Með skilaboð til Íslendinga: „Hjálpin sem þið hafið veitt okkur gleymist aldrei“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. apríl 2022 20:31 Olexander er frá Kænugarði en hann kom til Íslands fyrir viku síðan. vísir Vesturbæingar og fyrirtæki í nágrenninu hafa tekið höndum saman við að útvega úkraínskum flóttamönnum sem dvelja á Hótel Sögu ýmsar nauðsynjar, þar á meðal sundkort. Við hittum flóttamann sem var með skilaboð til íslensku þjóðarinnar. Rúmlega níutíu flóttamenn dvelja nú í þessari sögufrægu byggingu og þá getur vantað ýmislegt. „Fólk getur vantað rosalega margt. Þetta er fólk sem er að koma beint úr stríðsástandi og er að koma beint af flugvellinum og er ekki einu sinni með föt á sig eða neitt. Vantar hreinlætisvörur, klósettpappír og alls konar hluti,“ segir Markús Már Efraím Sigurðsson, sjálfboðaliði sem hefur séð um að afla nauðsynjum fyrir flóttamannahópinn. Markús hefur haldið utan um söfnun fyrir hópinn.vísir Vesturbæingar hafa lagst á eitt og í dag hefur verið stríður straumur af fólki sem kemur með alls kyns nauðsynjavörur fyrir hópinn. „Föt, hjól fyrir krakkana, leikföng, alls konar nauðsynjar, svona hluti sem manni dettur ekki einu sinni í hug alltaf; dömubindi, bleyjur og annað slíkt,“ segir Markús. Þá hafa veitingastaðir í nágrenninu einnig fært fólkinu mat. Markús stofnaði síðu á Facebook þar sem búið er að koma á skilvirku kerfi til að halda utan um hvað flóttamennirnir þurfa, svo fólk komi ekki með allt of mikið af óþörfum hlutum. Á leiðinni í sund Við hittum Olexander sem flúði heimili sitt í Kænugarði og kom til Íslands fyrir viku síðan fyrir utan Hótel Sögu í dag, sem var afar þakklátur Vesturbæingum: „Ég hef aldrei orðið aðnjótandi svo mikillar hjálpar eins og hér,“ segir hann. „Við erum ykkur afar þakklát. Við gleymum aldrei þessari hjartagæsku. Hjálpin sem þið hafið veitt okkur gleymist aldrei.“ Meðal þess sem hópurinn hefur fengið er þriggja mánaða sundkort og var Olexander einmitt á leið í sund með krökkum en þeir eru margir á hótelinu. „Þetta eru mest börn, en líka fullorðnir, við erum um tíu menn alls hér. Við reynum að hjálpa og gera okkar besta,“ segir Olexander. „Mig langar að segja við ykkur Íslendinga: Kærar þakkir fyrir hlýjuna og stuðninginn. Við erum mjög þakklát. Kærar þakkir.“ Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vesturbæingar sjá um hundrað flóttamönnum á Hótel Sögu fyrir nauðsynjum Tæplega eitt hundrað úkraínskir flóttamenn, konur og börn, hafa fengið þak yfir höfuðið í Bændahöllinni, þar sem Hótel Saga var þar til nýlega. Svo virðist sem fólkið fái ekki mikið meira en þak yfir höfuðið enda hafa íbúar Vesturbæjar tekið það á sig að verða fólkinu úti um helstu nauðsynjar. 2. apríl 2022 23:03 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira
Rúmlega níutíu flóttamenn dvelja nú í þessari sögufrægu byggingu og þá getur vantað ýmislegt. „Fólk getur vantað rosalega margt. Þetta er fólk sem er að koma beint úr stríðsástandi og er að koma beint af flugvellinum og er ekki einu sinni með föt á sig eða neitt. Vantar hreinlætisvörur, klósettpappír og alls konar hluti,“ segir Markús Már Efraím Sigurðsson, sjálfboðaliði sem hefur séð um að afla nauðsynjum fyrir flóttamannahópinn. Markús hefur haldið utan um söfnun fyrir hópinn.vísir Vesturbæingar hafa lagst á eitt og í dag hefur verið stríður straumur af fólki sem kemur með alls kyns nauðsynjavörur fyrir hópinn. „Föt, hjól fyrir krakkana, leikföng, alls konar nauðsynjar, svona hluti sem manni dettur ekki einu sinni í hug alltaf; dömubindi, bleyjur og annað slíkt,“ segir Markús. Þá hafa veitingastaðir í nágrenninu einnig fært fólkinu mat. Markús stofnaði síðu á Facebook þar sem búið er að koma á skilvirku kerfi til að halda utan um hvað flóttamennirnir þurfa, svo fólk komi ekki með allt of mikið af óþörfum hlutum. Á leiðinni í sund Við hittum Olexander sem flúði heimili sitt í Kænugarði og kom til Íslands fyrir viku síðan fyrir utan Hótel Sögu í dag, sem var afar þakklátur Vesturbæingum: „Ég hef aldrei orðið aðnjótandi svo mikillar hjálpar eins og hér,“ segir hann. „Við erum ykkur afar þakklát. Við gleymum aldrei þessari hjartagæsku. Hjálpin sem þið hafið veitt okkur gleymist aldrei.“ Meðal þess sem hópurinn hefur fengið er þriggja mánaða sundkort og var Olexander einmitt á leið í sund með krökkum en þeir eru margir á hótelinu. „Þetta eru mest börn, en líka fullorðnir, við erum um tíu menn alls hér. Við reynum að hjálpa og gera okkar besta,“ segir Olexander. „Mig langar að segja við ykkur Íslendinga: Kærar þakkir fyrir hlýjuna og stuðninginn. Við erum mjög þakklát. Kærar þakkir.“
Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vesturbæingar sjá um hundrað flóttamönnum á Hótel Sögu fyrir nauðsynjum Tæplega eitt hundrað úkraínskir flóttamenn, konur og börn, hafa fengið þak yfir höfuðið í Bændahöllinni, þar sem Hótel Saga var þar til nýlega. Svo virðist sem fólkið fái ekki mikið meira en þak yfir höfuðið enda hafa íbúar Vesturbæjar tekið það á sig að verða fólkinu úti um helstu nauðsynjar. 2. apríl 2022 23:03 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira
Vesturbæingar sjá um hundrað flóttamönnum á Hótel Sögu fyrir nauðsynjum Tæplega eitt hundrað úkraínskir flóttamenn, konur og börn, hafa fengið þak yfir höfuðið í Bændahöllinni, þar sem Hótel Saga var þar til nýlega. Svo virðist sem fólkið fái ekki mikið meira en þak yfir höfuðið enda hafa íbúar Vesturbæjar tekið það á sig að verða fólkinu úti um helstu nauðsynjar. 2. apríl 2022 23:03