Aðstoðarmenn formanna eru með 1.350 þúsund krónur í laun á mánuði Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2022 11:18 Varaþingmenn og félagar úr flokknum eru vinsælir aðstoðarmenn formanna og ráðherra. Brynjar og Teitur Björn aðstoða Jón Gunnarsson en Guðmundur Andri, sem féll út af þingi, er nú aðstoðarmaður Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm Að sögn Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra Alþingis er það svo að ef varaþingmenn sem jafnframt eru aðstoðarmenn eða starfsfólk þingflokka taka sæti á þingi þá eru þau í launalausu leyfi frá aðstoðarmennsku sinni þann tíma sem þingseta tekur til. Aðstoðarmenn formanna eru með 1.350 þúsund krónur á mánuði í laun. Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar ákvað að ráða Guðmund Andra Thorsson varaþingmann flokksins í Kraganum sem sinn sérlegan aðstoðarmann. Áður hafði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra gripið til þess að ráða sér til aðstoðar félaga sína úr Sjálfstæðisflokknum, sem jafnframt eru varaþingmenn, sér til aðstoðar; þá Brynjar Níelsson og Teit Björn Einarsson. Vísi lék forvitni á að vita að ef þeir taki sæti á þingi haldi þeir aðstoðarmannalaunum sínum en svo er ekki. Ragna sagði að beina þyrfti sérstaklega fyrirspurn til ráðuneytanna er varðar aðstoðarmenn ráðherra. Í svari við fyrirspurn Vísis kemur fram að starfsfólk þingflokka eru 25 og aðstoðarmenn formanna stjórnmálaflokka í stjórnarandstöðu eru fimm. Launakjör starfsfólks flokkanna í krónum og aurum talið eru rúm 950 þúsund krónur á mánuði. Aðstoðarmenn formanna eru hins vegar talsvert betur settir með 1.350 þúsund krónur á mánuði. Störf þingsins voru til umræðu í Íslandi í dag í gærkvöldi en þar voru þeir Atli Fanndal hjá Transparency International og Brynjar Níelsson meðal gesta og var stuttlega komið inn á aðstoðarmennskuna þar auk þess sem komandi kjaraviðræður komu til tals. Brynjar telur að þar gæti reynst erfitt að ná lendingu vegna deilna innan verkalýðshreyfingarinnar en nauðsyn sé á „ábyrgum kjarasamningum“, annars komi það í bakið á allri þjóðinni. Það sé hægt að hækka laun en þá hækki bara verðbólga og vextir. Alþingi Kjaramál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar ákvað að ráða Guðmund Andra Thorsson varaþingmann flokksins í Kraganum sem sinn sérlegan aðstoðarmann. Áður hafði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra gripið til þess að ráða sér til aðstoðar félaga sína úr Sjálfstæðisflokknum, sem jafnframt eru varaþingmenn, sér til aðstoðar; þá Brynjar Níelsson og Teit Björn Einarsson. Vísi lék forvitni á að vita að ef þeir taki sæti á þingi haldi þeir aðstoðarmannalaunum sínum en svo er ekki. Ragna sagði að beina þyrfti sérstaklega fyrirspurn til ráðuneytanna er varðar aðstoðarmenn ráðherra. Í svari við fyrirspurn Vísis kemur fram að starfsfólk þingflokka eru 25 og aðstoðarmenn formanna stjórnmálaflokka í stjórnarandstöðu eru fimm. Launakjör starfsfólks flokkanna í krónum og aurum talið eru rúm 950 þúsund krónur á mánuði. Aðstoðarmenn formanna eru hins vegar talsvert betur settir með 1.350 þúsund krónur á mánuði. Störf þingsins voru til umræðu í Íslandi í dag í gærkvöldi en þar voru þeir Atli Fanndal hjá Transparency International og Brynjar Níelsson meðal gesta og var stuttlega komið inn á aðstoðarmennskuna þar auk þess sem komandi kjaraviðræður komu til tals. Brynjar telur að þar gæti reynst erfitt að ná lendingu vegna deilna innan verkalýðshreyfingarinnar en nauðsyn sé á „ábyrgum kjarasamningum“, annars komi það í bakið á allri þjóðinni. Það sé hægt að hækka laun en þá hækki bara verðbólga og vextir.
Alþingi Kjaramál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira