Innlent

Hyggst una dómi í bóta­máli barna Sæ­vars Ciesi­elski

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst una dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í bótamáli tveggja barna Sævars Marinós Ciesielski sem var á meðal sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag en dómurinn var kveðinn upp í síðasta mánuði þar sem börnunum tveimur voru dæmdar hærri bætur en áður hafi verið ákveðið. Þremur öðrum börnum Sævars verður um leið boðin sama hækkun bóta og systkinum þeirra voru dæmdar.

Þá segir í blaðinu að dánarbúi Tryggva Rúnars verður einnig boðin sátt á sama grundvelli að sögn forsætisráðherra sem leggur fram minnisblað um málið í ríkisstjórn í dag.

Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur voru bætur til Sævars taldar hæfilegar 385 milljónir, en áður höfðu verið boðnar alls 239 milljónir til aðstandenda hans. Fjárhæðin skiptist milli fimm barna hans.


Tengdar fréttir

Tveimur barna Sævars dæmdar 77 milljónir króna í bætur

Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Lilju Rún Jensen og Victor Blæ Ciesielski Jensen 77 milljónir króna hvoru um sig. Lilja og Victor eru börn Sævars Marínós Ciesielski heitins sem var á meðal sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×