Vara við fuglaflensu sem berist líklega til landsins með vorinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2022 10:48 Fuglaflensan mun líklega berast hingað til lands með farfuglum í vor. Getty Ekkert lát er á útbreiðslu skæðrar fuglaflensu í Evrópu, bæði í alifuglum og villtum fuglum. Sérstakar reglur um tímabundnar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja að flensan berist í íslenska fugla hafa verið setttar í gildi. Samkvæmt nýjum reglum þurfa fuglaeigendur að gæta sérstakra sóttvarna til að fyrirbyggja að fuglaflensuveirur berist í fuglana þeirra úr villtum fuglum. Mörg tilfelli af fuglaflensu, í flestum tilfellum H5N1 afbrigði veirunnar, hafa verið á svæðum þar sem íslenskir farfuglr hafa vetursetu eða fara um á leið sinni til landsins. Fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun að nær öruggt sé að farfuglar beri veiruna með sér til landsins í ár. Rannsóknir á dauða svartbaka í Austur-Kanada í lok síðasta árs sýndu fram á að skæðar fuglaflensuveirur bárust með villtum fulum þangað frá Evrópu í fyrrasumar eða haust, líklegast með farfuglum sem komu við á Íslandi og Grænlandi. Gera má ráð fyrir að þetta endurtaki sig í ár og er því mikilvægt að fuglaeigendur geri ráðstafanir til að draga úr hættu á smiti frá villtum fuglum í fuglana sína. Þá þurfi að muna hina þrjá mikilvægu þættina í sóttvörnum: Aðskilnað, þrif og sótthreinsun. Það feli einna helst í sér aðskilnað villtra fugla frá fuglum í haldi, til dæmis með því að hafa fuglana inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum og tryggja að ekkert í umhverfi fuglahúsanna laði að villta fugla. Þá er almenningur hvattur til að tilkynna dauða villtra fugla ef ekki er augljóst að þeir hafi drepist af slysförum. Best er að gera það með því að skrá ábendingu á heimasíðu MAST. Öllum þeim sem halda alifugla og aðra fugla, er skylt að fylgja eftirfarandi reglum: 1. Fuglahús og umhverfi þeirra. Fuglarnir skulu hafðir inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum. Tryggja skal góðan aðskilnað milli alifugla og villtra fugla. Hús og gerði skulu fuglaheld. Tryggja skal að ekkert í umhverfi fuglahúsanna laði að villta fugla. Setja skal hatta á allar lóðréttar loftræstitúður á fuglahúsum, nema þar sem um er að ræða útblástur vélrænnar loftræstingar. Setja skal fuglanet fyrir allar loftræstitúður, op og glugga á fuglahúsum. 2. Umgengni og umhirða. Öllum óviðkomandi skal bannaður aðgangur að fuglahúsum. Allir sem sinna fuglunum skulu nota hlífðarfatnað (galla og stígvél), sem eingöngu er notaður þar, og skulu þeir einnig þvo og sótthreinsa hendur fyrir og eftir umhirðu fuglanna. 3. Fóður og drykkjarvatn. Fóður og drykkjarvatn fuglanna má ekki vera aðgengilegt villtum fuglum. Drykkjarvatnsból skulu vel frágengin þannig að ekki berist í þau yfirborðsvatn og fugladrit. 4. Flutningar. Sýningarhald og aðrar samkomur með fugla er bannað. Ekki skal flytja fugla milli staða nema vitað sé að heilsufar fugla á báðum stöðum sé gott. Skrá skal alla flutninga á fuglum, hvenær flutningarnir fóru fram og hvert og hvaðan þeir voru fluttir. Skráin skal vera aðgengileg Matvælastofnun ef hún óskar eftir henni. 5. Úrgangur. Farga skal öllum úrgangi úr fuglahúsum þannig að ekki stafi smithætta af honum fyrir alifugla og aðra fugla í haldi. Dýr Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Samkvæmt nýjum reglum þurfa fuglaeigendur að gæta sérstakra sóttvarna til að fyrirbyggja að fuglaflensuveirur berist í fuglana þeirra úr villtum fuglum. Mörg tilfelli af fuglaflensu, í flestum tilfellum H5N1 afbrigði veirunnar, hafa verið á svæðum þar sem íslenskir farfuglr hafa vetursetu eða fara um á leið sinni til landsins. Fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun að nær öruggt sé að farfuglar beri veiruna með sér til landsins í ár. Rannsóknir á dauða svartbaka í Austur-Kanada í lok síðasta árs sýndu fram á að skæðar fuglaflensuveirur bárust með villtum fulum þangað frá Evrópu í fyrrasumar eða haust, líklegast með farfuglum sem komu við á Íslandi og Grænlandi. Gera má ráð fyrir að þetta endurtaki sig í ár og er því mikilvægt að fuglaeigendur geri ráðstafanir til að draga úr hættu á smiti frá villtum fuglum í fuglana sína. Þá þurfi að muna hina þrjá mikilvægu þættina í sóttvörnum: Aðskilnað, þrif og sótthreinsun. Það feli einna helst í sér aðskilnað villtra fugla frá fuglum í haldi, til dæmis með því að hafa fuglana inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum og tryggja að ekkert í umhverfi fuglahúsanna laði að villta fugla. Þá er almenningur hvattur til að tilkynna dauða villtra fugla ef ekki er augljóst að þeir hafi drepist af slysförum. Best er að gera það með því að skrá ábendingu á heimasíðu MAST. Öllum þeim sem halda alifugla og aðra fugla, er skylt að fylgja eftirfarandi reglum: 1. Fuglahús og umhverfi þeirra. Fuglarnir skulu hafðir inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum. Tryggja skal góðan aðskilnað milli alifugla og villtra fugla. Hús og gerði skulu fuglaheld. Tryggja skal að ekkert í umhverfi fuglahúsanna laði að villta fugla. Setja skal hatta á allar lóðréttar loftræstitúður á fuglahúsum, nema þar sem um er að ræða útblástur vélrænnar loftræstingar. Setja skal fuglanet fyrir allar loftræstitúður, op og glugga á fuglahúsum. 2. Umgengni og umhirða. Öllum óviðkomandi skal bannaður aðgangur að fuglahúsum. Allir sem sinna fuglunum skulu nota hlífðarfatnað (galla og stígvél), sem eingöngu er notaður þar, og skulu þeir einnig þvo og sótthreinsa hendur fyrir og eftir umhirðu fuglanna. 3. Fóður og drykkjarvatn. Fóður og drykkjarvatn fuglanna má ekki vera aðgengilegt villtum fuglum. Drykkjarvatnsból skulu vel frágengin þannig að ekki berist í þau yfirborðsvatn og fugladrit. 4. Flutningar. Sýningarhald og aðrar samkomur með fugla er bannað. Ekki skal flytja fugla milli staða nema vitað sé að heilsufar fugla á báðum stöðum sé gott. Skrá skal alla flutninga á fuglum, hvenær flutningarnir fóru fram og hvert og hvaðan þeir voru fluttir. Skráin skal vera aðgengileg Matvælastofnun ef hún óskar eftir henni. 5. Úrgangur. Farga skal öllum úrgangi úr fuglahúsum þannig að ekki stafi smithætta af honum fyrir alifugla og aðra fugla í haldi.
1. Fuglahús og umhverfi þeirra. Fuglarnir skulu hafðir inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum. Tryggja skal góðan aðskilnað milli alifugla og villtra fugla. Hús og gerði skulu fuglaheld. Tryggja skal að ekkert í umhverfi fuglahúsanna laði að villta fugla. Setja skal hatta á allar lóðréttar loftræstitúður á fuglahúsum, nema þar sem um er að ræða útblástur vélrænnar loftræstingar. Setja skal fuglanet fyrir allar loftræstitúður, op og glugga á fuglahúsum. 2. Umgengni og umhirða. Öllum óviðkomandi skal bannaður aðgangur að fuglahúsum. Allir sem sinna fuglunum skulu nota hlífðarfatnað (galla og stígvél), sem eingöngu er notaður þar, og skulu þeir einnig þvo og sótthreinsa hendur fyrir og eftir umhirðu fuglanna. 3. Fóður og drykkjarvatn. Fóður og drykkjarvatn fuglanna má ekki vera aðgengilegt villtum fuglum. Drykkjarvatnsból skulu vel frágengin þannig að ekki berist í þau yfirborðsvatn og fugladrit. 4. Flutningar. Sýningarhald og aðrar samkomur með fugla er bannað. Ekki skal flytja fugla milli staða nema vitað sé að heilsufar fugla á báðum stöðum sé gott. Skrá skal alla flutninga á fuglum, hvenær flutningarnir fóru fram og hvert og hvaðan þeir voru fluttir. Skráin skal vera aðgengileg Matvælastofnun ef hún óskar eftir henni. 5. Úrgangur. Farga skal öllum úrgangi úr fuglahúsum þannig að ekki stafi smithætta af honum fyrir alifugla og aðra fugla í haldi.
Dýr Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira