Brugðið vegna auðkennisþjófnaðar: „Það er einhver alvöru manneskja á bak við þetta“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. apríl 2022 12:21 Myndir af Snærós Sindradóttur og fjölskyldu hennar hafa verið notaðar af fölskum aðgangi, án hennar leyfis. Facebook Myndir af fjölmiðlakonunni Snærós Sindradóttur hafa verið notaðar á fölskum Facebook-aðgangi í tæpt ár. Myndirnar eru af Snærós sjálfri ásamt börnum hennar og eiginmanni. Hún segist hafa verið í sjokki þegar hún frétti af þessu. Aðgangurinn er ansi sannfærandi og virðist hafa verið ansi virkur á tímabili. Fjöldi fólks hefur skrifað ummæli við stolnu myndirnar og virðist manneskjan á bak við aðganginn hafa myndað nokkurt tengslanet. Snærós brá þegar hún frétti af því að verið væri að nota myndirnar hennar. „Ég fékk póst í gegnum Instagram frá einhverri konu sem ég veit ekki hvort sé einu sinni til. Þetta var pínu sjokk. Það var ótrúlega „freak-að“ þegar það rann upp fyrir mér að viðkomandi hafi verið að taka þessar myndir og dreifa þeim. Einhver hefur verið að búa til netpersónu með mínum myndum og myndum af börnunum mínum í næstum því heilt ár,“ segir Snærós. „Gervimennið svarar ummælum, svarar afmæliskveðjum, það er einhver alvöru manneskja á bak við þetta.“ Aðgangurinn virðist vera notaður í einhverskonar fasteignabrask. Flest fólkið sem skrifar ummæli við myndirnar er fasteignasalar eða tengt bransanum. Snærós hefur áhyggjur af því hve lítið hún geti gert. „Ég get report-að til Facebook en ég mun aldrei fá að vita hvernig manneskjan var að nota mitt auðkenni, í hvaða tilgangi. Í hvað andlitið á mér hefur verið notað. Það gæti hafa verið notað í „worst case scenario“ í algjöran viðbjóð eða til að svíkja og pretta peninga út úr fólki,“ segir hún. Facebook veitir litla hjálp í svona málum að hennar sögn. „Facebook er orðið að einhverju ríki sem er afskaplega erfitt að ná böndum um. Þessir hlutir ættu að ganga hratt fyrir sig. Það ætti að vera hægt að kæra til lögreglunnar, fyrirtækið útvega strax IP-tölu og strax hægt að finna hvar auðkennisþjófnaðurinn á sér stað. Svo ætti að vera hægt að loka síðunni og ég fengið allar upplýsingar um hvað viðkomandi var að gera. En það er ekki þannig,“ segir Snærós. Í gærkvöldi birti hún Facebook-færslu um auðkennisþjófnaðinn og bað fólk um að tilkynna síðuna til Facebook. Af ummælakerfinu við færslu Snærósar að dæma hafa um hundrað manns þegar gert það. Gerviaðgangurinn er þó enn opinn. Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Aðgangurinn er ansi sannfærandi og virðist hafa verið ansi virkur á tímabili. Fjöldi fólks hefur skrifað ummæli við stolnu myndirnar og virðist manneskjan á bak við aðganginn hafa myndað nokkurt tengslanet. Snærós brá þegar hún frétti af því að verið væri að nota myndirnar hennar. „Ég fékk póst í gegnum Instagram frá einhverri konu sem ég veit ekki hvort sé einu sinni til. Þetta var pínu sjokk. Það var ótrúlega „freak-að“ þegar það rann upp fyrir mér að viðkomandi hafi verið að taka þessar myndir og dreifa þeim. Einhver hefur verið að búa til netpersónu með mínum myndum og myndum af börnunum mínum í næstum því heilt ár,“ segir Snærós. „Gervimennið svarar ummælum, svarar afmæliskveðjum, það er einhver alvöru manneskja á bak við þetta.“ Aðgangurinn virðist vera notaður í einhverskonar fasteignabrask. Flest fólkið sem skrifar ummæli við myndirnar er fasteignasalar eða tengt bransanum. Snærós hefur áhyggjur af því hve lítið hún geti gert. „Ég get report-að til Facebook en ég mun aldrei fá að vita hvernig manneskjan var að nota mitt auðkenni, í hvaða tilgangi. Í hvað andlitið á mér hefur verið notað. Það gæti hafa verið notað í „worst case scenario“ í algjöran viðbjóð eða til að svíkja og pretta peninga út úr fólki,“ segir hún. Facebook veitir litla hjálp í svona málum að hennar sögn. „Facebook er orðið að einhverju ríki sem er afskaplega erfitt að ná böndum um. Þessir hlutir ættu að ganga hratt fyrir sig. Það ætti að vera hægt að kæra til lögreglunnar, fyrirtækið útvega strax IP-tölu og strax hægt að finna hvar auðkennisþjófnaðurinn á sér stað. Svo ætti að vera hægt að loka síðunni og ég fengið allar upplýsingar um hvað viðkomandi var að gera. En það er ekki þannig,“ segir Snærós. Í gærkvöldi birti hún Facebook-færslu um auðkennisþjófnaðinn og bað fólk um að tilkynna síðuna til Facebook. Af ummælakerfinu við færslu Snærósar að dæma hafa um hundrað manns þegar gert það. Gerviaðgangurinn er þó enn opinn.
Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira