Gústi B gengur til liðs við FM957: „Ég er að demba mér beint í djúpu laugina“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. apríl 2022 14:32 Rikki G er stoltur að fá Gústa B í útvarpið og segir hann yngsta útvarpsmann landsins. Fm957 TikTok stjarnan Gústi B er nýjasti útvarpsmaður FM957. Hann hefur nú þegar hafið störf og verður í loftinu seinni partinn. Á fimmtudögum verður hann svo með sérstakan þátt frá 16 til 18. „Á dögunum tók ég þá ákvörðun að minnka við mig á TikTok en eftir hundrað daga af daglegum myndböndum var það klárlega eitthvað sem ég þurfti. Ég stefni samt á að leyfa TikTok aðdáendum að hafa áhrif á útvarpsþáttinn minn og mun kynna það fyrirkomulag síðar,“ segir Gústi B, fullu nafni Ágúst Beinteinn, í samtali við Lífið. „Ég er að demba mér beint í djúpu laugina og það er vissulega mikið sem ég þarf að læra á næstu vikum. Að verða allt í einu útvarpsmaður er meira en að segja það og næstu vikur fara í það að slípa mig til - þá er gott að hafa Rikka, Egil, Kristínu, Ósk og allt frábæra fólkið á FM mér innan handar.“ Þakklátur fyrir tækifærin Gústi hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum síðustu mánuði og verið reglulegur gestur í útvarpsþáttum FM957. „Þó það sé mikil vinna fram undan þá er þetta auðvitað aðallega skemmtilegt. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þessi tækifæri sem ég hef fengið og tek þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég hætti í Háskólanum til þess að geta elt draumana mína og þeir eru svo sannarlega að rætast núna. Núna fara flestir dagar hjá mér í að undirbúa hvað ég ætla að segja í útvarpinu, talsetja teiknimyndir og svo er ég plötusnúður á kvöldin. Mikil keyrsla en þannig líður mér best - ég gæti aldrei setið kyrr heima,“ segir Gústi. Yngsti útvarpsmaður landsins „Við FM-fjölskyldan erum auðvitað í skýjunum yfir að hafa tryggt okkur starfskrafta Gústa B,“ segir Rikki G dagskrárstjóri FM957 um ráðninguna. „Hann sennilega einn sá þekktasti hjá unga fólkinu í TikTok heiminum og við erum auðvitað bara gríðarlega ánægð með að hann sé kominn til okkar. Hann er aðeins tvítugur að aldri sem gerir hann að yngsta útvarpsmanni landsins, á „prime“ tíma og á einni af stærstu stöðvunum sem er heldur betur afrek út af fyrir sig.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Gústa sem birtist í Ísland í dag fyrr á þessu ári. FM957 Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Tók Sveppadýfuna með Sveppa í hundraðasta myndbandinu „Síðustu mánuði hef ég verið á ákveðinni vegferð á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem ég hef verið að gera myndband á hverjum einasta degi,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Gústi B. 30. mars 2022 10:31 Aðstæður fóru úr böndunum í Kringlunni Örtröð er orðið yfir þvöguna sem myndaðist við blómatorgið í Kringlunni í dag, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. 2. mars 2022 21:30 Byrjaði sem markaðsstönt en fór síðan út í meiri væntumþykju og vináttu Hann er rétt rúmlega tvítugur en er orðinn ein stærsta TikTok stjarna landsins með yfir 35 þúsund fylgjendur. 16. febrúar 2022 10:31 Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira
„Á dögunum tók ég þá ákvörðun að minnka við mig á TikTok en eftir hundrað daga af daglegum myndböndum var það klárlega eitthvað sem ég þurfti. Ég stefni samt á að leyfa TikTok aðdáendum að hafa áhrif á útvarpsþáttinn minn og mun kynna það fyrirkomulag síðar,“ segir Gústi B, fullu nafni Ágúst Beinteinn, í samtali við Lífið. „Ég er að demba mér beint í djúpu laugina og það er vissulega mikið sem ég þarf að læra á næstu vikum. Að verða allt í einu útvarpsmaður er meira en að segja það og næstu vikur fara í það að slípa mig til - þá er gott að hafa Rikka, Egil, Kristínu, Ósk og allt frábæra fólkið á FM mér innan handar.“ Þakklátur fyrir tækifærin Gústi hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum síðustu mánuði og verið reglulegur gestur í útvarpsþáttum FM957. „Þó það sé mikil vinna fram undan þá er þetta auðvitað aðallega skemmtilegt. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þessi tækifæri sem ég hef fengið og tek þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég hætti í Háskólanum til þess að geta elt draumana mína og þeir eru svo sannarlega að rætast núna. Núna fara flestir dagar hjá mér í að undirbúa hvað ég ætla að segja í útvarpinu, talsetja teiknimyndir og svo er ég plötusnúður á kvöldin. Mikil keyrsla en þannig líður mér best - ég gæti aldrei setið kyrr heima,“ segir Gústi. Yngsti útvarpsmaður landsins „Við FM-fjölskyldan erum auðvitað í skýjunum yfir að hafa tryggt okkur starfskrafta Gústa B,“ segir Rikki G dagskrárstjóri FM957 um ráðninguna. „Hann sennilega einn sá þekktasti hjá unga fólkinu í TikTok heiminum og við erum auðvitað bara gríðarlega ánægð með að hann sé kominn til okkar. Hann er aðeins tvítugur að aldri sem gerir hann að yngsta útvarpsmanni landsins, á „prime“ tíma og á einni af stærstu stöðvunum sem er heldur betur afrek út af fyrir sig.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Gústa sem birtist í Ísland í dag fyrr á þessu ári.
FM957 Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Tók Sveppadýfuna með Sveppa í hundraðasta myndbandinu „Síðustu mánuði hef ég verið á ákveðinni vegferð á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem ég hef verið að gera myndband á hverjum einasta degi,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Gústi B. 30. mars 2022 10:31 Aðstæður fóru úr böndunum í Kringlunni Örtröð er orðið yfir þvöguna sem myndaðist við blómatorgið í Kringlunni í dag, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. 2. mars 2022 21:30 Byrjaði sem markaðsstönt en fór síðan út í meiri væntumþykju og vináttu Hann er rétt rúmlega tvítugur en er orðinn ein stærsta TikTok stjarna landsins með yfir 35 þúsund fylgjendur. 16. febrúar 2022 10:31 Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira
Tók Sveppadýfuna með Sveppa í hundraðasta myndbandinu „Síðustu mánuði hef ég verið á ákveðinni vegferð á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem ég hef verið að gera myndband á hverjum einasta degi,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Gústi B. 30. mars 2022 10:31
Aðstæður fóru úr böndunum í Kringlunni Örtröð er orðið yfir þvöguna sem myndaðist við blómatorgið í Kringlunni í dag, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. 2. mars 2022 21:30
Byrjaði sem markaðsstönt en fór síðan út í meiri væntumþykju og vináttu Hann er rétt rúmlega tvítugur en er orðinn ein stærsta TikTok stjarna landsins með yfir 35 þúsund fylgjendur. 16. febrúar 2022 10:31