Danska landsliðskonan harðlega gagnrýnd fyrir að gerast sendiherra HM í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2022 09:31 Nadia Nadim spilar nú með Racing Louisville FC í Bandaríkjunum. Getty/Amy Kontras Danska knattspyrnukonan Nadia Nadim er nýr sendiherra fyrir heimsmeistaramót karla í Katar og það hefur ekki farið vel í marga. Katarbúar hafa verið gagnrýndir fyrir mannréttindabrot og spillingu og nú síðast hélt formaður norska knattspyrnusambandsins þrumuræðu á ársþingi FIFA þar sem hún gagnrýndi ákvörðunina um að láta Katar fá HM. Nadia Nadim blir VM-ambassadör för Qatar https://t.co/zAZ1MLWMfO— Sportbladet (@sportbladet) April 5, 2022 Það kemur því eins og skrattinn úr sauðarleggnum fyrir marga að sjá eina flottustu knattspyrnukonu Norðurlanda taka að sér svona starf. Nadim er þarna komin í hóp með þeim Tim Cahill, Cafu, Samuel Eto’o, Ronald de Boer og Xavi. Nadim hefur átt magnaðan feril og er mikil fyrirmynd. Hún kom sem flóttamaður til Danmerkur frá Afganistan á sínum tíma en hefur auk þess að eiga flottan atvinnumannaferil í fótbolta náð að klára læknisnámið með fram honum. Danska fotbollsstjärnan Nadia Nadim får nu hård kritik från flera håll#fotboll https://t.co/TrRLttKVU7— SVT Sport (@SVTSport) April 5, 2022 Nadim hefur spilað með stórliðum eins og Manchester City og Paris Saint-Germain en hún spilar nú með bandaríska félaginu Racing Louisville FC. Hún hefur verið fastamaður í danska landsliðinu en er nú orðin 34 ára gömul. Þegar Nadim sagði frá þessu nýja hlutverki sínu sem sendiherra HM 2022 þá gerði hún það 1. apríl og þá héldu flestir að um aprílgabb væri að ræða. Svo var þó ekki. Margir hafa gagnrýnt val hennar og dönsku leikmannasamtökin segjast ekki geta stutt hana í þessu þó að hún hafi sjálf val um þó málefni sem hún vill vinna fyrir. Sumir vilja þó að henni verði hent út úr landsliðinu. „Ef hún hefði beðið okkur um ráð þá hefðum við ráðlagt henni að gera þetta ekki,“ sagði Jeppe Curth, stjórnarformaður dönsku leikmannasamtakanna, við TV2 View this post on Instagram A post shared by Nadia Nadim (@nadi9nadim) View this post on Instagram A post shared by Nadia Nadim (@nadi9nadim) HM 2022 í Katar Danski boltinn Danmörk Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Littler í úrslit annað árið í röð Sport Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Enski boltinn Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Fleiri fréttir Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Sjá meira
Katarbúar hafa verið gagnrýndir fyrir mannréttindabrot og spillingu og nú síðast hélt formaður norska knattspyrnusambandsins þrumuræðu á ársþingi FIFA þar sem hún gagnrýndi ákvörðunina um að láta Katar fá HM. Nadia Nadim blir VM-ambassadör för Qatar https://t.co/zAZ1MLWMfO— Sportbladet (@sportbladet) April 5, 2022 Það kemur því eins og skrattinn úr sauðarleggnum fyrir marga að sjá eina flottustu knattspyrnukonu Norðurlanda taka að sér svona starf. Nadim er þarna komin í hóp með þeim Tim Cahill, Cafu, Samuel Eto’o, Ronald de Boer og Xavi. Nadim hefur átt magnaðan feril og er mikil fyrirmynd. Hún kom sem flóttamaður til Danmerkur frá Afganistan á sínum tíma en hefur auk þess að eiga flottan atvinnumannaferil í fótbolta náð að klára læknisnámið með fram honum. Danska fotbollsstjärnan Nadia Nadim får nu hård kritik från flera håll#fotboll https://t.co/TrRLttKVU7— SVT Sport (@SVTSport) April 5, 2022 Nadim hefur spilað með stórliðum eins og Manchester City og Paris Saint-Germain en hún spilar nú með bandaríska félaginu Racing Louisville FC. Hún hefur verið fastamaður í danska landsliðinu en er nú orðin 34 ára gömul. Þegar Nadim sagði frá þessu nýja hlutverki sínu sem sendiherra HM 2022 þá gerði hún það 1. apríl og þá héldu flestir að um aprílgabb væri að ræða. Svo var þó ekki. Margir hafa gagnrýnt val hennar og dönsku leikmannasamtökin segjast ekki geta stutt hana í þessu þó að hún hafi sjálf val um þó málefni sem hún vill vinna fyrir. Sumir vilja þó að henni verði hent út úr landsliðinu. „Ef hún hefði beðið okkur um ráð þá hefðum við ráðlagt henni að gera þetta ekki,“ sagði Jeppe Curth, stjórnarformaður dönsku leikmannasamtakanna, við TV2 View this post on Instagram A post shared by Nadia Nadim (@nadi9nadim) View this post on Instagram A post shared by Nadia Nadim (@nadi9nadim)
HM 2022 í Katar Danski boltinn Danmörk Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Littler í úrslit annað árið í röð Sport Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Enski boltinn Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Fleiri fréttir Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Sjá meira