Ballið búið hjá LA Lakers eftir enn eitt tapið í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2022 07:31 LeBron James var í borgarlegum klæðum í nótt en hér ræðir hann við Chris Paul á meðan leiknum stóð. AP/Rick Scuteri Los Angeles Lakers á ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en síðasta vonin dó í nótt eftir tap á móti Phoenix Suns á sama tíma og San Antonio Spurs vann sinn leik. Devin Booker gerði Lakers lífið leitt með 32 stigum á 30 mínútum þegar Phoenix Suns vann 121-110 sigur á Los Angeles Lakers og skellti með því úrslitakeppnishurðinni á nefið á Lakers mönnum. Ayton var með 22 stig og 13 fráköst á aðeins 27 mínútum og Chris Paul gaf 12 stoðsendingar á 24 mínútum. Þetta var 63. sigur Phoenix á tímabilinu sem er félagsmet. Devin Booker finishes off the alley oop in #PhantomCam19 points for Book on NBA TV pic.twitter.com/vaZCDZ9TVi— NBA (@NBA) April 6, 2022 Lakers hefur nú tapað sjö leikjum í röð og þessi endir á tímabilinu hefur verið ansi vandræðalegur fyrir þetta stórveldi sem ætlaði sér að keppa um titilinn í ár. Russell Westbrook skoraði 28 stig og Anthony Davis var með 21 stig og 13 fráköst en það dugði ekki Lakers. LeBron James missti af öðrum leiknum í röð vegna meiðsla og getur nú hvílt út tímabilið af því að það er ekkert lengur í boði. LeBron þarf þó tvo leiki til að eiga möguleika á að ná lágmörkunum til að verða stigakóngur NBA-deildarinnar á hans aldri. Það má því búast við að hann reyni við það í lokaleikjum liðsins þó að liðið geti ekki gert neitt í þeim. JOEL EMBIID IS GOING OFF ON NBA LEAGUE PASSHe's up to 39 points (17/26 FGM).Watch Now: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/4L5jfoA6fq— NBA (@NBA) April 6, 2022 Devin Vassell og Keldon Johnson voru báðir með 20 stig þegar San Antonio Spurs vann 116-97 útisigur á Denver Nuggets og þessi tryggði liðinu síðasta sætið í umspilinu á kostnað Lakers. Lakers varð því að vinna en gerði það ekki. Nikola Jokic var með 41 stig og 17 fráköst hjá Denver en hitti aðeins úr 18 af 35 skotum sem. Liðið átti möguleika að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en tókst það ekki. The @sixers set a franchise record with 22 3PM tonight!Tyrese Maxey drains his 8th three-pointer of the night (career high).Watch Now on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/mGBMoBNvoj— NBA (@NBA) April 6, 2022 Joel Embiid minnir áfram á sig fyrir um umræðuna um mikilvægasta leikmann deildarinnar en hann var með 45 stig og 13 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 131-122 sigur á Indiana Pacers. Með sigrinum komst 76ers liðið upp að hliða Boston Celtics og Milwaukee Bucks í öðru sæti Austurdeildarinnar. Með þessu á Embiid möguleika að verða fyrsti miðherjinn síðan Shaquille O'Neal til að verða stigakóngur og hann er fyrsti leikmaðurinn síðan Russell Westbrook 2016-17 sem nær tólf leikjum með að minnsta kosti 40 stigum og 10 fráköstum. 41 points x Kyrie Irving pic.twitter.com/3WBb5vgUGf— NBA (@NBA) April 6, 2022 Kyrie Irving má nú spila heimaleikina og hann var með 42 stig þegar Brooklyn Nets vann 118-105 sigur á Houston Rockets. Irving skoraði sautján af stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Þar sem að Cleveland, Atlanta og Charlotte töpuðu öll þá jafnaði Nets við Atlanta Hawks í áttunda sætinu í Austurdeildinni. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Los Angeles Lakers 121-110 Denver Nuggets - San Antonio Spurs 97-116 Chicago Bulls - Milwaukee Bucks 106-127 Brooklyn Nets - Houston Rockets 118-105 Indiana Pacers - Philadelphia 76ers 122-131 Orlando Magic - Cleveland Cavaliers 120-115 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 98-94 Miami Heat - Charlotte Hornets 144-115 Toronto Raptors - Atlanta Hawks 118-108 Minnesota Timberwolves - Washington Wizards 114-132 Utah Jazz - Memphis Grizzlies 121-115 (framlengt) Sacramento Kings - New Orleans Pelicans 109-123 Tyler Herro has 33 PTS & 6 3PM Watch Now on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/biNSKfL29e— NBA (@NBA) April 6, 2022 NBA Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira
Devin Booker gerði Lakers lífið leitt með 32 stigum á 30 mínútum þegar Phoenix Suns vann 121-110 sigur á Los Angeles Lakers og skellti með því úrslitakeppnishurðinni á nefið á Lakers mönnum. Ayton var með 22 stig og 13 fráköst á aðeins 27 mínútum og Chris Paul gaf 12 stoðsendingar á 24 mínútum. Þetta var 63. sigur Phoenix á tímabilinu sem er félagsmet. Devin Booker finishes off the alley oop in #PhantomCam19 points for Book on NBA TV pic.twitter.com/vaZCDZ9TVi— NBA (@NBA) April 6, 2022 Lakers hefur nú tapað sjö leikjum í röð og þessi endir á tímabilinu hefur verið ansi vandræðalegur fyrir þetta stórveldi sem ætlaði sér að keppa um titilinn í ár. Russell Westbrook skoraði 28 stig og Anthony Davis var með 21 stig og 13 fráköst en það dugði ekki Lakers. LeBron James missti af öðrum leiknum í röð vegna meiðsla og getur nú hvílt út tímabilið af því að það er ekkert lengur í boði. LeBron þarf þó tvo leiki til að eiga möguleika á að ná lágmörkunum til að verða stigakóngur NBA-deildarinnar á hans aldri. Það má því búast við að hann reyni við það í lokaleikjum liðsins þó að liðið geti ekki gert neitt í þeim. JOEL EMBIID IS GOING OFF ON NBA LEAGUE PASSHe's up to 39 points (17/26 FGM).Watch Now: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/4L5jfoA6fq— NBA (@NBA) April 6, 2022 Devin Vassell og Keldon Johnson voru báðir með 20 stig þegar San Antonio Spurs vann 116-97 útisigur á Denver Nuggets og þessi tryggði liðinu síðasta sætið í umspilinu á kostnað Lakers. Lakers varð því að vinna en gerði það ekki. Nikola Jokic var með 41 stig og 17 fráköst hjá Denver en hitti aðeins úr 18 af 35 skotum sem. Liðið átti möguleika að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en tókst það ekki. The @sixers set a franchise record with 22 3PM tonight!Tyrese Maxey drains his 8th three-pointer of the night (career high).Watch Now on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/mGBMoBNvoj— NBA (@NBA) April 6, 2022 Joel Embiid minnir áfram á sig fyrir um umræðuna um mikilvægasta leikmann deildarinnar en hann var með 45 stig og 13 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 131-122 sigur á Indiana Pacers. Með sigrinum komst 76ers liðið upp að hliða Boston Celtics og Milwaukee Bucks í öðru sæti Austurdeildarinnar. Með þessu á Embiid möguleika að verða fyrsti miðherjinn síðan Shaquille O'Neal til að verða stigakóngur og hann er fyrsti leikmaðurinn síðan Russell Westbrook 2016-17 sem nær tólf leikjum með að minnsta kosti 40 stigum og 10 fráköstum. 41 points x Kyrie Irving pic.twitter.com/3WBb5vgUGf— NBA (@NBA) April 6, 2022 Kyrie Irving má nú spila heimaleikina og hann var með 42 stig þegar Brooklyn Nets vann 118-105 sigur á Houston Rockets. Irving skoraði sautján af stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Þar sem að Cleveland, Atlanta og Charlotte töpuðu öll þá jafnaði Nets við Atlanta Hawks í áttunda sætinu í Austurdeildinni. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Los Angeles Lakers 121-110 Denver Nuggets - San Antonio Spurs 97-116 Chicago Bulls - Milwaukee Bucks 106-127 Brooklyn Nets - Houston Rockets 118-105 Indiana Pacers - Philadelphia 76ers 122-131 Orlando Magic - Cleveland Cavaliers 120-115 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 98-94 Miami Heat - Charlotte Hornets 144-115 Toronto Raptors - Atlanta Hawks 118-108 Minnesota Timberwolves - Washington Wizards 114-132 Utah Jazz - Memphis Grizzlies 121-115 (framlengt) Sacramento Kings - New Orleans Pelicans 109-123 Tyler Herro has 33 PTS & 6 3PM Watch Now on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/biNSKfL29e— NBA (@NBA) April 6, 2022
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Los Angeles Lakers 121-110 Denver Nuggets - San Antonio Spurs 97-116 Chicago Bulls - Milwaukee Bucks 106-127 Brooklyn Nets - Houston Rockets 118-105 Indiana Pacers - Philadelphia 76ers 122-131 Orlando Magic - Cleveland Cavaliers 120-115 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 98-94 Miami Heat - Charlotte Hornets 144-115 Toronto Raptors - Atlanta Hawks 118-108 Minnesota Timberwolves - Washington Wizards 114-132 Utah Jazz - Memphis Grizzlies 121-115 (framlengt) Sacramento Kings - New Orleans Pelicans 109-123
NBA Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira