Barcelona alltaf farið með sigur af hólmi gegn Real Madríd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. mars 2022 08:31 Leikmenn Barcelona fagna eftir öruggan 5-2 sigur á Real Madríd í gærkvöldi. Twitter@FCBfemeni Barcelona vann í gær frábæran 5-2 sigur á Real Madríd er félögin mættust í síðari leik átta liða úrslita Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. Börsungar fóru einnig með sigur af hólmi í fyrri leiknum og hafa því unnið allar viðureignir liðanna. Þó Barcelona og Real Madríd séu tvö af elstu, frægustu og virtustu íþróttafélögum heims þá hefur kvennaknattspyrna setið á hakanum hjá þessum fornfrægu liðum, það er þangað til nú. Loks virðast hlutirnir vera að mjakast í rétta átt þó svo að Real hafi ekki viljað spila leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á aðalvelli félagsins, Santiago Bernabéu. Barcelona ákvað hins vegar að spila á Nývangi í gærkvöldi og sér ekki eftir því. 91,553 in the Camp Nou Barcelona vs. Real Madrid set the world record for attendance at a women's football game pic.twitter.com/kHSvDPDVwa— B/R Football (@brfootball) March 30, 2022 Það var troðið út úr dyrum og heimsmet slegið en aldri hafa fleiri mætt á leik í kvennaknattspyrnu. Erfitt verður að bæta metið þar sem fáir vellir geta tekið jafn marga í sæti og Nývangur. Þó svo að viðureign Börsunga og Real hafi endað samtals 8-3 Spánar- og Evrópumeisturum Barcelona í vil þá stóð Real lengi vel í meisturunum. Það má segja að Real sé að fikra sig nær toppliðinu en hvenær fyrsti sigurinn kemur er óvíst. Þetta var sjöundi sigur Barcelona í röð en félögin hafa aðeins mæst sjö sinnum í sögunni. Barcelona Femeni have won every game they've ever played against Real Madrid pic.twitter.com/jGgNfgxmoG— GOAL (@goal) March 30, 2022 Real hefur verið að klífa töfluna heima fyrir og þarf að halda því áfram ætli liðið sér að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Barcelona er sem fyrr liðið sem völdin hefur en uppgangur liðsins hefur verið hreint út sagt ótrúlegur undanfarin ár. Hlutirnir geta hins vegar breyst hratt og þarf ekki nema að horfa til Frakklands þar sem París Saint-Germain tókst að steypa Lyon af stóli sem besta lið landsins og er nú hörð barátta þeirra á milli um franska meistaratitilinn. Real vonast til að gera slíkt hið sama en á sem stendur langt í land. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Spænski boltinn Tengdar fréttir Áhorfendamet slegið er Barcelona fór áfram í undanúrslit 91.553 manns fylgdust með á Nou Camp þegar Barcelona vann stóran endurkomu sigur á Real Madrid, 5-2. Er þetta mesti fjöldi sem hefur nokkurntíman mætt á knattspyrnuleik kvenna. 30. mars 2022 18:45 Í leit að fullkomnun: Ekkert fær ofurlið Barcelona stöðvað Hvernig má það vera að allt sé í hers höndum hjá karlaliði félags á meðan kvennalið þess blómstrar og er besta lið álfunnar og mögulega sögunnar? Þegar stórt er spurt er fátt um svör en hér að neðan verður kafað ofan í kvennalið Barcelona og ótrúlegan árangur þess undanfarið. 14. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Þó Barcelona og Real Madríd séu tvö af elstu, frægustu og virtustu íþróttafélögum heims þá hefur kvennaknattspyrna setið á hakanum hjá þessum fornfrægu liðum, það er þangað til nú. Loks virðast hlutirnir vera að mjakast í rétta átt þó svo að Real hafi ekki viljað spila leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á aðalvelli félagsins, Santiago Bernabéu. Barcelona ákvað hins vegar að spila á Nývangi í gærkvöldi og sér ekki eftir því. 91,553 in the Camp Nou Barcelona vs. Real Madrid set the world record for attendance at a women's football game pic.twitter.com/kHSvDPDVwa— B/R Football (@brfootball) March 30, 2022 Það var troðið út úr dyrum og heimsmet slegið en aldri hafa fleiri mætt á leik í kvennaknattspyrnu. Erfitt verður að bæta metið þar sem fáir vellir geta tekið jafn marga í sæti og Nývangur. Þó svo að viðureign Börsunga og Real hafi endað samtals 8-3 Spánar- og Evrópumeisturum Barcelona í vil þá stóð Real lengi vel í meisturunum. Það má segja að Real sé að fikra sig nær toppliðinu en hvenær fyrsti sigurinn kemur er óvíst. Þetta var sjöundi sigur Barcelona í röð en félögin hafa aðeins mæst sjö sinnum í sögunni. Barcelona Femeni have won every game they've ever played against Real Madrid pic.twitter.com/jGgNfgxmoG— GOAL (@goal) March 30, 2022 Real hefur verið að klífa töfluna heima fyrir og þarf að halda því áfram ætli liðið sér að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Barcelona er sem fyrr liðið sem völdin hefur en uppgangur liðsins hefur verið hreint út sagt ótrúlegur undanfarin ár. Hlutirnir geta hins vegar breyst hratt og þarf ekki nema að horfa til Frakklands þar sem París Saint-Germain tókst að steypa Lyon af stóli sem besta lið landsins og er nú hörð barátta þeirra á milli um franska meistaratitilinn. Real vonast til að gera slíkt hið sama en á sem stendur langt í land.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Spænski boltinn Tengdar fréttir Áhorfendamet slegið er Barcelona fór áfram í undanúrslit 91.553 manns fylgdust með á Nou Camp þegar Barcelona vann stóran endurkomu sigur á Real Madrid, 5-2. Er þetta mesti fjöldi sem hefur nokkurntíman mætt á knattspyrnuleik kvenna. 30. mars 2022 18:45 Í leit að fullkomnun: Ekkert fær ofurlið Barcelona stöðvað Hvernig má það vera að allt sé í hers höndum hjá karlaliði félags á meðan kvennalið þess blómstrar og er besta lið álfunnar og mögulega sögunnar? Þegar stórt er spurt er fátt um svör en hér að neðan verður kafað ofan í kvennalið Barcelona og ótrúlegan árangur þess undanfarið. 14. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Áhorfendamet slegið er Barcelona fór áfram í undanúrslit 91.553 manns fylgdust með á Nou Camp þegar Barcelona vann stóran endurkomu sigur á Real Madrid, 5-2. Er þetta mesti fjöldi sem hefur nokkurntíman mætt á knattspyrnuleik kvenna. 30. mars 2022 18:45
Í leit að fullkomnun: Ekkert fær ofurlið Barcelona stöðvað Hvernig má það vera að allt sé í hers höndum hjá karlaliði félags á meðan kvennalið þess blómstrar og er besta lið álfunnar og mögulega sögunnar? Þegar stórt er spurt er fátt um svör en hér að neðan verður kafað ofan í kvennalið Barcelona og ótrúlegan árangur þess undanfarið. 14. nóvember 2021 09:00