„Verðum að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar með mjög skýrum hætti“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2022 15:50 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var spurð út í málið í óundirbúnum fyrirspurnum á þinginu í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki draga í efa heilindi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. Sigurður Ingi kallaði framkvæmdastjóra Búnaðarþings „þá svörtu“ á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. Málið var tekið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og ráðherra jafnréttismála, hvort hún ætlaði að fara fram á afsögn Sigurðar Inga. Ummælin hafi verið rasísk, niðrandi og særandi. „Ummælin sem voru látin falla teljast áreitni í skilningi laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna og falla þannig undir bann við mismunun samkvæmt lögum,“ sagði Halldóra. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, spurði forsætisráðherra hvort hún hygðist fara fram á afsögn Sigurðar Inga.Vísir/vilhelm Katrín vísaði til þess að Sigurður Ingi hefði beðist afsökunar á orðum sínum. „Sú afsökunarbeiðni endurspeglar þá afstöðu hans að ummælin hafi verið röng og þau hefðu ekki átt að falla enda óásættanleg með öllu,“ sagði Katrín. „Við gerum þá kröfu í íslensku samfélagi að öllum sé sýnd virðing í hvívetna og að á ráðherrum í ríkisstjórn hvíli ríkari krafa og undir henni eigum við ráðherrar að standa. Þegar mönnum verður á og þeir gera mistök skiptir hins vegar máli að þeir stígi fram og biðjist afsökunar með skýrum hætti sem innviðaráðherra hæstvirtur hefur gert.“ Halldóra spurði hvort afsökunarbeiðni væri nóg ef ráðherra bryti lög. Hvort það væru rétt skilaboð inn í framtíðina? „Það liggur algerlega fyrir að þau ummæli sem vitnað er til voru óásættanleg. Ég rengi ekki orð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna í þeim efnum en við verðum líka að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar eins og hæstvirtur iðnaðarráðherra hefur gert með mjög skýrum hætti.“ Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, minnti á að Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, hefði fullyrt í fjölmiðlum um helgina að Sigurður Ingi hefði ekki látið orðin falla. Sagði hún fullyrðingra um slíkt vera bull.Vísir/Vilhelm Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði Katrínu nánar út í málið. Hann kafaði nánar í atburðarásina. Það væri ekki svo að Sigurður Ingi hefði stigið fram brotinn og beygður yfir því að hafa viðhaft leiðinleg ummæli. „Fyrst svaraði pólitískur aðstoðarmaður ráðherra aðspurður af fjölmiðlum sem höfðu verið að elta þetta mál alla helgina og sagði orðrétt: „Þetta er bull“ og ég velti því fyrir mér hvort við þurfum ekki að skoða atburðarásina í þessu máli. Ég velti því fyrir mér hvort við þurfum ekki að skoða afsökunarbeiðni ráðherrans í ljósi þessarar atburðarásar allra sem ég er að rekja og ég velti því fyrir mér hvort þessi gaslýsing sem birtist okkur um helgina, hvort hún hljóti ekki að kalla á það að hæstvortir forsætisráðherra svari hér með aðeins efnismeiri hætti. Því eins leiðinlegt og mér þykir að standa hér í þessum ræðustól og tala um þetta þá er það alveg gríðarlega mikilvægt.“ Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar.Stjórnarráð Íslands Katrín sagðist ekki sjá ástæðu til að draga heilindi afsökunarbeiðninnar í efa. Hún þyrfti þó að vísa vangaveltum Sigmars varðandi Ingveldi Sæmundsdóttur, aðstoðarmann ráðherra, til innviðaráðherra. Ekki hefur náðst í Ingveldi í dag vegna afdráttarlausra fullyrðinga hennar um helgina að það væri bull að Sigurður Ingi hefði sagt þau orð sem hann hefur síðan viðurkennt að hafa látið falla, og beðist afsökunar á. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Biðst innilegrar afsökunar á orðum sínum um Vigdísi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra biðst innilegrar afsökunar á orðum sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Þetta kemur fram í stuttri færslu Sigurðar Inga á Facebook. 4. apríl 2022 14:55 Þingmenn bregðast við frásögn Vigdísar af fordómum Þingmenn úr nokkrum flokkum hafa brugðist við færslu Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, sem segir Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra hafa viðhaft særandi ummæli um aðfaranótt föstudagsins síðastliðins á samkomu í tengslum við Búnaðarþing. 4. apríl 2022 14:26 Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar. 4. apríl 2022 12:49 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Málið var tekið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og ráðherra jafnréttismála, hvort hún ætlaði að fara fram á afsögn Sigurðar Inga. Ummælin hafi verið rasísk, niðrandi og særandi. „Ummælin sem voru látin falla teljast áreitni í skilningi laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna og falla þannig undir bann við mismunun samkvæmt lögum,“ sagði Halldóra. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, spurði forsætisráðherra hvort hún hygðist fara fram á afsögn Sigurðar Inga.Vísir/vilhelm Katrín vísaði til þess að Sigurður Ingi hefði beðist afsökunar á orðum sínum. „Sú afsökunarbeiðni endurspeglar þá afstöðu hans að ummælin hafi verið röng og þau hefðu ekki átt að falla enda óásættanleg með öllu,“ sagði Katrín. „Við gerum þá kröfu í íslensku samfélagi að öllum sé sýnd virðing í hvívetna og að á ráðherrum í ríkisstjórn hvíli ríkari krafa og undir henni eigum við ráðherrar að standa. Þegar mönnum verður á og þeir gera mistök skiptir hins vegar máli að þeir stígi fram og biðjist afsökunar með skýrum hætti sem innviðaráðherra hæstvirtur hefur gert.“ Halldóra spurði hvort afsökunarbeiðni væri nóg ef ráðherra bryti lög. Hvort það væru rétt skilaboð inn í framtíðina? „Það liggur algerlega fyrir að þau ummæli sem vitnað er til voru óásættanleg. Ég rengi ekki orð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna í þeim efnum en við verðum líka að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar eins og hæstvirtur iðnaðarráðherra hefur gert með mjög skýrum hætti.“ Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, minnti á að Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, hefði fullyrt í fjölmiðlum um helgina að Sigurður Ingi hefði ekki látið orðin falla. Sagði hún fullyrðingra um slíkt vera bull.Vísir/Vilhelm Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði Katrínu nánar út í málið. Hann kafaði nánar í atburðarásina. Það væri ekki svo að Sigurður Ingi hefði stigið fram brotinn og beygður yfir því að hafa viðhaft leiðinleg ummæli. „Fyrst svaraði pólitískur aðstoðarmaður ráðherra aðspurður af fjölmiðlum sem höfðu verið að elta þetta mál alla helgina og sagði orðrétt: „Þetta er bull“ og ég velti því fyrir mér hvort við þurfum ekki að skoða atburðarásina í þessu máli. Ég velti því fyrir mér hvort við þurfum ekki að skoða afsökunarbeiðni ráðherrans í ljósi þessarar atburðarásar allra sem ég er að rekja og ég velti því fyrir mér hvort þessi gaslýsing sem birtist okkur um helgina, hvort hún hljóti ekki að kalla á það að hæstvortir forsætisráðherra svari hér með aðeins efnismeiri hætti. Því eins leiðinlegt og mér þykir að standa hér í þessum ræðustól og tala um þetta þá er það alveg gríðarlega mikilvægt.“ Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar.Stjórnarráð Íslands Katrín sagðist ekki sjá ástæðu til að draga heilindi afsökunarbeiðninnar í efa. Hún þyrfti þó að vísa vangaveltum Sigmars varðandi Ingveldi Sæmundsdóttur, aðstoðarmann ráðherra, til innviðaráðherra. Ekki hefur náðst í Ingveldi í dag vegna afdráttarlausra fullyrðinga hennar um helgina að það væri bull að Sigurður Ingi hefði sagt þau orð sem hann hefur síðan viðurkennt að hafa látið falla, og beðist afsökunar á.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Biðst innilegrar afsökunar á orðum sínum um Vigdísi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra biðst innilegrar afsökunar á orðum sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Þetta kemur fram í stuttri færslu Sigurðar Inga á Facebook. 4. apríl 2022 14:55 Þingmenn bregðast við frásögn Vigdísar af fordómum Þingmenn úr nokkrum flokkum hafa brugðist við færslu Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, sem segir Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra hafa viðhaft særandi ummæli um aðfaranótt föstudagsins síðastliðins á samkomu í tengslum við Búnaðarþing. 4. apríl 2022 14:26 Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar. 4. apríl 2022 12:49 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Biðst innilegrar afsökunar á orðum sínum um Vigdísi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra biðst innilegrar afsökunar á orðum sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Þetta kemur fram í stuttri færslu Sigurðar Inga á Facebook. 4. apríl 2022 14:55
Þingmenn bregðast við frásögn Vigdísar af fordómum Þingmenn úr nokkrum flokkum hafa brugðist við færslu Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, sem segir Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra hafa viðhaft særandi ummæli um aðfaranótt föstudagsins síðastliðins á samkomu í tengslum við Búnaðarþing. 4. apríl 2022 14:26
Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar. 4. apríl 2022 12:49