Held að ansi margir leikmenn og þjálfarar myndu ekki ná dómaraprófinu Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2022 08:31 Guðjón Guðmundsson og Vilhelm Gauti Bergsveinsson spjölluðu saman í búningsklefa Fram í Safamýri. Stöð 2 Sport „Þeir höfðu vit fyrir dómurunum í 25 ár. Nú sitja þeir hinu megin við borðið,“ segir Guðjón Guðmundsson, Gaupi, um þá Vilhelm Gauta Bergsveinsson og Ólaf Víði Ólafsson sem í dag starfa sem handboltadómarar. Vilhelm Gauti og Ólafur Víðir voru lykilmenn í liði HK sem varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn í sögu félagsins árið 2012. Þeir hafa einnig starfað sem þjálfarar og nú síðast dómarar og þekkja því handboltann frá öllum hliðum, og voru í spjalli við Gaupa í nýjasta þætti Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. Nú þurfa þeir að taka á dómgæslutuðinu sem þeir hafa líklega sjálfir gerst sekir um á sínum ferli. Fylgir því ákveðin pressa að hafa sjálfur „leiðbeint“ dómurunum „Við þóttumst alla vega vita betur. Eflaust var 90 prósent af þessu bölvuð vitleysa. En jú, maður gaf þeim [dómurunum] hint inn á milli,“ sagði Vilhelm léttur í bragði við Gaupa. En hvernig er að vera hinu megin borðsins? „Það er virkilega gaman – mikið skemmtilegra en við þorðum að vona þegar við fórum út í þetta fyrir rúmu ári síðan. En það er ákveðin pressa sem fylgir því þegar maður er búinn að vera að „leiðbeina“ dómarastéttinni í einhver ár, að fara svo og þykjast geta gert þetta eitthvað betur,“ sagði Vilhelm en innslagið má sjá hér að neðan: Klippa: Eina með Gaupa - Leikmenn sem urðu dómarar Þeir Ólafur telja það gagnast sér að hafa sjálfir verið leikmenn og þjálfarar. Þolinmæðin sé meiri gagnvart kjaftbrúki: „Já, já, ég held það. Við höfum báðir verið að þjálfa í meistaraflokki, og báðir verið að spila, og við þekkjum þessi fyrstu viðbrögð – þessar tvær sekúndur sem menn þurfa að blása. Við leyfum það alveg, það er ekkert mál, á meðan að þetta er ekki dónalegt eða ósanngjarnt sem vellur upp úr mönnum þá höfum við bara gaman af þessu og tökum bara spjallið,“ sagði Vilhelm. Mjög skemmtilegur vinkill fyrir handboltafíklana „Ég vil nú meina að ég hafi verið mjög kurteis leikmaður en það er ekki mitt að dæma um það,“ sagði Ólafur þegar Gaupi skaut því á hann að hann hefði nú stundum vælt í dómurunum. „Þetta er nýtt sjónarhorn á leikinn. Eftir að hafa verið leikmaður og þjálfari og nú dómari þá hefur maður séð þessa þrjá vinkla. Þetta er bara mjög skemmtilegur vinkill á handboltann fyrir okkur Villa sem erum handboltafíklar,“ sagði Ólafur. „Þá hafði ég ekki hundsvit á þessum reglum“ Vilhelm var fús til að viðurkenna að hann hefði ekki gjörþekkt reglur handboltans áður en hann gerðist dómari: „Nei, ég skal vera heiðarlegur með það. Þegar ég var að leiðbeina dómurunum þá hafði ég ekki hundsvit á þessum reglum. Maður vildi bara fá eitthvað dæmt eða hvernig sem það var. Ég held að ansi margir í handboltastéttinni, hvort sem það eru leikmenn eða þjálfarar, myndu ekki ná bóklega dómaraprófinu.“ Olís-deild karla Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Vilhelm Gauti og Ólafur Víðir voru lykilmenn í liði HK sem varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn í sögu félagsins árið 2012. Þeir hafa einnig starfað sem þjálfarar og nú síðast dómarar og þekkja því handboltann frá öllum hliðum, og voru í spjalli við Gaupa í nýjasta þætti Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. Nú þurfa þeir að taka á dómgæslutuðinu sem þeir hafa líklega sjálfir gerst sekir um á sínum ferli. Fylgir því ákveðin pressa að hafa sjálfur „leiðbeint“ dómurunum „Við þóttumst alla vega vita betur. Eflaust var 90 prósent af þessu bölvuð vitleysa. En jú, maður gaf þeim [dómurunum] hint inn á milli,“ sagði Vilhelm léttur í bragði við Gaupa. En hvernig er að vera hinu megin borðsins? „Það er virkilega gaman – mikið skemmtilegra en við þorðum að vona þegar við fórum út í þetta fyrir rúmu ári síðan. En það er ákveðin pressa sem fylgir því þegar maður er búinn að vera að „leiðbeina“ dómarastéttinni í einhver ár, að fara svo og þykjast geta gert þetta eitthvað betur,“ sagði Vilhelm en innslagið má sjá hér að neðan: Klippa: Eina með Gaupa - Leikmenn sem urðu dómarar Þeir Ólafur telja það gagnast sér að hafa sjálfir verið leikmenn og þjálfarar. Þolinmæðin sé meiri gagnvart kjaftbrúki: „Já, já, ég held það. Við höfum báðir verið að þjálfa í meistaraflokki, og báðir verið að spila, og við þekkjum þessi fyrstu viðbrögð – þessar tvær sekúndur sem menn þurfa að blása. Við leyfum það alveg, það er ekkert mál, á meðan að þetta er ekki dónalegt eða ósanngjarnt sem vellur upp úr mönnum þá höfum við bara gaman af þessu og tökum bara spjallið,“ sagði Vilhelm. Mjög skemmtilegur vinkill fyrir handboltafíklana „Ég vil nú meina að ég hafi verið mjög kurteis leikmaður en það er ekki mitt að dæma um það,“ sagði Ólafur þegar Gaupi skaut því á hann að hann hefði nú stundum vælt í dómurunum. „Þetta er nýtt sjónarhorn á leikinn. Eftir að hafa verið leikmaður og þjálfari og nú dómari þá hefur maður séð þessa þrjá vinkla. Þetta er bara mjög skemmtilegur vinkill á handboltann fyrir okkur Villa sem erum handboltafíklar,“ sagði Ólafur. „Þá hafði ég ekki hundsvit á þessum reglum“ Vilhelm var fús til að viðurkenna að hann hefði ekki gjörþekkt reglur handboltans áður en hann gerðist dómari: „Nei, ég skal vera heiðarlegur með það. Þegar ég var að leiðbeina dómurunum þá hafði ég ekki hundsvit á þessum reglum. Maður vildi bara fá eitthvað dæmt eða hvernig sem það var. Ég held að ansi margir í handboltastéttinni, hvort sem það eru leikmenn eða þjálfarar, myndu ekki ná bóklega dómaraprófinu.“
Olís-deild karla Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira