Pólland ætlar að hætta notkun rússnesks jarðefnaeldsneytis Eiður Þór Árnason skrifar 30. mars 2022 08:55 Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands. Ap/Thibault Camus Pólverjar hyggjast hætta öllum innflutningi á olíu frá Rússlandi fyrir lok þessa árs. Þetta tilkynnti Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra landsins í morgun. Hann sagði stjórnvöld nú þegar hafa tekið skref til að draga úr notkun á rússneskri olíu. Í gær gaf ríkisstjórnin út að hún ætlaði að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og vonaðist til að lokað yrði fyrir gasinnflutning frá ríkinu í maí. Hann sagði áætlun stjórnvalda vera þá róttækustu í Evrópu. Hann kallaði eftir því að önnur Evrópusambandsríki stígi stærri skref til að verða óháðari innflutningi frá Rússlandi og hætta þar með að fjármagna stríðsrekstur Rússa. Virkja viðbúnaðarstig af ótta við að missa rússneskt gas Stjórnvöld í Þýskalandi hafa virkjað lægsta viðbúnaðarstig vegna stöðu gasbirgða og hvatt íbúa til að spara orku af ótta við að rússnesk stjórnvöld muni standa við hótanir um að stöðva útflutning á gasi ef ríki borga ekki með rúblum. Um er að ræða lægsta viðbúnaðarstig af þremur og hefur orkumálaráðuneytið komið á fót sérstöku viðbragðsteymi sem fylgist náið með stöðunni. Ríki á Vesturlöndum hafa hafnað kröfum Rússa um greiðslur í rúblum og sagt að slíkt myndi grafa undir efnahagsþvingunum þeirra vegna stríðsins í Úkraínu. Biðlar til heimila Robert Habeck, orkumálaráðherra og varakanslari Þýskalands, sagði að virkjun viðbúnaðarstigsins væri varúðarráðstöfun og að Rússar hafi staðið við skuldbindingar sínar fram að þessu. Á sama tíma biðlaði hann til heimila og fyrirtækja að draga úr gasnotkun sinni. Hann sagði von á því að stjórnvöld í Kreml muni kynna nýjar reglur um greiðslur fyrir gas á fimmtudag. Þjóðverjar hafa dregið úr gasinnflutningi frá Rússlandi eftir að stríðið hófst og sagði Habeck að hlutfall gass sem komi nú frá ríkinu sé nú komið úr 55% í 40%. Hann sagði að Þýskaland væri undirbúið ef Rússar skrúfa fyrir gasið. Slík aðgerð myndi þó hafa umtalsverð áhrif og kallaði ráðherrann eftir því að neytendur minnki notkun sína til að draga úr hættunni á gasskorti. Pólland Bensín og olía Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Í gær gaf ríkisstjórnin út að hún ætlaði að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og vonaðist til að lokað yrði fyrir gasinnflutning frá ríkinu í maí. Hann sagði áætlun stjórnvalda vera þá róttækustu í Evrópu. Hann kallaði eftir því að önnur Evrópusambandsríki stígi stærri skref til að verða óháðari innflutningi frá Rússlandi og hætta þar með að fjármagna stríðsrekstur Rússa. Virkja viðbúnaðarstig af ótta við að missa rússneskt gas Stjórnvöld í Þýskalandi hafa virkjað lægsta viðbúnaðarstig vegna stöðu gasbirgða og hvatt íbúa til að spara orku af ótta við að rússnesk stjórnvöld muni standa við hótanir um að stöðva útflutning á gasi ef ríki borga ekki með rúblum. Um er að ræða lægsta viðbúnaðarstig af þremur og hefur orkumálaráðuneytið komið á fót sérstöku viðbragðsteymi sem fylgist náið með stöðunni. Ríki á Vesturlöndum hafa hafnað kröfum Rússa um greiðslur í rúblum og sagt að slíkt myndi grafa undir efnahagsþvingunum þeirra vegna stríðsins í Úkraínu. Biðlar til heimila Robert Habeck, orkumálaráðherra og varakanslari Þýskalands, sagði að virkjun viðbúnaðarstigsins væri varúðarráðstöfun og að Rússar hafi staðið við skuldbindingar sínar fram að þessu. Á sama tíma biðlaði hann til heimila og fyrirtækja að draga úr gasnotkun sinni. Hann sagði von á því að stjórnvöld í Kreml muni kynna nýjar reglur um greiðslur fyrir gas á fimmtudag. Þjóðverjar hafa dregið úr gasinnflutningi frá Rússlandi eftir að stríðið hófst og sagði Habeck að hlutfall gass sem komi nú frá ríkinu sé nú komið úr 55% í 40%. Hann sagði að Þýskaland væri undirbúið ef Rússar skrúfa fyrir gasið. Slík aðgerð myndi þó hafa umtalsverð áhrif og kallaði ráðherrann eftir því að neytendur minnki notkun sína til að draga úr hættunni á gasskorti.
Pólland Bensín og olía Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira