Fleiri lík finnast og Lúkasjenkó vill aðkomu að viðræðunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. apríl 2022 12:35 Myndir af konunni sem liggur hér á jörðinni hafa farið eins og eldur í sinu, enda aðkoman ein sú hryllilegasta í Bucha. Konan sat í bifreið sinni þegar skotið var á hana, með þeim afleiðingum að höfuð hennar splundraðist. epa/Roman Pilipey Washington Post hefur birt sláandi frétt frá Bucha, þar sem fleiri lík finnast á hverjum degi. Ein verstu hroðaverkin sem Rússar frömdu í bænum áttu sér stað í glerverksmiðju við jaðar bæjarins. Rannsakendur lýsa því hvernig lík Dmytro Chaplyhin, 21 árs, fannst liggjandi á möl, kviður hans marinn og hendur hans þaktar brunasárum eftir sígarettur. Banamein hans virðist hafa verið skot í brjóstið en líkamsleifum hans var síðan breytt í vopn, þegar þær voru tengdar jarðsprengju. „Við fáum tíu til tuttugu símtöl á dag vegna líka á borð við þetta,“ segir Ruslan Kravchenko, sem fer fyrir teymi á vegum saksóknaraembættisins á svæðinu. Lengra í burtu fundust tvö lík til viðbótar; tveir menn en annar annar þeirra hafði verið afhöfðaður. Enn lengra; fjórða líkið. Einhver hafði reynt að skera höfuðið af því en ekki tekist ætlunarverk sitt. Vitni að nafni Alexei segir fyrri mennina tvo hafa verið öryggisverði í verksmiðjunni. Hann segir Rússana hafa komið á heimili hans þrisvar, ölvaðir, og talað um að pynta Úkraínumenn. Út um allt í borginni hefur líkum verið safnað saman. Það gengur hægt að bera kennsl á þau og þeir sem sjá um að jarða þau hafa ekki undan. Hér má lesa umfjöllun Washington Post. Stórvinirnir Alexander Lúkasjenkó og Vladimir Pútín. Lúkasjenkó kennir Vesturlöndum um að hafa dregið sig inn í átökun, jafnvel þótt það séu Rússar sem séu að nota landið sem herstöð innrásarhersins.epa/Sputnik/Mikhail Klimentyev Lúkasjenkó vill aðkomu að friðarviðræðunum Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur nú stigið fram og sagt að Úkraínumenn og Rússar geti ekki undirritað friðarsamkomulag án aðkomu Hvítrússa. Fréttaveitan Belta hefur eftir forsetanum að hann muni funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta á næstu dögum. „Það er ekki hægt að hægt að gera samninga á bak við Hvíta-Rússland. Þar sem þið dróguð okkur inn í þetta, þá aðallega Vesturlönd, þá þurfa sjónarmið Hvíta-Rússlands að heyrast í þessum samningaviðræðum,“ er haft eftir forsetanum. Vladimir Makei, utanríkisráðherra Hvíta-Rússlands, hefur enn fremur sagt að Lúkasjenkó „verði að vera viðstaddur síðasta fundinn“. Lúkasjenkó segir Hvíta-Rússland að ósekju hafa verið úrskurðað „vitorðsmaður“ en Hvítrússar séu þeir sem kunna að gjalda átökin hæsta verðinu. Samningaviðræður Úkraínumanna og Rússa hafa gengið hægt hingað til og ef stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi hyggjast grípa inn í með eigin kröfum og skilmálum má gera ráð fyrir að þær flækist enn. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Rannsakendur lýsa því hvernig lík Dmytro Chaplyhin, 21 árs, fannst liggjandi á möl, kviður hans marinn og hendur hans þaktar brunasárum eftir sígarettur. Banamein hans virðist hafa verið skot í brjóstið en líkamsleifum hans var síðan breytt í vopn, þegar þær voru tengdar jarðsprengju. „Við fáum tíu til tuttugu símtöl á dag vegna líka á borð við þetta,“ segir Ruslan Kravchenko, sem fer fyrir teymi á vegum saksóknaraembættisins á svæðinu. Lengra í burtu fundust tvö lík til viðbótar; tveir menn en annar annar þeirra hafði verið afhöfðaður. Enn lengra; fjórða líkið. Einhver hafði reynt að skera höfuðið af því en ekki tekist ætlunarverk sitt. Vitni að nafni Alexei segir fyrri mennina tvo hafa verið öryggisverði í verksmiðjunni. Hann segir Rússana hafa komið á heimili hans þrisvar, ölvaðir, og talað um að pynta Úkraínumenn. Út um allt í borginni hefur líkum verið safnað saman. Það gengur hægt að bera kennsl á þau og þeir sem sjá um að jarða þau hafa ekki undan. Hér má lesa umfjöllun Washington Post. Stórvinirnir Alexander Lúkasjenkó og Vladimir Pútín. Lúkasjenkó kennir Vesturlöndum um að hafa dregið sig inn í átökun, jafnvel þótt það séu Rússar sem séu að nota landið sem herstöð innrásarhersins.epa/Sputnik/Mikhail Klimentyev Lúkasjenkó vill aðkomu að friðarviðræðunum Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur nú stigið fram og sagt að Úkraínumenn og Rússar geti ekki undirritað friðarsamkomulag án aðkomu Hvítrússa. Fréttaveitan Belta hefur eftir forsetanum að hann muni funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta á næstu dögum. „Það er ekki hægt að hægt að gera samninga á bak við Hvíta-Rússland. Þar sem þið dróguð okkur inn í þetta, þá aðallega Vesturlönd, þá þurfa sjónarmið Hvíta-Rússlands að heyrast í þessum samningaviðræðum,“ er haft eftir forsetanum. Vladimir Makei, utanríkisráðherra Hvíta-Rússlands, hefur enn fremur sagt að Lúkasjenkó „verði að vera viðstaddur síðasta fundinn“. Lúkasjenkó segir Hvíta-Rússland að ósekju hafa verið úrskurðað „vitorðsmaður“ en Hvítrússar séu þeir sem kunna að gjalda átökin hæsta verðinu. Samningaviðræður Úkraínumanna og Rússa hafa gengið hægt hingað til og ef stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi hyggjast grípa inn í með eigin kröfum og skilmálum má gera ráð fyrir að þær flækist enn.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira