Vaktin: Undanhaldi Rússa frá Kænugarði að ljúka Hólmfríður Gísladóttir, Fanndís Birna Logadóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 5. apríl 2022 22:25 Úkraínskur hermaður gengur yfir rússneskan skriðdreka sem yfirgefinn var í Andriivka, norður af Kænugarði. AP/Vadim Ghirda Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kemur til með að ávarpa öryggisráð Sameinuð þjóðanna í dag en þetta er í fyrsta sinn sem hann ávarpar ráðið frá því að innrás Rússa hófst í febrúar. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar hafa flutt flestar sínar sveitir frá norðurhluta Úkraínu. Einhvern tíma mun taka að koma þeim sveitum aftur á vígstöðvarnar í austurhluta landsins og óljóst er hver geta þeirra verður. „Stríð taka enda,“ var haft eftir utanríkisráðherra Kína eftir samtal hans við úkraínska kollega sinn. Það sem væri mikilvægt væri að skapa aðstæður fyrir varanlegan frið í Evrópu með því að tryggja öryggi allra aðila. Bandaríkin og Bretland munu freista þess að fá Rússum sparkað úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ráðamenn beggja ríkja segja þátttöku Rússa í ráðinu „farsa“. Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist í ávarpi sínu uggandi yfir því að Rússar myndu sækja fram af fordæmalausri hörku í Donbas, þar sem hersveitir þeirra hafa safnast saman. Fregnir eru að berast frá Borodyanka, þar sem menn óttast að enn fleiri hafi verið myrtir en í Bucha. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur ítrekað þá staðhæfingu sína að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé stríðsglæpamaður. Leiðtogar Vesturlanda hafa sameinast í ákalli um að hann verði sóttur til saka fyrir glæpi Rússa í Úkraínu. Þá hefur Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýst því yfir að um úthugsaða herferð væri að ræða. Japönsk stjórnvöld tóku einarða afstöðu með Úkraínu í gær þegar þau sóttu 20 úkraínska flóttamenn loftleiðina. Talið er að um Japanir hafi þegar tekið á móti um 400 flóttamönnum sem hafa flúið átökin í heimalandinu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar hafa flutt flestar sínar sveitir frá norðurhluta Úkraínu. Einhvern tíma mun taka að koma þeim sveitum aftur á vígstöðvarnar í austurhluta landsins og óljóst er hver geta þeirra verður. „Stríð taka enda,“ var haft eftir utanríkisráðherra Kína eftir samtal hans við úkraínska kollega sinn. Það sem væri mikilvægt væri að skapa aðstæður fyrir varanlegan frið í Evrópu með því að tryggja öryggi allra aðila. Bandaríkin og Bretland munu freista þess að fá Rússum sparkað úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ráðamenn beggja ríkja segja þátttöku Rússa í ráðinu „farsa“. Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist í ávarpi sínu uggandi yfir því að Rússar myndu sækja fram af fordæmalausri hörku í Donbas, þar sem hersveitir þeirra hafa safnast saman. Fregnir eru að berast frá Borodyanka, þar sem menn óttast að enn fleiri hafi verið myrtir en í Bucha. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur ítrekað þá staðhæfingu sína að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé stríðsglæpamaður. Leiðtogar Vesturlanda hafa sameinast í ákalli um að hann verði sóttur til saka fyrir glæpi Rússa í Úkraínu. Þá hefur Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýst því yfir að um úthugsaða herferð væri að ræða. Japönsk stjórnvöld tóku einarða afstöðu með Úkraínu í gær þegar þau sóttu 20 úkraínska flóttamenn loftleiðina. Talið er að um Japanir hafi þegar tekið á móti um 400 flóttamönnum sem hafa flúið átökin í heimalandinu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira