Fallið frá skerðingum á stórnotendur og fjarvarmaveitur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2022 14:05 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Landsvirkjun hefur fallið frá skerðingum á afhendingu raforku til stórnotenda og fjarvarmaveitna, í ljósi batnandi vatnsbúskapar síðustu daga. Fyrir helgi var fallið frá áformum um endurkaup raforku. Eftir stendur þó, að skerðingar til fiskimjölsverksmiðja munu vera óbreyttar enn um sinn. Staðan í vatnsbúskap Landsvirkjunar hefur verið með erfiðasta móti í vetur. Þurrkar síðastliðið haust og sumar gerðu það að verkum að Þórisvatn fylltist ekki, en það er mikilvægasta miðlunarlónið á stærsta vinnslusvæði Landsvirkjunar, segir í tilkynningu. Í desember síðastliðnum var tilkynnt um skerðingu á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja og í janúar var tilkynnt um skerðingar til stórnotenda og fjarvarmaveitna. „Á skömmum tíma hefur staðan batnað svo um munar. Hinn 10. mars sl. var reiknað með að skerðingar stæðu út aprílmánuð, en úrkoma og hlýnandi veður síðari hluta mars kollvarpaði þeim illspám. Sú breytta staða leiddi til þess að hægt var að tilkynna að ekki kæmi til endurkaupa á raforku, sem er síðasta og dýrasta úrræði okkar til að verjast lágri stöðu miðlunarforðans. Nú er svo komið að hægt er að vinda ofan af skerðingum.“ Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, fagnar tíðindunum. „Við erum ákaflega fegin því, fyrir okkar hönd og viðskiptavina okkar, að nú sjái fyrir endann á skerðingum hjá flestum. Við leggjum okkur alltaf fram um að mæta viðskiptavinum okkar af sanngirni og ég vil þakka þeim sérstaklega fyrir samstarfið og góðan skilning á erfiðri stöðu.“ Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Ekkert í raforkulögum sem tryggi að orkan fari í orkuskipti Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það sé ekkert í umgjörð raforkumála hér á landi sem geri stjórnvöldum kleift að ráðstafa roforku til orkuskipta því ekki sé búið að innleiða þriðja orkupakkann að fullu. Þar til það sé frágengið sé allt tal um fleiri virkjanir fyrir orkuskipti innantóm slagorð. 30. mars 2022 13:01 Landsvirkjun skerti orku til fiskimjölsbræðslna Landsvirkjun greip til þess ráðs í gær að skerða raforku til fiskimjölsbræðslna, fiskþurrkana og stórnotenda. Tekið er fram að þetta hafi einungis verið tímabundin skerðing vegna mikils álags og viðhalds þann daginn en mjölframleiðendum bent á að olía sé enn nauðsynlegur varaaflsgjafi. 2. desember 2021 10:20 Landsvirkjun hagnaðist um þrettán milljarða Landsvirkjun hagnaðist um 102,6 milljónir Bandaríkjadali eða 13,3 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins og er fjármunamyndun í sögulegum hæðum. Hagnaður nam 61,2 milljónum Bandaríkjadala á sama tímabili í fyrra. 19. nóvember 2021 15:19 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Staðan í vatnsbúskap Landsvirkjunar hefur verið með erfiðasta móti í vetur. Þurrkar síðastliðið haust og sumar gerðu það að verkum að Þórisvatn fylltist ekki, en það er mikilvægasta miðlunarlónið á stærsta vinnslusvæði Landsvirkjunar, segir í tilkynningu. Í desember síðastliðnum var tilkynnt um skerðingu á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja og í janúar var tilkynnt um skerðingar til stórnotenda og fjarvarmaveitna. „Á skömmum tíma hefur staðan batnað svo um munar. Hinn 10. mars sl. var reiknað með að skerðingar stæðu út aprílmánuð, en úrkoma og hlýnandi veður síðari hluta mars kollvarpaði þeim illspám. Sú breytta staða leiddi til þess að hægt var að tilkynna að ekki kæmi til endurkaupa á raforku, sem er síðasta og dýrasta úrræði okkar til að verjast lágri stöðu miðlunarforðans. Nú er svo komið að hægt er að vinda ofan af skerðingum.“ Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, fagnar tíðindunum. „Við erum ákaflega fegin því, fyrir okkar hönd og viðskiptavina okkar, að nú sjái fyrir endann á skerðingum hjá flestum. Við leggjum okkur alltaf fram um að mæta viðskiptavinum okkar af sanngirni og ég vil þakka þeim sérstaklega fyrir samstarfið og góðan skilning á erfiðri stöðu.“
Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Ekkert í raforkulögum sem tryggi að orkan fari í orkuskipti Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það sé ekkert í umgjörð raforkumála hér á landi sem geri stjórnvöldum kleift að ráðstafa roforku til orkuskipta því ekki sé búið að innleiða þriðja orkupakkann að fullu. Þar til það sé frágengið sé allt tal um fleiri virkjanir fyrir orkuskipti innantóm slagorð. 30. mars 2022 13:01 Landsvirkjun skerti orku til fiskimjölsbræðslna Landsvirkjun greip til þess ráðs í gær að skerða raforku til fiskimjölsbræðslna, fiskþurrkana og stórnotenda. Tekið er fram að þetta hafi einungis verið tímabundin skerðing vegna mikils álags og viðhalds þann daginn en mjölframleiðendum bent á að olía sé enn nauðsynlegur varaaflsgjafi. 2. desember 2021 10:20 Landsvirkjun hagnaðist um þrettán milljarða Landsvirkjun hagnaðist um 102,6 milljónir Bandaríkjadali eða 13,3 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins og er fjármunamyndun í sögulegum hæðum. Hagnaður nam 61,2 milljónum Bandaríkjadala á sama tímabili í fyrra. 19. nóvember 2021 15:19 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Ekkert í raforkulögum sem tryggi að orkan fari í orkuskipti Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það sé ekkert í umgjörð raforkumála hér á landi sem geri stjórnvöldum kleift að ráðstafa roforku til orkuskipta því ekki sé búið að innleiða þriðja orkupakkann að fullu. Þar til það sé frágengið sé allt tal um fleiri virkjanir fyrir orkuskipti innantóm slagorð. 30. mars 2022 13:01
Landsvirkjun skerti orku til fiskimjölsbræðslna Landsvirkjun greip til þess ráðs í gær að skerða raforku til fiskimjölsbræðslna, fiskþurrkana og stórnotenda. Tekið er fram að þetta hafi einungis verið tímabundin skerðing vegna mikils álags og viðhalds þann daginn en mjölframleiðendum bent á að olía sé enn nauðsynlegur varaaflsgjafi. 2. desember 2021 10:20
Landsvirkjun hagnaðist um þrettán milljarða Landsvirkjun hagnaðist um 102,6 milljónir Bandaríkjadali eða 13,3 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins og er fjármunamyndun í sögulegum hæðum. Hagnaður nam 61,2 milljónum Bandaríkjadala á sama tímabili í fyrra. 19. nóvember 2021 15:19