Afhjúpa styttu af Agüero á tíu ára afmæli marksins sem tryggði titilinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. apríl 2022 10:30 Sergio Agüero tryggði Manchester City enska meistaratitilinn árið 2012. Ed Garvey/Manchester City FC via Getty Images Manchester City ætlar að afhjúpa styttu af Sergio Agüero fyrir utan heimavöll sinn þann 13. maí næstkomandi, nákvæmlega tíu árum eftir að framherjinn tryggði liðinu enska meistaratitilinn með marki gegn QPR í uppbótartíma. Argentínumaðurinn tryggði City 3-2 sigur gegn Queens Park Rangers á fjórðu mínútu uppbótartíma þann 13. maí 2012. Markið tryggði þó meira en bara þrjú stig því með sigrinum varð Manchester City enskur meistari í fyrsta sinn síðan 1968. Félagið segir að með styttunni sé verið að varðveita arfleifð Agüero, sem og eina bestu endurkomu allra tíma. Styttan af Agüero verður í góðum félagsskap hjá styttunum af fyrrum liðsfélögum hans hjá City, þeimVincent Kompany og David Silva. „Arfleifð Sergios Agüero verður heiðruð með því að afhjúpa styttu af honum sem er hönnuð og smíðuð af frægum myndhöggvara, Andy Scott,“ sagði talsmaður Mancester City. Afhjúpun styttunnar verður þó ekki það eina sem verður í gangi þann 13. maí fyrir utan Etihad-völlinn, en City hefur skiðulagt heilan dag af afmælisfögnuði í tilefni af tíu ára afmæli titilsins. Þar á meðal munu tvö þúsund stuðningsmenn liðsins fá tækifæri til að berja hetjuna augum þegar Sergio Agüero sjálfur mætir á svið og ávarpar mannfjöldann. Manchester City confirm plans to unveil statue of club legend Sergio Aguero https://t.co/tWZ8JNWb2g— MailOnline Sport (@MailSport) April 7, 2022 Agüero er af mörgum talinn einn besti framherji ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Á tíu árum sínum hjá félaginu vann hann ensku deildina fimm sinnum, FA-bikarinn einu sinni og enska deildarbikarinn sex sinnum. Hann er markahæsti leikmaður City frá upphafi með 260 mörk í öllum keppnum. Í ensku úrvalsdeildinni skoraði hann 184 mörk sem gerir hann að markahæsta erlenda leikmanni deildarinnar frá upphafi. Þá er hann í heildina fjórði markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, en aðeins Alan Shearer (260 mörk), Wayne Rooney (208 mörk) og Andrew Cole (187 mörk) hafa skorað fleiri. Engum á listanum yfir markahæstu menn deildarinnar hefur þó tekist að skora jafn ört og hann, en að meðaltali liðu aðeins tæplega 108 mínútur á milli marka hjá Agüero. Enski boltinn Styttur og útilistaverk Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Eltihrellirinn birtist í stúkunni og tennisstjarnan fór að gráta í miðjum leik Sport Fleiri fréttir Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Sjá meira
Argentínumaðurinn tryggði City 3-2 sigur gegn Queens Park Rangers á fjórðu mínútu uppbótartíma þann 13. maí 2012. Markið tryggði þó meira en bara þrjú stig því með sigrinum varð Manchester City enskur meistari í fyrsta sinn síðan 1968. Félagið segir að með styttunni sé verið að varðveita arfleifð Agüero, sem og eina bestu endurkomu allra tíma. Styttan af Agüero verður í góðum félagsskap hjá styttunum af fyrrum liðsfélögum hans hjá City, þeimVincent Kompany og David Silva. „Arfleifð Sergios Agüero verður heiðruð með því að afhjúpa styttu af honum sem er hönnuð og smíðuð af frægum myndhöggvara, Andy Scott,“ sagði talsmaður Mancester City. Afhjúpun styttunnar verður þó ekki það eina sem verður í gangi þann 13. maí fyrir utan Etihad-völlinn, en City hefur skiðulagt heilan dag af afmælisfögnuði í tilefni af tíu ára afmæli titilsins. Þar á meðal munu tvö þúsund stuðningsmenn liðsins fá tækifæri til að berja hetjuna augum þegar Sergio Agüero sjálfur mætir á svið og ávarpar mannfjöldann. Manchester City confirm plans to unveil statue of club legend Sergio Aguero https://t.co/tWZ8JNWb2g— MailOnline Sport (@MailSport) April 7, 2022 Agüero er af mörgum talinn einn besti framherji ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Á tíu árum sínum hjá félaginu vann hann ensku deildina fimm sinnum, FA-bikarinn einu sinni og enska deildarbikarinn sex sinnum. Hann er markahæsti leikmaður City frá upphafi með 260 mörk í öllum keppnum. Í ensku úrvalsdeildinni skoraði hann 184 mörk sem gerir hann að markahæsta erlenda leikmanni deildarinnar frá upphafi. Þá er hann í heildina fjórði markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, en aðeins Alan Shearer (260 mörk), Wayne Rooney (208 mörk) og Andrew Cole (187 mörk) hafa skorað fleiri. Engum á listanum yfir markahæstu menn deildarinnar hefur þó tekist að skora jafn ört og hann, en að meðaltali liðu aðeins tæplega 108 mínútur á milli marka hjá Agüero.
Enski boltinn Styttur og útilistaverk Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Eltihrellirinn birtist í stúkunni og tennisstjarnan fór að gráta í miðjum leik Sport Fleiri fréttir Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Sjá meira