Afhjúpa styttu af Agüero á tíu ára afmæli marksins sem tryggði titilinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. apríl 2022 10:30 Sergio Agüero tryggði Manchester City enska meistaratitilinn árið 2012. Ed Garvey/Manchester City FC via Getty Images Manchester City ætlar að afhjúpa styttu af Sergio Agüero fyrir utan heimavöll sinn þann 13. maí næstkomandi, nákvæmlega tíu árum eftir að framherjinn tryggði liðinu enska meistaratitilinn með marki gegn QPR í uppbótartíma. Argentínumaðurinn tryggði City 3-2 sigur gegn Queens Park Rangers á fjórðu mínútu uppbótartíma þann 13. maí 2012. Markið tryggði þó meira en bara þrjú stig því með sigrinum varð Manchester City enskur meistari í fyrsta sinn síðan 1968. Félagið segir að með styttunni sé verið að varðveita arfleifð Agüero, sem og eina bestu endurkomu allra tíma. Styttan af Agüero verður í góðum félagsskap hjá styttunum af fyrrum liðsfélögum hans hjá City, þeimVincent Kompany og David Silva. „Arfleifð Sergios Agüero verður heiðruð með því að afhjúpa styttu af honum sem er hönnuð og smíðuð af frægum myndhöggvara, Andy Scott,“ sagði talsmaður Mancester City. Afhjúpun styttunnar verður þó ekki það eina sem verður í gangi þann 13. maí fyrir utan Etihad-völlinn, en City hefur skiðulagt heilan dag af afmælisfögnuði í tilefni af tíu ára afmæli titilsins. Þar á meðal munu tvö þúsund stuðningsmenn liðsins fá tækifæri til að berja hetjuna augum þegar Sergio Agüero sjálfur mætir á svið og ávarpar mannfjöldann. Manchester City confirm plans to unveil statue of club legend Sergio Aguero https://t.co/tWZ8JNWb2g— MailOnline Sport (@MailSport) April 7, 2022 Agüero er af mörgum talinn einn besti framherji ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Á tíu árum sínum hjá félaginu vann hann ensku deildina fimm sinnum, FA-bikarinn einu sinni og enska deildarbikarinn sex sinnum. Hann er markahæsti leikmaður City frá upphafi með 260 mörk í öllum keppnum. Í ensku úrvalsdeildinni skoraði hann 184 mörk sem gerir hann að markahæsta erlenda leikmanni deildarinnar frá upphafi. Þá er hann í heildina fjórði markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, en aðeins Alan Shearer (260 mörk), Wayne Rooney (208 mörk) og Andrew Cole (187 mörk) hafa skorað fleiri. Engum á listanum yfir markahæstu menn deildarinnar hefur þó tekist að skora jafn ört og hann, en að meðaltali liðu aðeins tæplega 108 mínútur á milli marka hjá Agüero. Enski boltinn Styttur og útilistaverk Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Fleiri fréttir Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Sjá meira
Argentínumaðurinn tryggði City 3-2 sigur gegn Queens Park Rangers á fjórðu mínútu uppbótartíma þann 13. maí 2012. Markið tryggði þó meira en bara þrjú stig því með sigrinum varð Manchester City enskur meistari í fyrsta sinn síðan 1968. Félagið segir að með styttunni sé verið að varðveita arfleifð Agüero, sem og eina bestu endurkomu allra tíma. Styttan af Agüero verður í góðum félagsskap hjá styttunum af fyrrum liðsfélögum hans hjá City, þeimVincent Kompany og David Silva. „Arfleifð Sergios Agüero verður heiðruð með því að afhjúpa styttu af honum sem er hönnuð og smíðuð af frægum myndhöggvara, Andy Scott,“ sagði talsmaður Mancester City. Afhjúpun styttunnar verður þó ekki það eina sem verður í gangi þann 13. maí fyrir utan Etihad-völlinn, en City hefur skiðulagt heilan dag af afmælisfögnuði í tilefni af tíu ára afmæli titilsins. Þar á meðal munu tvö þúsund stuðningsmenn liðsins fá tækifæri til að berja hetjuna augum þegar Sergio Agüero sjálfur mætir á svið og ávarpar mannfjöldann. Manchester City confirm plans to unveil statue of club legend Sergio Aguero https://t.co/tWZ8JNWb2g— MailOnline Sport (@MailSport) April 7, 2022 Agüero er af mörgum talinn einn besti framherji ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Á tíu árum sínum hjá félaginu vann hann ensku deildina fimm sinnum, FA-bikarinn einu sinni og enska deildarbikarinn sex sinnum. Hann er markahæsti leikmaður City frá upphafi með 260 mörk í öllum keppnum. Í ensku úrvalsdeildinni skoraði hann 184 mörk sem gerir hann að markahæsta erlenda leikmanni deildarinnar frá upphafi. Þá er hann í heildina fjórði markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, en aðeins Alan Shearer (260 mörk), Wayne Rooney (208 mörk) og Andrew Cole (187 mörk) hafa skorað fleiri. Engum á listanum yfir markahæstu menn deildarinnar hefur þó tekist að skora jafn ört og hann, en að meðaltali liðu aðeins tæplega 108 mínútur á milli marka hjá Agüero.
Enski boltinn Styttur og útilistaverk Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Fleiri fréttir Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Sjá meira