Orban enn á ný talinn líklegur til sigurs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2022 10:18 Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands og eiginkona hans Aniko Levai greiddu atkvæði í Búdapest í morgun. Getty/Janos Kummer Talið er líklegt að Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, muni halda velli eftir þingkosningar sem fara fram í dag. Orban er sá leiðtogi í Evrópu sem lengst hefur setið á valdastóli samfleytt, utan einræðisherranna í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. Beri hægri-þjóðernisflokkur Orbans sigur úr bítum mun hann framlengja tólf ára setu sína á valdastóli. Annað er talið ólíklegt enda stjórnar flokkur hans útgefnu efni fjölmiðla með harðri hendi. Bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á valdatíð Fidesz-flokksins en oft á tíðum hefur stjórnarandstöðunni gengið erfiðlega að tala einum rómi í kosningabaráttunni enda spanna bandalagsflokkarnir sex flest róf stjórnmála, flokka bæði yst á hægri og vinstri ás stjórnmálanna, frjálslynda og græningja. Sameinaðir stjórnarandstöðuflokkar og ytri ógn, stríðið í nágrannalandinu Úkraínu, hefur þó haft það í för með sér að stjórnarandstöðuflokkarnir eru samkvæmt skoðanakönnunum tæpir á því að bera sigur úr bítum. Allt er þó enn mögulegt og þetta er í fyrsta sinn síðan stjórnmálaflokkur Orbans tók völd árið 2010 sem hætta er á að flokkurinn sigri ekki kosningar. Leiðtogi stjórnarandstöðubandalagsins, hinn 49 ára gamli íhaldsmaður Peter Marki-Zay, sagðist í morgun vongóður um að þingkosningar muni breyta stefnu Ungverjalands. Marki-Zay greiddi atkvæði sitt í morgun ásamt eiginkonu sinni og börnum í heimabænum Hodmezovasarhely í suðurhluta Ungverjalands. Borgarstjóri Hodmeovasarhely sagði í morgun að Ungverjar væru nú að ákveða hvort spillt hægri-popúlistastjórn Orbans, sem hefði hundsað gang lýðræðis og kúgað fjölmiðla undanfarin tólf ár, fengi að halda völdum. Samkvæmt nýjustu útgönguspám Zavecz Research leiðir Fidesz með 39% atkvæða gegn 36% atkvæða stjórnarandstöðubanfalagsins. Einn fimmti kjósenda hefur enn ekki ákveðið hvað hann mun kjósa. Marki-Zay hefur lýst því yfir að kjósendur væru að ákveða milli austurs og vesturs. Orban hefur haft þá stefnu að snúa frekar að Rússlandi en Evrópusambandinu. Hann hefur til dæmis neitað að taka þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Ungverjaland Tengdar fréttir Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. 31. mars 2022 14:43 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Beri hægri-þjóðernisflokkur Orbans sigur úr bítum mun hann framlengja tólf ára setu sína á valdastóli. Annað er talið ólíklegt enda stjórnar flokkur hans útgefnu efni fjölmiðla með harðri hendi. Bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á valdatíð Fidesz-flokksins en oft á tíðum hefur stjórnarandstöðunni gengið erfiðlega að tala einum rómi í kosningabaráttunni enda spanna bandalagsflokkarnir sex flest róf stjórnmála, flokka bæði yst á hægri og vinstri ás stjórnmálanna, frjálslynda og græningja. Sameinaðir stjórnarandstöðuflokkar og ytri ógn, stríðið í nágrannalandinu Úkraínu, hefur þó haft það í för með sér að stjórnarandstöðuflokkarnir eru samkvæmt skoðanakönnunum tæpir á því að bera sigur úr bítum. Allt er þó enn mögulegt og þetta er í fyrsta sinn síðan stjórnmálaflokkur Orbans tók völd árið 2010 sem hætta er á að flokkurinn sigri ekki kosningar. Leiðtogi stjórnarandstöðubandalagsins, hinn 49 ára gamli íhaldsmaður Peter Marki-Zay, sagðist í morgun vongóður um að þingkosningar muni breyta stefnu Ungverjalands. Marki-Zay greiddi atkvæði sitt í morgun ásamt eiginkonu sinni og börnum í heimabænum Hodmezovasarhely í suðurhluta Ungverjalands. Borgarstjóri Hodmeovasarhely sagði í morgun að Ungverjar væru nú að ákveða hvort spillt hægri-popúlistastjórn Orbans, sem hefði hundsað gang lýðræðis og kúgað fjölmiðla undanfarin tólf ár, fengi að halda völdum. Samkvæmt nýjustu útgönguspám Zavecz Research leiðir Fidesz með 39% atkvæða gegn 36% atkvæða stjórnarandstöðubanfalagsins. Einn fimmti kjósenda hefur enn ekki ákveðið hvað hann mun kjósa. Marki-Zay hefur lýst því yfir að kjósendur væru að ákveða milli austurs og vesturs. Orban hefur haft þá stefnu að snúa frekar að Rússlandi en Evrópusambandinu. Hann hefur til dæmis neitað að taka þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi.
Ungverjaland Tengdar fréttir Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. 31. mars 2022 14:43 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. 31. mars 2022 14:43