Bjarni búinn að óska eftir úttekt á útboðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. apríl 2022 14:11 Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra hefur óskað eftir því formlega að Ríkisendurskoðun geri úttekt á nýafstöðnu útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanska. Fyrirkomulag útboðsins, svokallað tilboðsfyrirkomulag, hefur verið gagnrýnt, ekki síst eftir að listi yfir þá sem fengu tækifæri til að taka þátt í útboðinu var birtur. Alls var 22,5 prósent af heildarhlutafé bankans selt fyrir tæpa 53 milljarða króna. Mikil eftirspurn var eftir hlutum í bankanum í útboðinu en alls buðu 430 fjárfestar í 50 milljón hluti þar sem verð á hverjum hlut var 117 krónur eða fjórum prósentum lægra en þáverandi markaðsgengi. Lífeyrissjóðir, fjárfestingasjóðir og fjölmargir þekktir aðilar úr fjármálaheiminum innanlands voru á meðal kaupenda, þar á meðal faðir Bjarna, fjárfestirinn Benedikt Sveinsson. Stjórnarandstaðan gagnrýndi útboðið harðlega á Alþingi í dag og þar boðaði Bjarni að Ríkisendurskoðun yrði fengin til að fara yfir framkvæmd útboðsins. Á að leggja mat á hvort salan hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að Bjarni hafi í dag sent beiðni um úttekt á málinu til Ríkisendurskoðunar. „Þann 22. mars sl. fór fram útboð og sala á 22,5% hlut í Íslandsbanka. Umræða hefur skapast um hvort framkvæmd sölunnar hafi verið í samræmi við áskilnað laga og upplegg stjórnvalda semborið var undir fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til umsagnar. Þess er hér með farið á leit við Ríkisendurskoðun að hún kanni og leggi mat á hvort framangreind sala hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum,“ segir í bréfinu sem Bjarni undirritar. Stjórnarandstaðan vill reyndar ganga skrefinu lengra og stofna sérstaka rannsóknarnefnd þingsins til þess að fara ofan í saumana á útboðinu. Sú hugmynd fékk ágætan hljómgrunn á þingi í dag, meðal annars frá þingmönnum stjórnarflokkanna þriggja. Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24 Samhljómur um skipan rannsóknarnefndar vegna útboðsins Samhljómur virðist vera á Alþingi um að koma á fót rannsóknarnefnd á vegum þingsins til að rannsaka framvæmd nýafstaðins útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka, ef marka má umræður á þinginu í dag. Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og VG segja sjálfsagt að styðja stofnun slíkrar nefndar telji þingið að ekki sé nóg að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið 7. apríl 2022 12:20 Bjarni vill að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að það sé „langbest“ að Alþingi fái Ríkisendurskoðun til þess að fara yfir framkvæmd nýafstaðins útboðs á stórum hlut ríkisins í Íslandsbanka. 7. apríl 2022 11:07 Hluthafar Íslandsbanka koma úr ólíkum áttum Björn Bragi Arnarson, sjónvarpsmaður og grínisti, er á meðal þeirra fjárfesta sem fengu boð um að kaupa í Íslandsbanka. Björn Bragi keypti fyrir sautján og hálfa milljón króna í Íslandsbanka í gegnum félag sitt Bananalýðveldið. Hann er einn af fjölmörgum sem keyptu hlut í bankanum í nýafstöðunu útboði. 7. apríl 2022 10:06 Faðir fjármálaráðherra einn fjárfesta sem keypti í Íslandsbanka Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, er einn þeirra sem keypti hlut í Íslandsbanka þann 22. mars síðastliðinn. 6. apríl 2022 17:55 Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fyrirkomulag útboðsins, svokallað tilboðsfyrirkomulag, hefur verið gagnrýnt, ekki síst eftir að listi yfir þá sem fengu tækifæri til að taka þátt í útboðinu var birtur. Alls var 22,5 prósent af heildarhlutafé bankans selt fyrir tæpa 53 milljarða króna. Mikil eftirspurn var eftir hlutum í bankanum í útboðinu en alls buðu 430 fjárfestar í 50 milljón hluti þar sem verð á hverjum hlut var 117 krónur eða fjórum prósentum lægra en þáverandi markaðsgengi. Lífeyrissjóðir, fjárfestingasjóðir og fjölmargir þekktir aðilar úr fjármálaheiminum innanlands voru á meðal kaupenda, þar á meðal faðir Bjarna, fjárfestirinn Benedikt Sveinsson. Stjórnarandstaðan gagnrýndi útboðið harðlega á Alþingi í dag og þar boðaði Bjarni að Ríkisendurskoðun yrði fengin til að fara yfir framkvæmd útboðsins. Á að leggja mat á hvort salan hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að Bjarni hafi í dag sent beiðni um úttekt á málinu til Ríkisendurskoðunar. „Þann 22. mars sl. fór fram útboð og sala á 22,5% hlut í Íslandsbanka. Umræða hefur skapast um hvort framkvæmd sölunnar hafi verið í samræmi við áskilnað laga og upplegg stjórnvalda semborið var undir fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til umsagnar. Þess er hér með farið á leit við Ríkisendurskoðun að hún kanni og leggi mat á hvort framangreind sala hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum,“ segir í bréfinu sem Bjarni undirritar. Stjórnarandstaðan vill reyndar ganga skrefinu lengra og stofna sérstaka rannsóknarnefnd þingsins til þess að fara ofan í saumana á útboðinu. Sú hugmynd fékk ágætan hljómgrunn á þingi í dag, meðal annars frá þingmönnum stjórnarflokkanna þriggja.
Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24 Samhljómur um skipan rannsóknarnefndar vegna útboðsins Samhljómur virðist vera á Alþingi um að koma á fót rannsóknarnefnd á vegum þingsins til að rannsaka framvæmd nýafstaðins útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka, ef marka má umræður á þinginu í dag. Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og VG segja sjálfsagt að styðja stofnun slíkrar nefndar telji þingið að ekki sé nóg að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið 7. apríl 2022 12:20 Bjarni vill að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að það sé „langbest“ að Alþingi fái Ríkisendurskoðun til þess að fara yfir framkvæmd nýafstaðins útboðs á stórum hlut ríkisins í Íslandsbanka. 7. apríl 2022 11:07 Hluthafar Íslandsbanka koma úr ólíkum áttum Björn Bragi Arnarson, sjónvarpsmaður og grínisti, er á meðal þeirra fjárfesta sem fengu boð um að kaupa í Íslandsbanka. Björn Bragi keypti fyrir sautján og hálfa milljón króna í Íslandsbanka í gegnum félag sitt Bananalýðveldið. Hann er einn af fjölmörgum sem keyptu hlut í bankanum í nýafstöðunu útboði. 7. apríl 2022 10:06 Faðir fjármálaráðherra einn fjárfesta sem keypti í Íslandsbanka Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, er einn þeirra sem keypti hlut í Íslandsbanka þann 22. mars síðastliðinn. 6. apríl 2022 17:55 Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24
Samhljómur um skipan rannsóknarnefndar vegna útboðsins Samhljómur virðist vera á Alþingi um að koma á fót rannsóknarnefnd á vegum þingsins til að rannsaka framvæmd nýafstaðins útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka, ef marka má umræður á þinginu í dag. Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og VG segja sjálfsagt að styðja stofnun slíkrar nefndar telji þingið að ekki sé nóg að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið 7. apríl 2022 12:20
Bjarni vill að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að það sé „langbest“ að Alþingi fái Ríkisendurskoðun til þess að fara yfir framkvæmd nýafstaðins útboðs á stórum hlut ríkisins í Íslandsbanka. 7. apríl 2022 11:07
Hluthafar Íslandsbanka koma úr ólíkum áttum Björn Bragi Arnarson, sjónvarpsmaður og grínisti, er á meðal þeirra fjárfesta sem fengu boð um að kaupa í Íslandsbanka. Björn Bragi keypti fyrir sautján og hálfa milljón króna í Íslandsbanka í gegnum félag sitt Bananalýðveldið. Hann er einn af fjölmörgum sem keyptu hlut í bankanum í nýafstöðunu útboði. 7. apríl 2022 10:06
Faðir fjármálaráðherra einn fjárfesta sem keypti í Íslandsbanka Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, er einn þeirra sem keypti hlut í Íslandsbanka þann 22. mars síðastliðinn. 6. apríl 2022 17:55