Nýtt í Sundhöll Selfoss – Klór úr salti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. apríl 2022 13:03 Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg kveikti formlega á nýja kerfinu í vikunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýtt klórframleiðslukerfi hefur verið tekið í notkun í Sundhöll Selfoss, sem er miklu umhverfisvænna og hagkvæmara í rekstri heldur en aðkeypti klórinn og kolsýran sem var keyptum áður fyrir laugina. Nýi búnaðurinn framleiðir klór úr salti. Sundhöll Selfoss er einn af vinsælustu stöðunum hjá heimamönnum og ferðamönnum enda koma þar um 370 þúsund gestir árlega. Klór skipar stóran sess í sundlaugum. Margir eru viðkvæmir fyrir klórnum en aðrir finna ekki fyrir honum. Pokar fullir af salti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú var verið að taka í notkun nýtt klórframleiðslukerfi í sundlauginni, sem kemur frá Hollandi og kostaði um 45 milljónir króna. Magnús Gísli Sveinsson er forstöðumaður Sundhallar Selfoss. „Þessi búnaður framleiðir klór úr salti þannig að það verður til klórgas, sem fer beint út í laugarnar og hefur þessi góðu umhverfisvænu áhrif í staðinn fyrir gamla klórinn, sem fólk hafði ákveðið óþol fyrir. Þetta er ótrúlega flott tækni og mögnuð því við þurfum eiginlega ekkert að koma þessu. Þessi búnaður hefur verið í 11 ár á Íslandi og reynslan hefur sýnt fram á að hann endist mjög vel og er bæði umhverfisvænn og sparar mikið fjármagn,“ segir Magnús Gísli. Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður Sundhallar Selfoss er alsæll með nýja klórframleiðslukerfið í sundlauginni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús segir að sundlaugargestir eigi að finna miklu minni klórlykt með nýja búnaðinum, sundfatnaður endist lengur og þá sé allt annað vinnuumhverfi fyrir starfsfólk laugarinnar með nýja búnaðinum. Salt í blandaranum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er eiginlega risaskref, þetta er langstærsta skrefið og svo langar okkur að taka það eins langt og hægt er með því að fara í Svansvottun, en það væri verðugt markmið að fara þangað,“ bætir hann við. Magnús segist vera mjög bjartsýnn með vorið og sumarið hvað varðar gestafjölda í Sundhöll Selfoss. „Já, ég á von á mikilli aukningu í sumar, bæði Íslendingum og ferðamönnum erlendum, þannig að við erum bara spennt fyrir sumrinu og höldum í vonina að við fáum að uppfæra hjá okkur útisvæðið á næstu árum.“ Bæjarfulltrúar í Árborg fengu m.a. kynningu á nýja kerfinu í Sundhöll Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Sundlaugar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Sundhöll Selfoss er einn af vinsælustu stöðunum hjá heimamönnum og ferðamönnum enda koma þar um 370 þúsund gestir árlega. Klór skipar stóran sess í sundlaugum. Margir eru viðkvæmir fyrir klórnum en aðrir finna ekki fyrir honum. Pokar fullir af salti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú var verið að taka í notkun nýtt klórframleiðslukerfi í sundlauginni, sem kemur frá Hollandi og kostaði um 45 milljónir króna. Magnús Gísli Sveinsson er forstöðumaður Sundhallar Selfoss. „Þessi búnaður framleiðir klór úr salti þannig að það verður til klórgas, sem fer beint út í laugarnar og hefur þessi góðu umhverfisvænu áhrif í staðinn fyrir gamla klórinn, sem fólk hafði ákveðið óþol fyrir. Þetta er ótrúlega flott tækni og mögnuð því við þurfum eiginlega ekkert að koma þessu. Þessi búnaður hefur verið í 11 ár á Íslandi og reynslan hefur sýnt fram á að hann endist mjög vel og er bæði umhverfisvænn og sparar mikið fjármagn,“ segir Magnús Gísli. Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður Sundhallar Selfoss er alsæll með nýja klórframleiðslukerfið í sundlauginni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús segir að sundlaugargestir eigi að finna miklu minni klórlykt með nýja búnaðinum, sundfatnaður endist lengur og þá sé allt annað vinnuumhverfi fyrir starfsfólk laugarinnar með nýja búnaðinum. Salt í blandaranum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er eiginlega risaskref, þetta er langstærsta skrefið og svo langar okkur að taka það eins langt og hægt er með því að fara í Svansvottun, en það væri verðugt markmið að fara þangað,“ bætir hann við. Magnús segist vera mjög bjartsýnn með vorið og sumarið hvað varðar gestafjölda í Sundhöll Selfoss. „Já, ég á von á mikilli aukningu í sumar, bæði Íslendingum og ferðamönnum erlendum, þannig að við erum bara spennt fyrir sumrinu og höldum í vonina að við fáum að uppfæra hjá okkur útisvæðið á næstu árum.“ Bæjarfulltrúar í Árborg fengu m.a. kynningu á nýja kerfinu í Sundhöll Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Sundlaugar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira