Finnur Freyr: Við erum mjög stoltir af þessum árangri Árni Jóhannsson skrifar 31. mars 2022 21:30 Finnur Freyr þjálfari Vals var mjög ánægður með sigur sinna manna og stöðuna í deildinni. Bára Dröfn Kristinsdóttir Finnur Freyr var ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld og var stoltur af árangri liðsins þennan vetur. Valur lagði KR 54-72 á Meistaravöllum í lokaumferð Subway deildar karla. Finnur Freyr var ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld og var stoltur af árangri liðsins þennan vetur. Valur lagði KR 54-72 á Meistaravöllum í lokaumferð Subway deildar karla. Finnur Freyr þjálfari var spurður að því hvað það hafi verið sem skóp sigur Valsmanna og þá sérstaklega í seinni hálfleik. „Spilaði vörn held ég. Þetta varð aðeins auðveldara þegar Brynjar meiðist, ég vil nota tækiðfærið og senda honum batakveðjur, manni er illa við höfuðhöggin og vonandi er þetta ekki alvarlegt. Þetta var aðeins auðveldara þegar hann er farinn út af vellinum. Það var helst varnarleikurinn sem ég var ánægður með. Það voru helst hraðar sóknir sem voru að gera út af við okkur og Þorri og Veigar gerðu mjög vel, eins og þeir hafa gert í allan vetur, en það var varnarleikurinn fyrst og fremst.“ KR gerði vel í að stöðva sóknaraðgerðir Valsmanna í fyrri hálfleik og var Finnur spurður út í hvaða breytingar hann hafi gert í seinni hálfleik. „Mér fannst við vera allt of mikið út um allt og við fundum engan takt í sóknarleiknum okkar. Svo höfum við verið að skjóta boltanum vel undanfarið en fyrir utan Callum þá skutum við illa í dag. Það tvennt spilaði inn í en KR gerði jú vel í varnarleiknum í fyrri hálfleik.“ Valur náði þriðja sæti deildarinnar og var Finnur, að sjálfsögðu, mjög ánægður með það. „Það eru núna tvö ár í röð sem við náum að enda deildina í topp fjórum og það er stefna hjá félaginu að festa sig í sessi sem eitt af þessum efstu sex félögum í körfuboltanum. Kvennalið Vals hefur verið frábært undanfarin ár og nú erum við að reyna að gera slíkt hið sama karlamegin. Þannig að við erum bara mjög stoltir af þeim árangri og þá sérstaklega út af því að við höfum farið upp og niður í þessu Covid ástandi í janúar sem við lentum í. Við komum mjög illa út úr þeim leikjum og það að hafa endað í þriðja sæti í þessari deild er eitthvað sem við getum verið stoltir af.“ Finnur var þá spurður að því hvaða áherslurnar væru á æfingunum fyrir úrslitakeppnina. „Það er bara andstæðingurinn. Nú, eins og alltaf, þá þurfum við að finna leiðir til að vinna andstæðinginn. Það er þessi tími ársins þar sem næsti leikur er risastór. Við hvílum okkur í kvöld og ég og Pavel byrjum að horfa á myndbönd á morgun. Á laugardaginn verðum við vonandi komnir með plan til að undirbúa okkur sem best fyrir leikina sem eru framundan.“ Að lokum var Finnur spurður hvort hann væri ánægður með andann og holninguna á liðinu sínu. „Andinn er búinn að vera mjög flottur og ég er mjög ánægður með það hvernig hópurinn er að koma saman. Holningin í dag, ég hef séð hana betri, ég held að hluti af þessu er að menn vita að úrslitakeppnin er handan við hornið. Menn eru ekki tilbúnir að fara þessi auka 2-3 prósent sem að kannski breytir málunum og það sem koma skal í úrslitakeppninni.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Valur 54-72 | KR náði í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap Valur vann mjög góðan sigur á grönnum sínum í KR fyrr í kvöld 54-72 í lokaumferð Subway deildar karla. Valur skellti í lás í vörn sinni og sigldi heim góðum sigri sem færði þá upp í þriðja sæti deildarinnar. KR getur talist heppið en flautukarfa sem tryggði Stjörnunni sigur á Breiðablik tryggði KR sæti í úrslitakeppninni. 31. mars 2022 20:42 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira
Finnur Freyr var ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld og var stoltur af árangri liðsins þennan vetur. Valur lagði KR 54-72 á Meistaravöllum í lokaumferð Subway deildar karla. Finnur Freyr þjálfari var spurður að því hvað það hafi verið sem skóp sigur Valsmanna og þá sérstaklega í seinni hálfleik. „Spilaði vörn held ég. Þetta varð aðeins auðveldara þegar Brynjar meiðist, ég vil nota tækiðfærið og senda honum batakveðjur, manni er illa við höfuðhöggin og vonandi er þetta ekki alvarlegt. Þetta var aðeins auðveldara þegar hann er farinn út af vellinum. Það var helst varnarleikurinn sem ég var ánægður með. Það voru helst hraðar sóknir sem voru að gera út af við okkur og Þorri og Veigar gerðu mjög vel, eins og þeir hafa gert í allan vetur, en það var varnarleikurinn fyrst og fremst.“ KR gerði vel í að stöðva sóknaraðgerðir Valsmanna í fyrri hálfleik og var Finnur spurður út í hvaða breytingar hann hafi gert í seinni hálfleik. „Mér fannst við vera allt of mikið út um allt og við fundum engan takt í sóknarleiknum okkar. Svo höfum við verið að skjóta boltanum vel undanfarið en fyrir utan Callum þá skutum við illa í dag. Það tvennt spilaði inn í en KR gerði jú vel í varnarleiknum í fyrri hálfleik.“ Valur náði þriðja sæti deildarinnar og var Finnur, að sjálfsögðu, mjög ánægður með það. „Það eru núna tvö ár í röð sem við náum að enda deildina í topp fjórum og það er stefna hjá félaginu að festa sig í sessi sem eitt af þessum efstu sex félögum í körfuboltanum. Kvennalið Vals hefur verið frábært undanfarin ár og nú erum við að reyna að gera slíkt hið sama karlamegin. Þannig að við erum bara mjög stoltir af þeim árangri og þá sérstaklega út af því að við höfum farið upp og niður í þessu Covid ástandi í janúar sem við lentum í. Við komum mjög illa út úr þeim leikjum og það að hafa endað í þriðja sæti í þessari deild er eitthvað sem við getum verið stoltir af.“ Finnur var þá spurður að því hvaða áherslurnar væru á æfingunum fyrir úrslitakeppnina. „Það er bara andstæðingurinn. Nú, eins og alltaf, þá þurfum við að finna leiðir til að vinna andstæðinginn. Það er þessi tími ársins þar sem næsti leikur er risastór. Við hvílum okkur í kvöld og ég og Pavel byrjum að horfa á myndbönd á morgun. Á laugardaginn verðum við vonandi komnir með plan til að undirbúa okkur sem best fyrir leikina sem eru framundan.“ Að lokum var Finnur spurður hvort hann væri ánægður með andann og holninguna á liðinu sínu. „Andinn er búinn að vera mjög flottur og ég er mjög ánægður með það hvernig hópurinn er að koma saman. Holningin í dag, ég hef séð hana betri, ég held að hluti af þessu er að menn vita að úrslitakeppnin er handan við hornið. Menn eru ekki tilbúnir að fara þessi auka 2-3 prósent sem að kannski breytir málunum og það sem koma skal í úrslitakeppninni.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Valur 54-72 | KR náði í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap Valur vann mjög góðan sigur á grönnum sínum í KR fyrr í kvöld 54-72 í lokaumferð Subway deildar karla. Valur skellti í lás í vörn sinni og sigldi heim góðum sigri sem færði þá upp í þriðja sæti deildarinnar. KR getur talist heppið en flautukarfa sem tryggði Stjörnunni sigur á Breiðablik tryggði KR sæti í úrslitakeppninni. 31. mars 2022 20:42 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira
Leik lokið: KR – Valur 54-72 | KR náði í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap Valur vann mjög góðan sigur á grönnum sínum í KR fyrr í kvöld 54-72 í lokaumferð Subway deildar karla. Valur skellti í lás í vörn sinni og sigldi heim góðum sigri sem færði þá upp í þriðja sæti deildarinnar. KR getur talist heppið en flautukarfa sem tryggði Stjörnunni sigur á Breiðablik tryggði KR sæti í úrslitakeppninni. 31. mars 2022 20:42