Þingmenn bregðast við frásögn Vigdísar af fordómum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2022 14:26 Sigurður Ingi Jóhannsson á samkvæmt heimildum fréttastofu að hafa kallað Vigdísi „þá svörtu“ þegar sú hugmynd kviknaði að tekin yrði hópmynd þar sem haldið yrði á Vigdísi. Vísir/Hulda Margrét Þingmenn úr nokkrum flokkum hafa brugðist við færslu Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, sem segir Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra hafa viðhaft særandi ummæli um aðfaranótt föstudagsins síðastliðins á samkomu í tengslum við Búnaðarþing. Samkvæmt heimildum Vísis gerðist atvikið þar sem ummælin féllu eftir miðnætti aðfaranótt föstudags þegar sumir voru við skál. Hugmyndin var að fá mynd af hópi Sigurði Inga með hópi starfsmanna Bændasamtakanna. Upp kom sú hugmynd að þeir myndu halda á Vigdísi á mynd en þá sagði Sigurður Ingi eitthvað á þá leið: Á að lyfta þeirri svörtu? Hann forðaði sér við svo búið af vettvangi. Fjallað var um málið um helgina og sagði Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, algjört bull að ráðherrann hefði látið slík orð falla. Hann hefði sagst ekki vilja halda á Sjálfstæðismanni. „Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það,“ segir Vigdís. Nokkrir þingmenn hafa tjáð sig við færslu Vigdísar og sýna henni stuðning. „Það skiptir máli að öflug kona eins og þú svo sannarlega ert lúffir ekki fyrir gaslýsingu eins og þeirri sem borið hefur á. Það er mjög mikilvægt og hafðu þakkir fyrir,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm „Hlýjar kveðjur til þín kæra Vigdís,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. „Þú ert hetja,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Mikilvægt að þú segir söguna eins og hún er. Miður mín að heyra af þessu,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendir Vigdísi hjarta. Ekki hefur náðst í Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra eða Ingveldi Sæmundsdóttur aðstoðarmann hennar í dag þrátt fyrir endurteknar tilraunir. Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 15 með óundirbúnum fyrirspurnum. Má telja líklegt að málið beri á góma á þinginu í dag. Uppfært klukkan 15:11 Sigurður Ingi hefur beðist afsökunar á orðum sínum. Alþingi Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar. 4. apríl 2022 12:49 Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar óheppilegt“ „Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag. 4. apríl 2022 08:55 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis gerðist atvikið þar sem ummælin féllu eftir miðnætti aðfaranótt föstudags þegar sumir voru við skál. Hugmyndin var að fá mynd af hópi Sigurði Inga með hópi starfsmanna Bændasamtakanna. Upp kom sú hugmynd að þeir myndu halda á Vigdísi á mynd en þá sagði Sigurður Ingi eitthvað á þá leið: Á að lyfta þeirri svörtu? Hann forðaði sér við svo búið af vettvangi. Fjallað var um málið um helgina og sagði Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, algjört bull að ráðherrann hefði látið slík orð falla. Hann hefði sagst ekki vilja halda á Sjálfstæðismanni. „Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það,“ segir Vigdís. Nokkrir þingmenn hafa tjáð sig við færslu Vigdísar og sýna henni stuðning. „Það skiptir máli að öflug kona eins og þú svo sannarlega ert lúffir ekki fyrir gaslýsingu eins og þeirri sem borið hefur á. Það er mjög mikilvægt og hafðu þakkir fyrir,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm „Hlýjar kveðjur til þín kæra Vigdís,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. „Þú ert hetja,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Mikilvægt að þú segir söguna eins og hún er. Miður mín að heyra af þessu,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendir Vigdísi hjarta. Ekki hefur náðst í Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra eða Ingveldi Sæmundsdóttur aðstoðarmann hennar í dag þrátt fyrir endurteknar tilraunir. Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 15 með óundirbúnum fyrirspurnum. Má telja líklegt að málið beri á góma á þinginu í dag. Uppfært klukkan 15:11 Sigurður Ingi hefur beðist afsökunar á orðum sínum.
Alþingi Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar. 4. apríl 2022 12:49 Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar óheppilegt“ „Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag. 4. apríl 2022 08:55 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar. 4. apríl 2022 12:49
Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar óheppilegt“ „Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag. 4. apríl 2022 08:55