Við vorum bara að hlaupa út um allan völl og það kann ekki góðri lukku að stýra Siggeir F. Ævarsson skrifar 4. apríl 2022 21:15 Rúnar Ingi á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Vilhelm Njarðvík tapaði með sjö stiga mun fyrir deildarmeisturum Fjölnis í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Subway-deildar kvenna í körfubolta. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari liðsins, segir margt mega betur fara. Njarðvíkingar hófu leikinn gegn Fjölni í kvöld með miklum látum. Komust í 2-12 og settu svo einn þrist til viðbótar, fimm þristar til að opna leikinn, en svo komu ekki fleiri körfur frá þeim í leikhlutanum. Í kjölfarið kom svo 30-3 áhlaup frá Fjölni. Við spurðum Rúnar Inga hvað hefði eiginlega farið úrskeiðis hjá Njarðvík þarna í byrjun? „Rosalega margt. Við förum bara útúr því sem að við vildum vera að gera. Hlaupum mjög óskipulagðan sóknarleik og erum að bregðast mjög illa við því að þær fara að koma sér aðeins inn í leikinn. Við erum með ákveðna hluti sem við viljum hlaupa á móti þessu svæði hjá þeim og viljum ekkert vera að blanda hlutunum of mikið saman. Vildum reyna að gera þetta einfalt, mjólka það sem virkar og færum okkur svo yfir í annað. En það sem við vorum að hlaupa á þessum tímapunkti var bara eitthvað sem ég hef aldrei séð áður. Við vorum bara að hlaupa útum allan völl og það kann ekki góðri lukku að stýra. Við þurfum að bregðast betur við.“ Rúnar sá þó ekki eintómt svartnætti í leik sinna kvenna þrátt fyrir erfiðan kafla í fyrri hálfleik. „Fyrir utan þennan kafla í fyrri hálfleik þá fannst mér við gera rosalega vel á mörgum köflum. Leikur eitt, þetta er svona gagnasöfnun fyrir framhaldið. Ef við getum byggt á þessu góða sem við vorum að gera hérna í dag þá líst mér bara ansi vel á framhaldið.“ Erlendu leikmenn Njarðvíkur voru nokkuð langt frá sínum besta í kvöld. Til að mynda þá spilaði Aliyah A'taeya Collier allar 40 mínútur leiksins en skoraði aðeins 14 stig og var 5 af 21 í skotum. Rúnar sagði að það væri þó ekkert lykilatriði fyrir hans lið að fá mikið framlag frá þeim. Aliyah A'taeya Collier átti ekki sinn besta leik.Vísir/Vilhelm „Mér er bara alveg sama hvaðan gott kemur, í alvöru talað. Ég vil bara að við séum með fimm leikmenn á gólfinu sem hafa trú á sjálfum sér, vilji spila körfubolta saman og búa til galopin skot. Það eru alltaf fimm leikmenn inná sem geta hitt úr galopnum skotum. Við þurfum bara að vera klóknari að finna þessi galopnu skot og hafa trú á þeim. Þó ég sé búinn að klikka úr tveimur, þá fer bara næsta ofan í. Hvort sem það kemur frá leikmanni í búning númer 12 eða 14, á endanum þá skiptir það mig engu máli. Við þurfum bara að spila saman og gera þetta sem lið.“ Þrátt fyrir að Fjölnir hafi átt þetta stóra áhlaup þá gáfust Njarðvíkingar aldrei upp og náðu tvívegis að minnka muninn í tveggja sókna leik. Rúnar hlýtur að geta tekið eitt og annað jákvætt útúr þessum leik þegar upp er staðið? „Við missum hausinn þarna í fyrri hálfleik, ég veit ekki hvort við of peppumst eftir að hafa byrjað svona vel og förum bara útúr öllu sem við ætluðum að gera því við erum svo geggjaðar, förum bara að bulla algjörlega. Svo þegar þú finnur að það gengur ekki þá förum við að missa fókusinn varnarlega útaf því að sóknin er léleg, en varnarplanið er að ganga heilt yfir mjög vel upp. Þetta er eitt af bestu sóknarliðum deildarinnar og við gerum hrikalega vel á móti þeim á löngum köflum. Ef við tökum bara í burtu þessi litlu smáatriði og náum að búa til 40 mínútna frammistöðu þá er ég helvíti brattur bara og trúi að við getum náð í sigra á móti þessu liði.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Sjá meira
Njarðvíkingar hófu leikinn gegn Fjölni í kvöld með miklum látum. Komust í 2-12 og settu svo einn þrist til viðbótar, fimm þristar til að opna leikinn, en svo komu ekki fleiri körfur frá þeim í leikhlutanum. Í kjölfarið kom svo 30-3 áhlaup frá Fjölni. Við spurðum Rúnar Inga hvað hefði eiginlega farið úrskeiðis hjá Njarðvík þarna í byrjun? „Rosalega margt. Við förum bara útúr því sem að við vildum vera að gera. Hlaupum mjög óskipulagðan sóknarleik og erum að bregðast mjög illa við því að þær fara að koma sér aðeins inn í leikinn. Við erum með ákveðna hluti sem við viljum hlaupa á móti þessu svæði hjá þeim og viljum ekkert vera að blanda hlutunum of mikið saman. Vildum reyna að gera þetta einfalt, mjólka það sem virkar og færum okkur svo yfir í annað. En það sem við vorum að hlaupa á þessum tímapunkti var bara eitthvað sem ég hef aldrei séð áður. Við vorum bara að hlaupa útum allan völl og það kann ekki góðri lukku að stýra. Við þurfum að bregðast betur við.“ Rúnar sá þó ekki eintómt svartnætti í leik sinna kvenna þrátt fyrir erfiðan kafla í fyrri hálfleik. „Fyrir utan þennan kafla í fyrri hálfleik þá fannst mér við gera rosalega vel á mörgum köflum. Leikur eitt, þetta er svona gagnasöfnun fyrir framhaldið. Ef við getum byggt á þessu góða sem við vorum að gera hérna í dag þá líst mér bara ansi vel á framhaldið.“ Erlendu leikmenn Njarðvíkur voru nokkuð langt frá sínum besta í kvöld. Til að mynda þá spilaði Aliyah A'taeya Collier allar 40 mínútur leiksins en skoraði aðeins 14 stig og var 5 af 21 í skotum. Rúnar sagði að það væri þó ekkert lykilatriði fyrir hans lið að fá mikið framlag frá þeim. Aliyah A'taeya Collier átti ekki sinn besta leik.Vísir/Vilhelm „Mér er bara alveg sama hvaðan gott kemur, í alvöru talað. Ég vil bara að við séum með fimm leikmenn á gólfinu sem hafa trú á sjálfum sér, vilji spila körfubolta saman og búa til galopin skot. Það eru alltaf fimm leikmenn inná sem geta hitt úr galopnum skotum. Við þurfum bara að vera klóknari að finna þessi galopnu skot og hafa trú á þeim. Þó ég sé búinn að klikka úr tveimur, þá fer bara næsta ofan í. Hvort sem það kemur frá leikmanni í búning númer 12 eða 14, á endanum þá skiptir það mig engu máli. Við þurfum bara að spila saman og gera þetta sem lið.“ Þrátt fyrir að Fjölnir hafi átt þetta stóra áhlaup þá gáfust Njarðvíkingar aldrei upp og náðu tvívegis að minnka muninn í tveggja sókna leik. Rúnar hlýtur að geta tekið eitt og annað jákvætt útúr þessum leik þegar upp er staðið? „Við missum hausinn þarna í fyrri hálfleik, ég veit ekki hvort við of peppumst eftir að hafa byrjað svona vel og förum bara útúr öllu sem við ætluðum að gera því við erum svo geggjaðar, förum bara að bulla algjörlega. Svo þegar þú finnur að það gengur ekki þá förum við að missa fókusinn varnarlega útaf því að sóknin er léleg, en varnarplanið er að ganga heilt yfir mjög vel upp. Þetta er eitt af bestu sóknarliðum deildarinnar og við gerum hrikalega vel á móti þeim á löngum köflum. Ef við tökum bara í burtu þessi litlu smáatriði og náum að búa til 40 mínútna frammistöðu þá er ég helvíti brattur bara og trúi að við getum náð í sigra á móti þessu liði.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti