LeBron og Davis með en Lakers tapaði samt | Grizzlies vann toppslaginn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. apríl 2022 09:00 Lakers tapaði enn á ný í nótt. Skipti litlu þó þessir væru báðir á gólfinu. Kevork Djansezian/Getty Images Mislukkað apríl gabb LeBron James varð enn ófyndnara þegar hann lék með Los Angeles Lakers tapaði gegn New Orleans Pelicans í nótt með LeBron og Anthony Davis innanborðs. Memphis Grizzlies vann Phoenix Suns í uppgjöri toppliða Vesturdeildar og þá skoraði Los Angeles Clippers 153 stig gegn meisturum Milwaukee Bucks. Fyrir leik Lakers og Pelicans tísti James að hann væri frá út tímabilið vegna meiðsla og hann myndi sjá stuðningsfólk liðsins aftur næsta haust. Féll það ekki vel í kramið hjá aðdáendum Lakers sem eru frekar pirruð á slöku gengi. LeBron var hins vegar í byrjunarliði liðsins þegar það fékk Pelicans í heimsókn en um var að ræða gríðarlega mikilvægan leik varðandi sæti í umspilinu um að komast í úrslitakeppnina. Það sem meira var, Davis sneri aftur og loks virtist Lakers með fullskipað lið. Það skipti þó litlu máli þar sem liðið tapaði 114-111 og á litla sem enga möguleika á að komast í úrslitakeppnina. LeBron fékk tækifæri til að jafna leikinn með síðasta skoti leiksins en honum tókst ekki að bæta við þau 38 stig sem hann hafði þá þegar skorað. Davis skoraði 23 stig í endurkomunni og tók 12 fráköst. Hjá Pelicans skoraði CJ McCollum 32 stig og Brandon Ingram 29 stig. Tíst Dillon Brooks skoraði 30 stig er Memphis vann átta stiga sigur á besta liði deildarinnar, Phoenix Suns, lokatölur 122-114. Devin Booker skoraði 1 stig í liði Suns en það dugði ekki til. The @memgrizz extended their win streak to 7 powered by Dillon Brooks, who led the team with 30 points in a battle of the top 2 teams out west! #GrindCity @dillonbrooks24: 30 PTS, 4 REB, 7 AST pic.twitter.com/TYt6e6CRA4— NBA (@NBA) April 2, 2022 Giannis Antetokounmpo lék ekki með Milwaukee Bucks er liðið steinlá gegn Los Angeles Clippers á heimavelli, 119-153. Clippers hefur aldrei skorað meira í einum leik. Jordan Nwora skoraði 28 stig í liði Bucks og Bobby Portis 25 en það dugir ekki ef menn spila ekki vörn. Robert Covington skoraði 43 stig í liði Clippers en hann hitti úr alls 11 þriggja stiga skotum í leiknum, það er einnig met hjá félaginu. Á eftir Covington kom svo Amir Coffey með 32 stig. What a night for Robert Covington (@Holla_At_Rob33), he led the @LAClippers offense to a franchise-record 153 points while setting his career-high in points and 3PM! #ClipperNation 43 PTS (career high) 8 REB 2 STL 3 BLK 11 3PM (career high & franchise record) pic.twitter.com/yiez0rUKL9— NBA (@NBA) April 2, 2022 Önnur úrslit Washington Wizards 135-103 Dallas Mavericks Orlando Magic 89-102 Toronto Raptors Boston Celtics 128-123 Indiana Pacers Oklahoma City Thunder 101-110 Detroit Pistons Houston Rockets 117-122 Sacramento Kings San Antonio Spurs 130-111 Portland Trail Blazers Denver Nuggets 130-136 Minnesota Timberwolves The NBA Standings after Friday night! Teams ranked 7-10 will compete in the Play-In Tournament to secure the final two spots for each conference in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel.https://t.co/xhCSbzNSi7 pic.twitter.com/009hsNgxAh— NBA (@NBA) April 2, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Memphis Grizzlies vann Phoenix Suns í uppgjöri toppliða Vesturdeildar og þá skoraði Los Angeles Clippers 153 stig gegn meisturum Milwaukee Bucks. Fyrir leik Lakers og Pelicans tísti James að hann væri frá út tímabilið vegna meiðsla og hann myndi sjá stuðningsfólk liðsins aftur næsta haust. Féll það ekki vel í kramið hjá aðdáendum Lakers sem eru frekar pirruð á slöku gengi. LeBron var hins vegar í byrjunarliði liðsins þegar það fékk Pelicans í heimsókn en um var að ræða gríðarlega mikilvægan leik varðandi sæti í umspilinu um að komast í úrslitakeppnina. Það sem meira var, Davis sneri aftur og loks virtist Lakers með fullskipað lið. Það skipti þó litlu máli þar sem liðið tapaði 114-111 og á litla sem enga möguleika á að komast í úrslitakeppnina. LeBron fékk tækifæri til að jafna leikinn með síðasta skoti leiksins en honum tókst ekki að bæta við þau 38 stig sem hann hafði þá þegar skorað. Davis skoraði 23 stig í endurkomunni og tók 12 fráköst. Hjá Pelicans skoraði CJ McCollum 32 stig og Brandon Ingram 29 stig. Tíst Dillon Brooks skoraði 30 stig er Memphis vann átta stiga sigur á besta liði deildarinnar, Phoenix Suns, lokatölur 122-114. Devin Booker skoraði 1 stig í liði Suns en það dugði ekki til. The @memgrizz extended their win streak to 7 powered by Dillon Brooks, who led the team with 30 points in a battle of the top 2 teams out west! #GrindCity @dillonbrooks24: 30 PTS, 4 REB, 7 AST pic.twitter.com/TYt6e6CRA4— NBA (@NBA) April 2, 2022 Giannis Antetokounmpo lék ekki með Milwaukee Bucks er liðið steinlá gegn Los Angeles Clippers á heimavelli, 119-153. Clippers hefur aldrei skorað meira í einum leik. Jordan Nwora skoraði 28 stig í liði Bucks og Bobby Portis 25 en það dugir ekki ef menn spila ekki vörn. Robert Covington skoraði 43 stig í liði Clippers en hann hitti úr alls 11 þriggja stiga skotum í leiknum, það er einnig met hjá félaginu. Á eftir Covington kom svo Amir Coffey með 32 stig. What a night for Robert Covington (@Holla_At_Rob33), he led the @LAClippers offense to a franchise-record 153 points while setting his career-high in points and 3PM! #ClipperNation 43 PTS (career high) 8 REB 2 STL 3 BLK 11 3PM (career high & franchise record) pic.twitter.com/yiez0rUKL9— NBA (@NBA) April 2, 2022 Önnur úrslit Washington Wizards 135-103 Dallas Mavericks Orlando Magic 89-102 Toronto Raptors Boston Celtics 128-123 Indiana Pacers Oklahoma City Thunder 101-110 Detroit Pistons Houston Rockets 117-122 Sacramento Kings San Antonio Spurs 130-111 Portland Trail Blazers Denver Nuggets 130-136 Minnesota Timberwolves The NBA Standings after Friday night! Teams ranked 7-10 will compete in the Play-In Tournament to secure the final two spots for each conference in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel.https://t.co/xhCSbzNSi7 pic.twitter.com/009hsNgxAh— NBA (@NBA) April 2, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira