Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar óheppilegt“ Atli Ísleifsson skrifar 4. apríl 2022 08:55 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, voru í ólíku stuði þegar leiðir þeirra lágu saman í veislu Framsóknarflokksins að lokinni setningu Búnaðarþings á fimmtudagskvöldið. Vísir/Vilhelm „Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag. Morgunblaðið segir frá því að Lilja hafi tekið á móti Gunnari í móttökunni með spurningunni: „Gunnar, hvað ert þú að gera hér?“. Gunnar hafi þá gert tilraun til að faðma Lilju en hún stöðvað hann. Segir hann móttökurnar hafa verið á þann veg að hann hafi ekki séð ástæðu til að vera þar áfram og haldið aftur á hótelið. Gunnar segir í samtali við blaðið að Lilja hafi með þessu í raun verið vísa sér á dyr þó að Lilja sé þessu ósammála. Segist Lilja telja að Gunnar hafi með þessu móðgast óþarflega mikið, enda hafi hún verið að grínast með viðbrögðunum þegar Gunnar mætti á staðinn. Sem kona í stjórnmálum hafi hún auk þess ekki mikinn áhuga á faðmlögum. Við DV segir Lilja að það hafi alls ekki verið hennar upplifun að soðið hafi upp úr milli sín og Gunnars. „Sannleikurinn er sá að hann var hress og vildi faðma mig, sem var ekki gagnkvæmt. Þá kom á hann og hann fór. Að sjálfsögðu var Gunnar velkominn,“ segir Lilja. Lilja og Gunnar, sem áður var formaður Sambands garðyrkjubænda, hafa síðustu misserin deilt um Garðyrkjuskólann á Reykjum. Í tíð Lilju sem menntamálaráðherra var ákveðið að færa skólann undir Landbúnaðarháskólann – nokkuð sem Gunnar var óánægður með. Gunnar segir í samtali við Vísi að atvikið á fimmtudaginn hafi verið óheppilegt en að hann vilji ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Garðyrkja Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landbúnaður Tengdar fréttir Framsýnn landbúnaður Framsýnn landbúnaður er yfirskrift Búnaðarþings sem fram fer í dag. Fyrsta búnaðarþings eftir sameiningu Bændasamtaka Íslands. Yfirskriftin rímar vel við þann tón sem ég hef þegar slegið á mínum fyrstu vikum sem matvælaráðherra. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að vita að vita hvernig við viljum haga málum til lengri tíma. 31. mars 2022 11:24 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Sjá meira
Morgunblaðið segir frá því að Lilja hafi tekið á móti Gunnari í móttökunni með spurningunni: „Gunnar, hvað ert þú að gera hér?“. Gunnar hafi þá gert tilraun til að faðma Lilju en hún stöðvað hann. Segir hann móttökurnar hafa verið á þann veg að hann hafi ekki séð ástæðu til að vera þar áfram og haldið aftur á hótelið. Gunnar segir í samtali við blaðið að Lilja hafi með þessu í raun verið vísa sér á dyr þó að Lilja sé þessu ósammála. Segist Lilja telja að Gunnar hafi með þessu móðgast óþarflega mikið, enda hafi hún verið að grínast með viðbrögðunum þegar Gunnar mætti á staðinn. Sem kona í stjórnmálum hafi hún auk þess ekki mikinn áhuga á faðmlögum. Við DV segir Lilja að það hafi alls ekki verið hennar upplifun að soðið hafi upp úr milli sín og Gunnars. „Sannleikurinn er sá að hann var hress og vildi faðma mig, sem var ekki gagnkvæmt. Þá kom á hann og hann fór. Að sjálfsögðu var Gunnar velkominn,“ segir Lilja. Lilja og Gunnar, sem áður var formaður Sambands garðyrkjubænda, hafa síðustu misserin deilt um Garðyrkjuskólann á Reykjum. Í tíð Lilju sem menntamálaráðherra var ákveðið að færa skólann undir Landbúnaðarháskólann – nokkuð sem Gunnar var óánægður með. Gunnar segir í samtali við Vísi að atvikið á fimmtudaginn hafi verið óheppilegt en að hann vilji ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.
Garðyrkja Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landbúnaður Tengdar fréttir Framsýnn landbúnaður Framsýnn landbúnaður er yfirskrift Búnaðarþings sem fram fer í dag. Fyrsta búnaðarþings eftir sameiningu Bændasamtaka Íslands. Yfirskriftin rímar vel við þann tón sem ég hef þegar slegið á mínum fyrstu vikum sem matvælaráðherra. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að vita að vita hvernig við viljum haga málum til lengri tíma. 31. mars 2022 11:24 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Sjá meira
Framsýnn landbúnaður Framsýnn landbúnaður er yfirskrift Búnaðarþings sem fram fer í dag. Fyrsta búnaðarþings eftir sameiningu Bændasamtaka Íslands. Yfirskriftin rímar vel við þann tón sem ég hef þegar slegið á mínum fyrstu vikum sem matvælaráðherra. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að vita að vita hvernig við viljum haga málum til lengri tíma. 31. mars 2022 11:24