Hvort lið má þó eftir sem áður aðeins biðja um hlé á leiknum þrisvar sinnum til að gera skiptingarnar. Níu varamenn mega vera til taks á varamannabekknum.
FIFA ákvað fyrst að leyfa fimm skiptingar í maí 2020 til að dreifa betur álaginu á leikmönnum vegna kórónuveirufaraldursins.
Enska úrvalsdeildin varð hins vegar eina stóra keppnin í alþjóðlegum fótbolta sem hundsaði regluna tímabilið 2020-21, með það í huga að reglan gæfi bestu liðunum með stærstu hópana ósanngjarnt forskot.
Knattspyrnustjórar á borð við Jürgen Klopp og Pep Guardiola hafa gagnrýnt þá ákvörðun mjög og sagt hana eiga sinn þátt í fjölda vöðvameiðsla hjá leikmönnum, en í vetur hefur þó áfram gilt að aðeins þrjár skiptingar séu leyfðar. Nú mun það breytast.
Á fundi félaganna tuttugu í ensku úrvalsdeildinni í dag var jafnframt samþykkt að félagaskiptaglugginn í sumar yrði opinn frá 10. júní til kvöldsins 1. september, líkt og í öðrum helstu deildum Evrópu.
Þá verður ekki lengur gerð krafa um tvö smitpróf í viku vegn kórónuveirunnar, frá og með 4. apríl, heldur þurfa aðeins þeir leikmenn og starfsfólk liðanna sem finna fyrir einkennum að fara í smitpróf.