Held að ansi margir leikmenn og þjálfarar myndu ekki ná dómaraprófinu Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2022 08:31 Guðjón Guðmundsson og Vilhelm Gauti Bergsveinsson spjölluðu saman í búningsklefa Fram í Safamýri. Stöð 2 Sport „Þeir höfðu vit fyrir dómurunum í 25 ár. Nú sitja þeir hinu megin við borðið,“ segir Guðjón Guðmundsson, Gaupi, um þá Vilhelm Gauta Bergsveinsson og Ólaf Víði Ólafsson sem í dag starfa sem handboltadómarar. Vilhelm Gauti og Ólafur Víðir voru lykilmenn í liði HK sem varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn í sögu félagsins árið 2012. Þeir hafa einnig starfað sem þjálfarar og nú síðast dómarar og þekkja því handboltann frá öllum hliðum, og voru í spjalli við Gaupa í nýjasta þætti Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. Nú þurfa þeir að taka á dómgæslutuðinu sem þeir hafa líklega sjálfir gerst sekir um á sínum ferli. Fylgir því ákveðin pressa að hafa sjálfur „leiðbeint“ dómurunum „Við þóttumst alla vega vita betur. Eflaust var 90 prósent af þessu bölvuð vitleysa. En jú, maður gaf þeim [dómurunum] hint inn á milli,“ sagði Vilhelm léttur í bragði við Gaupa. En hvernig er að vera hinu megin borðsins? „Það er virkilega gaman – mikið skemmtilegra en við þorðum að vona þegar við fórum út í þetta fyrir rúmu ári síðan. En það er ákveðin pressa sem fylgir því þegar maður er búinn að vera að „leiðbeina“ dómarastéttinni í einhver ár, að fara svo og þykjast geta gert þetta eitthvað betur,“ sagði Vilhelm en innslagið má sjá hér að neðan: Klippa: Eina með Gaupa - Leikmenn sem urðu dómarar Þeir Ólafur telja það gagnast sér að hafa sjálfir verið leikmenn og þjálfarar. Þolinmæðin sé meiri gagnvart kjaftbrúki: „Já, já, ég held það. Við höfum báðir verið að þjálfa í meistaraflokki, og báðir verið að spila, og við þekkjum þessi fyrstu viðbrögð – þessar tvær sekúndur sem menn þurfa að blása. Við leyfum það alveg, það er ekkert mál, á meðan að þetta er ekki dónalegt eða ósanngjarnt sem vellur upp úr mönnum þá höfum við bara gaman af þessu og tökum bara spjallið,“ sagði Vilhelm. Mjög skemmtilegur vinkill fyrir handboltafíklana „Ég vil nú meina að ég hafi verið mjög kurteis leikmaður en það er ekki mitt að dæma um það,“ sagði Ólafur þegar Gaupi skaut því á hann að hann hefði nú stundum vælt í dómurunum. „Þetta er nýtt sjónarhorn á leikinn. Eftir að hafa verið leikmaður og þjálfari og nú dómari þá hefur maður séð þessa þrjá vinkla. Þetta er bara mjög skemmtilegur vinkill á handboltann fyrir okkur Villa sem erum handboltafíklar,“ sagði Ólafur. „Þá hafði ég ekki hundsvit á þessum reglum“ Vilhelm var fús til að viðurkenna að hann hefði ekki gjörþekkt reglur handboltans áður en hann gerðist dómari: „Nei, ég skal vera heiðarlegur með það. Þegar ég var að leiðbeina dómurunum þá hafði ég ekki hundsvit á þessum reglum. Maður vildi bara fá eitthvað dæmt eða hvernig sem það var. Ég held að ansi margir í handboltastéttinni, hvort sem það eru leikmenn eða þjálfarar, myndu ekki ná bóklega dómaraprófinu.“ Olís-deild karla Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Sjá meira
Vilhelm Gauti og Ólafur Víðir voru lykilmenn í liði HK sem varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn í sögu félagsins árið 2012. Þeir hafa einnig starfað sem þjálfarar og nú síðast dómarar og þekkja því handboltann frá öllum hliðum, og voru í spjalli við Gaupa í nýjasta þætti Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. Nú þurfa þeir að taka á dómgæslutuðinu sem þeir hafa líklega sjálfir gerst sekir um á sínum ferli. Fylgir því ákveðin pressa að hafa sjálfur „leiðbeint“ dómurunum „Við þóttumst alla vega vita betur. Eflaust var 90 prósent af þessu bölvuð vitleysa. En jú, maður gaf þeim [dómurunum] hint inn á milli,“ sagði Vilhelm léttur í bragði við Gaupa. En hvernig er að vera hinu megin borðsins? „Það er virkilega gaman – mikið skemmtilegra en við þorðum að vona þegar við fórum út í þetta fyrir rúmu ári síðan. En það er ákveðin pressa sem fylgir því þegar maður er búinn að vera að „leiðbeina“ dómarastéttinni í einhver ár, að fara svo og þykjast geta gert þetta eitthvað betur,“ sagði Vilhelm en innslagið má sjá hér að neðan: Klippa: Eina með Gaupa - Leikmenn sem urðu dómarar Þeir Ólafur telja það gagnast sér að hafa sjálfir verið leikmenn og þjálfarar. Þolinmæðin sé meiri gagnvart kjaftbrúki: „Já, já, ég held það. Við höfum báðir verið að þjálfa í meistaraflokki, og báðir verið að spila, og við þekkjum þessi fyrstu viðbrögð – þessar tvær sekúndur sem menn þurfa að blása. Við leyfum það alveg, það er ekkert mál, á meðan að þetta er ekki dónalegt eða ósanngjarnt sem vellur upp úr mönnum þá höfum við bara gaman af þessu og tökum bara spjallið,“ sagði Vilhelm. Mjög skemmtilegur vinkill fyrir handboltafíklana „Ég vil nú meina að ég hafi verið mjög kurteis leikmaður en það er ekki mitt að dæma um það,“ sagði Ólafur þegar Gaupi skaut því á hann að hann hefði nú stundum vælt í dómurunum. „Þetta er nýtt sjónarhorn á leikinn. Eftir að hafa verið leikmaður og þjálfari og nú dómari þá hefur maður séð þessa þrjá vinkla. Þetta er bara mjög skemmtilegur vinkill á handboltann fyrir okkur Villa sem erum handboltafíklar,“ sagði Ólafur. „Þá hafði ég ekki hundsvit á þessum reglum“ Vilhelm var fús til að viðurkenna að hann hefði ekki gjörþekkt reglur handboltans áður en hann gerðist dómari: „Nei, ég skal vera heiðarlegur með það. Þegar ég var að leiðbeina dómurunum þá hafði ég ekki hundsvit á þessum reglum. Maður vildi bara fá eitthvað dæmt eða hvernig sem það var. Ég held að ansi margir í handboltastéttinni, hvort sem það eru leikmenn eða þjálfarar, myndu ekki ná bóklega dómaraprófinu.“
Olís-deild karla Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Sjá meira