Danska landsliðskonan harðlega gagnrýnd fyrir að gerast sendiherra HM í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2022 09:31 Nadia Nadim spilar nú með Racing Louisville FC í Bandaríkjunum. Getty/Amy Kontras Danska knattspyrnukonan Nadia Nadim er nýr sendiherra fyrir heimsmeistaramót karla í Katar og það hefur ekki farið vel í marga. Katarbúar hafa verið gagnrýndir fyrir mannréttindabrot og spillingu og nú síðast hélt formaður norska knattspyrnusambandsins þrumuræðu á ársþingi FIFA þar sem hún gagnrýndi ákvörðunina um að láta Katar fá HM. Nadia Nadim blir VM-ambassadör för Qatar https://t.co/zAZ1MLWMfO— Sportbladet (@sportbladet) April 5, 2022 Það kemur því eins og skrattinn úr sauðarleggnum fyrir marga að sjá eina flottustu knattspyrnukonu Norðurlanda taka að sér svona starf. Nadim er þarna komin í hóp með þeim Tim Cahill, Cafu, Samuel Eto’o, Ronald de Boer og Xavi. Nadim hefur átt magnaðan feril og er mikil fyrirmynd. Hún kom sem flóttamaður til Danmerkur frá Afganistan á sínum tíma en hefur auk þess að eiga flottan atvinnumannaferil í fótbolta náð að klára læknisnámið með fram honum. Danska fotbollsstjärnan Nadia Nadim får nu hård kritik från flera håll#fotboll https://t.co/TrRLttKVU7— SVT Sport (@SVTSport) April 5, 2022 Nadim hefur spilað með stórliðum eins og Manchester City og Paris Saint-Germain en hún spilar nú með bandaríska félaginu Racing Louisville FC. Hún hefur verið fastamaður í danska landsliðinu en er nú orðin 34 ára gömul. Þegar Nadim sagði frá þessu nýja hlutverki sínu sem sendiherra HM 2022 þá gerði hún það 1. apríl og þá héldu flestir að um aprílgabb væri að ræða. Svo var þó ekki. Margir hafa gagnrýnt val hennar og dönsku leikmannasamtökin segjast ekki geta stutt hana í þessu þó að hún hafi sjálf val um þó málefni sem hún vill vinna fyrir. Sumir vilja þó að henni verði hent út úr landsliðinu. „Ef hún hefði beðið okkur um ráð þá hefðum við ráðlagt henni að gera þetta ekki,“ sagði Jeppe Curth, stjórnarformaður dönsku leikmannasamtakanna, við TV2 View this post on Instagram A post shared by Nadia Nadim (@nadi9nadim) View this post on Instagram A post shared by Nadia Nadim (@nadi9nadim) HM 2022 í Katar Danski boltinn Danmörk Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Sjá meira
Katarbúar hafa verið gagnrýndir fyrir mannréttindabrot og spillingu og nú síðast hélt formaður norska knattspyrnusambandsins þrumuræðu á ársþingi FIFA þar sem hún gagnrýndi ákvörðunina um að láta Katar fá HM. Nadia Nadim blir VM-ambassadör för Qatar https://t.co/zAZ1MLWMfO— Sportbladet (@sportbladet) April 5, 2022 Það kemur því eins og skrattinn úr sauðarleggnum fyrir marga að sjá eina flottustu knattspyrnukonu Norðurlanda taka að sér svona starf. Nadim er þarna komin í hóp með þeim Tim Cahill, Cafu, Samuel Eto’o, Ronald de Boer og Xavi. Nadim hefur átt magnaðan feril og er mikil fyrirmynd. Hún kom sem flóttamaður til Danmerkur frá Afganistan á sínum tíma en hefur auk þess að eiga flottan atvinnumannaferil í fótbolta náð að klára læknisnámið með fram honum. Danska fotbollsstjärnan Nadia Nadim får nu hård kritik från flera håll#fotboll https://t.co/TrRLttKVU7— SVT Sport (@SVTSport) April 5, 2022 Nadim hefur spilað með stórliðum eins og Manchester City og Paris Saint-Germain en hún spilar nú með bandaríska félaginu Racing Louisville FC. Hún hefur verið fastamaður í danska landsliðinu en er nú orðin 34 ára gömul. Þegar Nadim sagði frá þessu nýja hlutverki sínu sem sendiherra HM 2022 þá gerði hún það 1. apríl og þá héldu flestir að um aprílgabb væri að ræða. Svo var þó ekki. Margir hafa gagnrýnt val hennar og dönsku leikmannasamtökin segjast ekki geta stutt hana í þessu þó að hún hafi sjálf val um þó málefni sem hún vill vinna fyrir. Sumir vilja þó að henni verði hent út úr landsliðinu. „Ef hún hefði beðið okkur um ráð þá hefðum við ráðlagt henni að gera þetta ekki,“ sagði Jeppe Curth, stjórnarformaður dönsku leikmannasamtakanna, við TV2 View this post on Instagram A post shared by Nadia Nadim (@nadi9nadim) View this post on Instagram A post shared by Nadia Nadim (@nadi9nadim)
HM 2022 í Katar Danski boltinn Danmörk Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Sjá meira