Barcelona kom til baka eftir að fá á sig draumamark: Skoruðu sex í síðari hálfleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. apríl 2022 13:10 Leikmenn Barcelona fagna einu af sex mörkm sínum í dag. Twitter@FCBfemeni Það virðist sem einhver sigurþynnka hafi verið í leikmönnum Barcelona eftir magnaðan 5-2 sigur á Real Madríd í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Liðið tók á móti Villareal í dag og var marki undir í hálfleik, það kom ekki að sök þar sem liðið vann á endanum 6-1 sigur. Yfirburðir kvennaliðs Barcelona á Spáni – og í Evrópu – eru gríðarlegir. Ríkjandi Spánar- og Evrópumeistarar unnu stórbrotinn sigur á Real Madríd í liðinni viku þar sem heimsmet var sett. Aldrei hafa fleiri komið saman og séð leik í kvennaknattspyrnu. Það virðist sem veislan í miðri viku hafi aðeins setið í leikmönnum liðsins en þær voru mjög óvænt 0-1 undir á heimavelli gegn Villareal. Mark gestanna var af dýrari gerðinni og verðskulduðu þær forystuna. Hvað sem átti sér stað í klefa Börsunga í hálfleik þá svínvirkaði það. OH MY (via @esport3)pic.twitter.com/rElLVz0plj— B/R Football (@brfootball) April 2, 2022 Ekki nóg með að þrumuræðan hafi virkað heldur skiluðu skiptingarnar sér strax. Hin unga Claudio Pina kom inn af bekknum og skoraði strax tveimur mínútum síðar. Mínútu eftir það hafði hún komið Barcelona 2-1 yfir og leikurinn algerlega snúist við. Ana-Maria Crnogorcevic kom Börsungum í 3-1 áður en Pina fullkomnaði þrennu sína. Hinar norsku Ingrid Syrstad Engen og Caroline Hansen bættu svo við fimmta og sjötta markinu, lokatölur 6-1 toppliðinu í vil. Barcelona er enn með fullt hús stiga á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar, 78 stig eftir 26 leiki. Liðið hefur skorað 144 mörk og aðeins fengið á sig átta. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Sjá meira
Yfirburðir kvennaliðs Barcelona á Spáni – og í Evrópu – eru gríðarlegir. Ríkjandi Spánar- og Evrópumeistarar unnu stórbrotinn sigur á Real Madríd í liðinni viku þar sem heimsmet var sett. Aldrei hafa fleiri komið saman og séð leik í kvennaknattspyrnu. Það virðist sem veislan í miðri viku hafi aðeins setið í leikmönnum liðsins en þær voru mjög óvænt 0-1 undir á heimavelli gegn Villareal. Mark gestanna var af dýrari gerðinni og verðskulduðu þær forystuna. Hvað sem átti sér stað í klefa Börsunga í hálfleik þá svínvirkaði það. OH MY (via @esport3)pic.twitter.com/rElLVz0plj— B/R Football (@brfootball) April 2, 2022 Ekki nóg með að þrumuræðan hafi virkað heldur skiluðu skiptingarnar sér strax. Hin unga Claudio Pina kom inn af bekknum og skoraði strax tveimur mínútum síðar. Mínútu eftir það hafði hún komið Barcelona 2-1 yfir og leikurinn algerlega snúist við. Ana-Maria Crnogorcevic kom Börsungum í 3-1 áður en Pina fullkomnaði þrennu sína. Hinar norsku Ingrid Syrstad Engen og Caroline Hansen bættu svo við fimmta og sjötta markinu, lokatölur 6-1 toppliðinu í vil. Barcelona er enn með fullt hús stiga á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar, 78 stig eftir 26 leiki. Liðið hefur skorað 144 mörk og aðeins fengið á sig átta.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Sjá meira