Geyma líkin í frystikistum og leita smiða til að smíða líkkistur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2022 07:37 Íbúð í fjölbýlishúsi í Tjernihív, eftir árás Rússa. epa/Natalia Dubrovska Sprengingar hafa heyrst í Kænugarði síðasta sólahringinn, þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um að þeir hyggist draga sig til baka á svæðinu. Svo virðist þó sem um sé að ræða átök á útjaðri borgarinnar en ekki í borginni sjálfri. Rússar sögðust í gær myndu draga úr aðgerðum við höfuðborgina og borgina Tjernihív og settu ákvörðunina í samhengi við gang friðarviðræðnanna milli Úkraínu og Rússa sem hófust á ný í Tyrklandi í gær. Leiðtogar og embættismenn á Vesturlöndum eru hins vegar fullir efasemda og margar kenningar eru á lofti um að Rússar hafi hreinlega séð fram á að geta ekki sótt fram á mörgum vígstöðvum í einu. Þess vegna hafi þeir ákveðið að einbeita sér að því að „frelsa“ Donbas, eins og þeir hafa sjálfir komist að orði. Það var eitt af höfuðmarkmiðum innrásarinnar og erfitt fyrir Vladimir Pútín Rússlandsforseta að láta af aðgerðum án þess að hafa hertekið héruðin Donetsk og Luhansk. Aðrar kenningar eru einnig uppi um yfirlýsingar Rússa; að um sé að ræða taktík til að tefja fyrir á meðan innrásarhersveitirnar endurskipuleggja sig. „Of margt gott fólk hefur fórnað lífinu“ Vladyslav Atrochenko, borgarstjóri Tjernihív, segir loforð Rússa lofa góðu, ef það væri hægt að treysta þeim. Hins vegar hefðu árásir verið gerðar á borgina síðast í gær. Að minnsta kosti 35 hefðu særst, meðal annars misst útlimi, og einhverjir látist. Atroshenko segist aldrei hefðu trúað því að hann þyrfti að leita að frystum til að geyma lík í þar sem líkhúsin væru full eða að smiðum til að smíða líkkistur. „Rússar segja oft eitt en annað gerist. Aðeins tíminn mun leiða í ljós hversu mikill sannleikur er að baki þessara orða. Við förum með þessi orð af mikilli varfærni eins og stendur,“ segir borgarstjórinn. BBC hefur eftir Dmytro Natalukha, þingmanni sem búsettur er í Kænugarði, að hann efist um að höfuðborgin muni falla úr þessu. Natalukha er vopnaður og ferðast um klæddur borgaralegum klæðnaði til að koma hjálpargögnum þangað sem þeirra er þörf. „Við verðum að vinna, hvað sem það kostar, því of margt gott fólk hefur fórnað lífinu fyrir þetta,“ segir hann. Einn vina hans hefði særst í Maríupól, ekki þó þannig að það hefði ekki verið hægt að bjarga honum en að engin tæki og tól hefðu verið til þess. Spurður að því hversu lengi hann telji stríðið munu vara segir hann einhverja mánuði, kannski hálft ár. „Þangað til Pútín deyr, eða er handtekinn.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Sjá meira
Rússar sögðust í gær myndu draga úr aðgerðum við höfuðborgina og borgina Tjernihív og settu ákvörðunina í samhengi við gang friðarviðræðnanna milli Úkraínu og Rússa sem hófust á ný í Tyrklandi í gær. Leiðtogar og embættismenn á Vesturlöndum eru hins vegar fullir efasemda og margar kenningar eru á lofti um að Rússar hafi hreinlega séð fram á að geta ekki sótt fram á mörgum vígstöðvum í einu. Þess vegna hafi þeir ákveðið að einbeita sér að því að „frelsa“ Donbas, eins og þeir hafa sjálfir komist að orði. Það var eitt af höfuðmarkmiðum innrásarinnar og erfitt fyrir Vladimir Pútín Rússlandsforseta að láta af aðgerðum án þess að hafa hertekið héruðin Donetsk og Luhansk. Aðrar kenningar eru einnig uppi um yfirlýsingar Rússa; að um sé að ræða taktík til að tefja fyrir á meðan innrásarhersveitirnar endurskipuleggja sig. „Of margt gott fólk hefur fórnað lífinu“ Vladyslav Atrochenko, borgarstjóri Tjernihív, segir loforð Rússa lofa góðu, ef það væri hægt að treysta þeim. Hins vegar hefðu árásir verið gerðar á borgina síðast í gær. Að minnsta kosti 35 hefðu særst, meðal annars misst útlimi, og einhverjir látist. Atroshenko segist aldrei hefðu trúað því að hann þyrfti að leita að frystum til að geyma lík í þar sem líkhúsin væru full eða að smiðum til að smíða líkkistur. „Rússar segja oft eitt en annað gerist. Aðeins tíminn mun leiða í ljós hversu mikill sannleikur er að baki þessara orða. Við förum með þessi orð af mikilli varfærni eins og stendur,“ segir borgarstjórinn. BBC hefur eftir Dmytro Natalukha, þingmanni sem búsettur er í Kænugarði, að hann efist um að höfuðborgin muni falla úr þessu. Natalukha er vopnaður og ferðast um klæddur borgaralegum klæðnaði til að koma hjálpargögnum þangað sem þeirra er þörf. „Við verðum að vinna, hvað sem það kostar, því of margt gott fólk hefur fórnað lífinu fyrir þetta,“ segir hann. Einn vina hans hefði særst í Maríupól, ekki þó þannig að það hefði ekki verið hægt að bjarga honum en að engin tæki og tól hefðu verið til þess. Spurður að því hversu lengi hann telji stríðið munu vara segir hann einhverja mánuði, kannski hálft ár. „Þangað til Pútín deyr, eða er handtekinn.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Sjá meira