Eftir stendur því rúmlega 49 milljarða króna gjaldþrot félagsins. Greint er frá skiptalokunum í Lögbirtingablaðinu í dag.
Icecapital ehf. hét áður Sund ehf. en í síðasta birta ársreikningi félagsins frá árinu 2009 segir að tilgangur þess sé fjárfestingar í fjármálagerningum, lánastarfsemi og rekstur fasteigna. Það átti stóran hlut í viðskiptabönkunum áður en þeir hrundu árið 2008.
Ekki fyrsta milljarða gjaldþrotið
Mbl.is greinir frá því að félagið hafi haldið utan um fjárfestingar Óla Kr. Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra og eiganda Olís. Hann lést árið 1992. Árið 2009 var Icecapital ehf. í jafnri eigu Gunnþórunnar Jónsdóttur, eiginkonu Jóns, og barna hennar Gabríelu Kristjánsdóttur og Jóns Kristjánssonar, samkvæmt ársreikningi.
Helstu kröfuhafar í þrotabú Icecapital voru Arion banki, Landsbankinn, Landsbankinn í Lúxemborg, íslenska ríkið og Glitnir.
Árið 2019 lauk skiptum IceProperties ehf., dótturfélagi Icecapital. Þá fékkst ekkert upp í lýstar kröfur sem námu alls tæplega 8,6 milljörðum króna. Skipti þrotabúsins tóku tæplega níu ár.