Eins sennilegt og þetta hjómar nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga er hér þó einungis á ferðinni vel heppnað aprílgabb.
Fram kemur í tilkynningu að Akraneslistinn vilji stuðla að nýsköpun og fjölga störfum á Akranesi þannig að dagleg umferð milli Akraness og Reykjavíkur muni minnka á næstu árum þó íbúum fjölgi. Þá ætlar forysta listans byggja upp öflugt og gott samfélag fyrir alla aldurshópa.
„Akraneslistinn mun leggja áherslu á að láta verkin tala. Það þarf að hugsa um framtíðina og vera með skýra sýn til að skapa bænum sérstöðu og samkeppnishæfni, en það er ekki síður mikilvægt að huga að nútíðinni. Hvernig getum við gert það betra og skemmtilegra að búa á Akranesi í dag? Hvernig bætum við mannlífið og aukum þannig lífsgæði Akurnesinga á öllum aldri. Lífið er núna.“ Nú sé unnið að málefnaskrá listans og íbúum frjálst að mæta til að taka þátt.
Gísli Jónsson er sagður skipa sjötta sæti listans, Einar Skúlason níunda sæti og Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi ráðherra, heiðurssæti.
Hér má sjá plaggið sem blasti við þeim sem mættu til að kynna sér áherslur nýja listans.
Fréttin hefur verið uppfærð.