar á einu og sama tímabilinu. Nikola Jokic became the first player in NBA History to record 2k points, 1k rebounds, and 500 assists in a season as he led the @nuggets to the win, clinching a spot in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!Jokic: 35 PTS, 16 REB, 6 AST, 4 STL pic.twitter.com/B81REGJmo3— NBA (@NBA) April 8, 2022 Nikola Jokic receives a standing ovation in Denver after becoming the first player in NBA History with 2K points, 1K rebounds, and 500 assists in a season. pic.twitter.com/ef8YrkkMDL— NBA (@NBA) April 8, 2022 Toronto Raptors vann góðan sigur á Philadelphia 76ers, 119-114. Pascal Siakam stigahæstur í sigurliðinu með 37 stig. Ekki nóg með það heldur var hann með þrefalda tvennu þar sem hann gaf 12 stoðsendingar og tók 11 fráköst. Hjá 76ers var Joel Embiid stigahæstur með 30 stig ásamt því að taka 10 fráköst. James Harden skoraði aðeins 13 stig en gaf 15 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 33 stig er Golden State Warriors vann Los Angeles Lakers 128-112. @KlayThompson splashed 6 three-pointers on his way to 33 points and the @warriors win! #DubNation33 PTS | 4 REB | 4 AST | 6 3PM pic.twitter.com/Z2wAjxW8Xl— NBA (@NBA) April 8, 2022 Segja má að það hafi vantað allar helstur stjörnurnar á völlinn en Stríðsmennirnir voru án Stephen Curry á meðan Lakers var án LeBron James, Anthony Davis, Carmelo Anthony og Russell Westbrook. Talen Horton-Tucker skoraði 40 stig fyrir Lakers og Malik Monk 24. Charlotte Hornets vann 27 stiga sigur á Orlando Magic, 128-101. Þá vann New Orleans Pelicans einkar öruggan sigur á Portland Trail Blazers, 127-94. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Bucks vann sex stiga sigur á Boston, 127-121, en liðin sitja sem stendur í 2. og 3. sæti Austurdeildar. Giannis Antetokounmpo og Jrue Holiday skoruðu báðir 29 stig í liði Bucks á meðan Khris Middleton skoraði 22 stig. Hjá Boston var var Marcus Smart stigahæstur, einnig með 29 stig. Giannis records his 45th double-double.29 PTS | 11 REB | 5 AST | 1 BLK | 2 STL pic.twitter.com/QLx6xD2S7M— Milwaukee Bucks (@Bucks) April 8, 2022 Edwards sallaði niður 49 stigum er Minnesota vann San Antonio Spurs með sama mun, 127-121. Karl-Anthony Towns bætti við 21 stigi fyrir Timberwolves á meðan Keldon Johnson var stigahæstur hjá Spurs með 20 stig. Alls skoruðu átta leikmenn Spurs tíu stig eða meira í leiknum. Anthony Edwards WENT OFF for 29 points in the second half on his way to a career-high 49 points to lead the @Timberwolves to the win! #RaisedByWolves@theantedwards_: 49 PTS, 6 REB, 8 AST, 6 3PM pic.twitter.com/iZqAprQLcO— NBA (@NBA) April 8, 2022 Nikola Jokic var með létta sýningu fyrir gesti og gangandi er Denver Nuggets vann Memphis Grizzlies örugglega 122-109. Jókerinn skoraði 35 stig, tók 16 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hann er nú fyrsti leikmaður í sögu deildarinnar til að skora 2000 stig, taka 1000 fráköst og gefa 500 stoðsendingar á einu og sama tímabilinu. Nikola Jokic became the first player in NBA History to record 2k points, 1k rebounds, and 500 assists in a season as he led the @nuggets to the win, clinching a spot in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!Jokic: 35 PTS, 16 REB, 6 AST, 4 STL pic.twitter.com/B81REGJmo3— NBA (@NBA) April 8, 2022 Nikola Jokic receives a standing ovation in Denver after becoming the first player in NBA History with 2K points, 1K rebounds, and 500 assists in a season. pic.twitter.com/ef8YrkkMDL— NBA (@NBA) April 8, 2022 Toronto Raptors vann góðan sigur á Philadelphia 76ers, 119-114. Pascal Siakam stigahæstur í sigurliðinu með 37 stig. Ekki nóg með það heldur var hann með þrefalda tvennu þar sem hann gaf 12 stoðsendingar og tók 11 fráköst. Hjá 76ers var Joel Embiid stigahæstur með 30 stig ásamt því að taka 10 fráköst. James Harden skoraði aðeins 13 stig en gaf 15 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 33 stig er Golden State Warriors vann Los Angeles Lakers 128-112. @KlayThompson splashed 6 three-pointers on his way to 33 points and the @warriors win! #DubNation33 PTS | 4 REB | 4 AST | 6 3PM pic.twitter.com/Z2wAjxW8Xl— NBA (@NBA) April 8, 2022 Segja má að það hafi vantað allar helstur stjörnurnar á völlinn en Stríðsmennirnir voru án Stephen Curry á meðan Lakers var án LeBron James, Anthony Davis, Carmelo Anthony og Russell Westbrook. Talen Horton-Tucker skoraði 40 stig fyrir Lakers og Malik Monk 24. Charlotte Hornets vann 27 stiga sigur á Orlando Magic, 128-101. Þá vann New Orleans Pelicans einkar öruggan sigur á Portland Trail Blazers, 127-94. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum