Fjölmenningarsinnaður Framsóknarflokkur lykilspilið í borginni í vor Snorri Másson skrifar 6. apríl 2022 19:32 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að Framsókn sé velferðarflokkur, umburðarlyndur og fjölmenningarsinnaður. Lykilspilið í stokknum. Vísir/Egill Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík segir að Framsókn verði lykilspilið fyrir þá kjósendur sem vilji breytingar í borginni í vor. Honum þótti leitt að heyra af ummælum formanns flokksins en hann segir að sá sé búinn að axla ábyrgð. Framsóknarflokkurinn fékk síðast mann inn í borgarstjórn árið 2014, þá voru þeir tveir. Árið 2018 náðu þeir ekki einum inn. Nýleg skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu gefur væntingar um betri árangur. Framsókn mælist með þrjá inni og meirihlutinn er fallinn. „Ég er bara mjög glaður með þessar tölur. Við finnum fyrir meðbyr. Það er líka þreyta, skynjar maður, á kjósendum gagnvart meirihlutanum en líka minnihlutanum,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Hverju er fólk þreytt á við meirihlutann? „Ég held að fólk sé þreytt á því að hin smæstu mál hafa orðið að miklu ágreiningsmáli. Ákvarðanatakan er erfið vegna þess að það er ósætti og stundum gera menn ágreining bara til að gera ágreining. Við viljum ekki starfa þannig, við erum á miðjunni, við viljum leita lausna, og vera ábyrg. Borgarbúar eiga það skilið,“ segir Einar. Rætt var við Einar í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Dagur er slyngur stjórnmálamaður“ Þótt málefnastarfinu sé ekki lokið segir Einar að helstu stefnumál Framsóknar séu bætt grunnþjónusta hvort sem er í samgöngum eða skólamálum, en ekki síst eru það húsnæðismálin. Til sé land sem bíði einfaldlega eftir því að byggt sé á því, svo sem Keldnalandið. „Þéttingin er eitt, hún er ágæt og skynsamleg að mörgu leyti. En það þarf að byggja meira, hraðar og víðar í borginni, skynsamlega og í samhengi við samgönguuppbygginguna. Við finnum bara að það er ákall eftir því að tryggja að borgin gangi betur,“ segir Einar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt að ljóst sé að Sjálfstæðisflokkurinn geri ráð fyrir Framsóknarflokknum í stjórnarsamstarf. „Dagur er slyngur stjórnmálamaður, hann brá sér í hlutverk stjórnmálaskýrandans þarna. Við göngum algerlega óbundin til kosninga og við getum unnið bæði til hægri eða vinstri. Það sem kjósendur þurfa að vita, og ég held að þeir séu að átta sig á því, er að ef þeir vilja breytingar í borginni, hvort sem það er á stjórnarsamstarfinu eða minnihlutanum, þá er Framsókn lykilspilið,“ segir Einar. Allir viti að Framsókn sé ekki rasískur flokkur Mætt hefur á formanni Framsóknarflokksins vegna rasískra ummæla hans í síðustu viku. Því hefur verið haldið fram í þeirri umræðu allri að í Framsóknarflokknum þrífist rasismi. „Mér þótti bara mjög leitt að heyra þetta og þetta kom mér mjög á óvart. Hann axlar ábyrgð með því að biðjast afsökunar með einlægum hætti og mér þótti gott að sjá það,“ segir Einar. Hefur hann þá svarað að fullu leyti fyrir þetta? „Hann ákvað að svara svona og hann verður bara að fá að gera það,“ segir Einar. Því hefur verið haldið fram í þeirri umræðu allri að í Framsóknarflokknum þrífist rasismi. Því vísar Einar á bug. „Framsókn er velferðarflokkur, umburðarlyndur og fjölmenningarsinnaður flokkur. Ég hefði aldrei gengið í Framsókn ef ég teldi mig vita að þar þrifist rasismi og ég held að allir vita að það er ekki þannig,“ segir Einar. Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00 Viðreisn hefur ekki áhyggjur Oddviti Viðreisnar í Reykjavík kveðst ekki hafa áhyggjur af löku gengi flokksins í könnun Maskínu fyrir fréttastofu í gær. Öllu heldur sé þetta hvatning til að spila góða sókn í kosningabaráttunni fram undan. 6. apríl 2022 12:04 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Sjá meira
Framsóknarflokkurinn fékk síðast mann inn í borgarstjórn árið 2014, þá voru þeir tveir. Árið 2018 náðu þeir ekki einum inn. Nýleg skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu gefur væntingar um betri árangur. Framsókn mælist með þrjá inni og meirihlutinn er fallinn. „Ég er bara mjög glaður með þessar tölur. Við finnum fyrir meðbyr. Það er líka þreyta, skynjar maður, á kjósendum gagnvart meirihlutanum en líka minnihlutanum,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Hverju er fólk þreytt á við meirihlutann? „Ég held að fólk sé þreytt á því að hin smæstu mál hafa orðið að miklu ágreiningsmáli. Ákvarðanatakan er erfið vegna þess að það er ósætti og stundum gera menn ágreining bara til að gera ágreining. Við viljum ekki starfa þannig, við erum á miðjunni, við viljum leita lausna, og vera ábyrg. Borgarbúar eiga það skilið,“ segir Einar. Rætt var við Einar í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Dagur er slyngur stjórnmálamaður“ Þótt málefnastarfinu sé ekki lokið segir Einar að helstu stefnumál Framsóknar séu bætt grunnþjónusta hvort sem er í samgöngum eða skólamálum, en ekki síst eru það húsnæðismálin. Til sé land sem bíði einfaldlega eftir því að byggt sé á því, svo sem Keldnalandið. „Þéttingin er eitt, hún er ágæt og skynsamleg að mörgu leyti. En það þarf að byggja meira, hraðar og víðar í borginni, skynsamlega og í samhengi við samgönguuppbygginguna. Við finnum bara að það er ákall eftir því að tryggja að borgin gangi betur,“ segir Einar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt að ljóst sé að Sjálfstæðisflokkurinn geri ráð fyrir Framsóknarflokknum í stjórnarsamstarf. „Dagur er slyngur stjórnmálamaður, hann brá sér í hlutverk stjórnmálaskýrandans þarna. Við göngum algerlega óbundin til kosninga og við getum unnið bæði til hægri eða vinstri. Það sem kjósendur þurfa að vita, og ég held að þeir séu að átta sig á því, er að ef þeir vilja breytingar í borginni, hvort sem það er á stjórnarsamstarfinu eða minnihlutanum, þá er Framsókn lykilspilið,“ segir Einar. Allir viti að Framsókn sé ekki rasískur flokkur Mætt hefur á formanni Framsóknarflokksins vegna rasískra ummæla hans í síðustu viku. Því hefur verið haldið fram í þeirri umræðu allri að í Framsóknarflokknum þrífist rasismi. „Mér þótti bara mjög leitt að heyra þetta og þetta kom mér mjög á óvart. Hann axlar ábyrgð með því að biðjast afsökunar með einlægum hætti og mér þótti gott að sjá það,“ segir Einar. Hefur hann þá svarað að fullu leyti fyrir þetta? „Hann ákvað að svara svona og hann verður bara að fá að gera það,“ segir Einar. Því hefur verið haldið fram í þeirri umræðu allri að í Framsóknarflokknum þrífist rasismi. Því vísar Einar á bug. „Framsókn er velferðarflokkur, umburðarlyndur og fjölmenningarsinnaður flokkur. Ég hefði aldrei gengið í Framsókn ef ég teldi mig vita að þar þrifist rasismi og ég held að allir vita að það er ekki þannig,“ segir Einar.
Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00 Viðreisn hefur ekki áhyggjur Oddviti Viðreisnar í Reykjavík kveðst ekki hafa áhyggjur af löku gengi flokksins í könnun Maskínu fyrir fréttastofu í gær. Öllu heldur sé þetta hvatning til að spila góða sókn í kosningabaráttunni fram undan. 6. apríl 2022 12:04 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Sjá meira
Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00
Viðreisn hefur ekki áhyggjur Oddviti Viðreisnar í Reykjavík kveðst ekki hafa áhyggjur af löku gengi flokksins í könnun Maskínu fyrir fréttastofu í gær. Öllu heldur sé þetta hvatning til að spila góða sókn í kosningabaráttunni fram undan. 6. apríl 2022 12:04