Vaktin: Sagðir eiga í töluverðum agavandræðum Hólmfríður Gísladóttir, Fanndís Birna Logadóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 7. apríl 2022 22:50 Z er orðið að tákni innrásar Rússa í Úkraínu. EPA/ROMAN PILIPEY Meirihluti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna greiddi atkvæði í dag um að víkja Rússum úr Mannréttindaráðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu fagnaði niðurstöðunni en hann sagði stríðsglæpamenn ekki eiga erindi í ráð sem hafi það að markmiðið að vernda mannréttindi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Leyniþjónusta Úkraínu segir foringja í rússneska hernum eiga í vandræðum með að halda uppi aga og baráttuanda almennra hermanna. Rússar halda því fram að brottvísun þeirra úr Mannréttindaráðinu sé ólögleg. Talsmaður Pútíns viðurkenndi í dag að hersveitir Rússa hefðu orðið fyrir miklu mannfalli í Úkraínu. Utanríkisráðherra Úkraínuræddi við utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í dag þar sem hann fór fram á þrjá hluti; „Vopn, vopn og vopn.“ Hann segir hræsni að gera greinarmun á varnar- og sóknarvopnum. Vopnin þurfi að berast á næstu dögum, ekki vikum. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að nýjustu tillögur Úkraínu í samningaviðræðum ríkjanna séu afar frábrugðnar því sem rætt var í Istanbul í mars. Hann segir sumar kröfur Úkraínumanna óásættanlegar og að Rússar muni halda áfram að vinna útfrá eigin tillögum. Talsmaður hermálayfirvalda í Bandaríkjunum, John Kirby, segir fullkomlega raunhæft að ætla að Úkraínumenn geti unnið sigur á innrásarher Rússa. Hingað til hafi Rússar ekki náð einu einasta markmiði sínu en talið er að þeir stefni á austurhluta landsins á næstu vikum. Borgarstjóri Maríupól segir fleiri en 5.000 manns hafa verið myrta í borginni, þar á meðal 210 börn. Meira en 90 prósent af innviðum borgarinnar hafi verið eyðilagðir. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í viðtali við tyrkneskan miðil í morgun að Rússar vildu ekki leyfa mannúðaraðstoð í Maríupól af ótta við að upp komist um þau hroðaverk sem hafa verið framin í borginni. Sagði hann borgina orðna að „helvíti“. Selenskí segir bann við innflutningi olíu frá Rússlandi óumflýjanlegt, spurningin sé bara sú hversu margir Úkraínumenn Rússar nái að myrða áður en ákveðnir pólitíkusar „fái lánað“ hugrekki til að taka af skarið. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Leyniþjónusta Úkraínu segir foringja í rússneska hernum eiga í vandræðum með að halda uppi aga og baráttuanda almennra hermanna. Rússar halda því fram að brottvísun þeirra úr Mannréttindaráðinu sé ólögleg. Talsmaður Pútíns viðurkenndi í dag að hersveitir Rússa hefðu orðið fyrir miklu mannfalli í Úkraínu. Utanríkisráðherra Úkraínuræddi við utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í dag þar sem hann fór fram á þrjá hluti; „Vopn, vopn og vopn.“ Hann segir hræsni að gera greinarmun á varnar- og sóknarvopnum. Vopnin þurfi að berast á næstu dögum, ekki vikum. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að nýjustu tillögur Úkraínu í samningaviðræðum ríkjanna séu afar frábrugðnar því sem rætt var í Istanbul í mars. Hann segir sumar kröfur Úkraínumanna óásættanlegar og að Rússar muni halda áfram að vinna útfrá eigin tillögum. Talsmaður hermálayfirvalda í Bandaríkjunum, John Kirby, segir fullkomlega raunhæft að ætla að Úkraínumenn geti unnið sigur á innrásarher Rússa. Hingað til hafi Rússar ekki náð einu einasta markmiði sínu en talið er að þeir stefni á austurhluta landsins á næstu vikum. Borgarstjóri Maríupól segir fleiri en 5.000 manns hafa verið myrta í borginni, þar á meðal 210 börn. Meira en 90 prósent af innviðum borgarinnar hafi verið eyðilagðir. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í viðtali við tyrkneskan miðil í morgun að Rússar vildu ekki leyfa mannúðaraðstoð í Maríupól af ótta við að upp komist um þau hroðaverk sem hafa verið framin í borginni. Sagði hann borgina orðna að „helvíti“. Selenskí segir bann við innflutningi olíu frá Rússlandi óumflýjanlegt, spurningin sé bara sú hversu margir Úkraínumenn Rússar nái að myrða áður en ákveðnir pólitíkusar „fái lánað“ hugrekki til að taka af skarið. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira