Körfubolti

LeBron segist frá út tímabilið: Aprílgabb?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Brandarakall eða ekki?
Brandarakall eða ekki? Sean Gardner/Getty Images

LeBron James, helsta stjarna Los Angeles Lakers, sendi frá sér tíst í dag. Þar stóð að hann væri meiddur út tímabilið. Hvort um sé að ræða mislukkað 1. apríl gabb er ekki víst en svo er almennt talið.

LeBron hefur verið að glíma við ýmis meiðsli að undanförnu enda orðinn 37 ára gamall. Hann er þrátt fyrir það langbesti leikmaður Lakers sem er að eiga ömurlegt tímabilið. Eins og staðan er núna er liðið ekki á leiðinni í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og ef það kæmist þangað yrði því eflaust sópað.

Almennt virðist fólk vestanhafs halda að um grín sé að ræða og er stuðningsfólk Lakers ekki sátt með gríniastann LeBron James ef svo er. 

Fréttin verður uppfærð þegar í ljós kemur hvort um grín var að ræða eða ekki.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×