Vill að einhver annar stofni Lestarflokkinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2022 21:07 Jón Gnarr ætlar ekki að stofna Lestarflokkinn. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr segist ekki hafa í hyggju að stofna nýtt framboð undir nafinu Lestarflokkurinn, þrátt fyrir að hafa notað myllumerkið #Lestarflokkurinn á Twitter í gríð og erg að undanförnu. Þeir sem fylgjast með Jóni á Twitter hafa væntanlega lesið tíst hans þar sem hann talar um mikilvægi þess að komið yrði á lestarkerfi á Íslandi, ekki síst á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Notkun myllumerkisins #Lestarflokkurinn hefur vakið athygli og ýmsir velt því fyrir sér hvort að Jón hafi í hyggju að endurvekja stjórnmálaferilinn með nýju stjórnmálafli. Þannig var því slegið upp á vef Hringbrautar í dag að Jón hafi stofnað flokkinn Lestarflokkinn. Jón var mættur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi hugmyndir hans um lestarkerfi nánar. Þar sagðist hann þó ekki vera á leiðinni í framboð. Þú talar á Twitter undir myllumerkinu Lestarflokkurinn. Ertu að boða framboð eða ertu að vonast til þess að einhver grípi þennan bolta? „Já, ég er nú meira að vonast til þess. Ég er einu sinni búinn að fara í framboð og ég er búinn með það,“ sagði Jón sem var borgarstjóri Reykjavíkur á árunum 2010 til 2014. Járnbrautatenging myndi gjörbreyta öllum lífsháttum á Íslandi og bæta lífsgæði, lýðheilsu og gera vaxandi og flæðandi mannlíf um allt land að raunveruleika, myndi gjörbreyta vöruflutningum og minnka kostnað og áhættu #Lestarflokkurinn— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) March 29, 2022 „Það þarf einhverja pólitíska sýn í þessu máli. Þetta varðar ekki bara samgöngur heldur varðar þetta líka byggðastefnuna á Íslandi. Viljum við tryggja raunhæfa og blómlega byggð um allt land og erum við til í að fjárfesta í þeim innviðum sem við þurfum til að gera það. Það tel ég okkur gera með lestarkerfi,“ sagði Jón. Veðmál á vegum úti Eins og fram hefur komið í Twitter-færslum Jóns hafa tíðar bílferðir hans á milli Akureyrar og Reykjavíkur í vetur vakið athygli hans á nauðsyn þess að hér verði komið á fót lestarkerfi. „Það sem gerði útslagið var um daginn. Ég er að keyra þjóðveginn og það er flutningabíll að koma á móti mér, stór með aftanívagn. Þegar ég er alveg að mæta flutningabílnum skýst jeppi aftan úr sem ætlar að taka fram úr, hafði ekki séð mig. Þetta er bara „gambl“. Þarna fór ég að rifja þetta upp aftur, hvað er nauðsynlegt að hafa lestir á Íslandi, hvað þetta væri til mikilla hagsbóta fyrir allt landið,“ sagði Jón. ef lest gengi á milli Akureyrar og Reykjavíkur þá myndum við minnka álag á vegina með þungaflutningum, snarminnka bílaumferð og draga úr slysahættu. lestir eru hagkvæmur ferðamáti fyrir fjölskyldur og umhverfisáhrifin yrðu bara jákvæð pic.twitter.com/2ZUBKgOjN0— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) March 28, 2022 Segist hann vilja byrja á því að byggðir verði lestarteinar á milli Akureyrar og Reykjavíkur. „Ég sé fyrir mér fyrst og fremst vöruflutningalestir til að flytja vörur á milli landshluta og um landið og síðan fólksflutninga,“ sagði Jón. Þá segist hann hafa rætt við sérfræðinga sem segi að verkfræðilega sé fátt sem standi í vegi fyrir slíkum lestarteinum þrátt fyrir válynd veður og langar vegalengdir. „Ég er búinn að ræða við verkfræðinga og þau segja mér að það séu engar hindranir sem eru ekki yfirstíganlegar og ekki búið að leysa annars staðar.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Byggðamál Reykjavík síðdegis Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Þeir sem fylgjast með Jóni á Twitter hafa væntanlega lesið tíst hans þar sem hann talar um mikilvægi þess að komið yrði á lestarkerfi á Íslandi, ekki síst á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Notkun myllumerkisins #Lestarflokkurinn hefur vakið athygli og ýmsir velt því fyrir sér hvort að Jón hafi í hyggju að endurvekja stjórnmálaferilinn með nýju stjórnmálafli. Þannig var því slegið upp á vef Hringbrautar í dag að Jón hafi stofnað flokkinn Lestarflokkinn. Jón var mættur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi hugmyndir hans um lestarkerfi nánar. Þar sagðist hann þó ekki vera á leiðinni í framboð. Þú talar á Twitter undir myllumerkinu Lestarflokkurinn. Ertu að boða framboð eða ertu að vonast til þess að einhver grípi þennan bolta? „Já, ég er nú meira að vonast til þess. Ég er einu sinni búinn að fara í framboð og ég er búinn með það,“ sagði Jón sem var borgarstjóri Reykjavíkur á árunum 2010 til 2014. Járnbrautatenging myndi gjörbreyta öllum lífsháttum á Íslandi og bæta lífsgæði, lýðheilsu og gera vaxandi og flæðandi mannlíf um allt land að raunveruleika, myndi gjörbreyta vöruflutningum og minnka kostnað og áhættu #Lestarflokkurinn— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) March 29, 2022 „Það þarf einhverja pólitíska sýn í þessu máli. Þetta varðar ekki bara samgöngur heldur varðar þetta líka byggðastefnuna á Íslandi. Viljum við tryggja raunhæfa og blómlega byggð um allt land og erum við til í að fjárfesta í þeim innviðum sem við þurfum til að gera það. Það tel ég okkur gera með lestarkerfi,“ sagði Jón. Veðmál á vegum úti Eins og fram hefur komið í Twitter-færslum Jóns hafa tíðar bílferðir hans á milli Akureyrar og Reykjavíkur í vetur vakið athygli hans á nauðsyn þess að hér verði komið á fót lestarkerfi. „Það sem gerði útslagið var um daginn. Ég er að keyra þjóðveginn og það er flutningabíll að koma á móti mér, stór með aftanívagn. Þegar ég er alveg að mæta flutningabílnum skýst jeppi aftan úr sem ætlar að taka fram úr, hafði ekki séð mig. Þetta er bara „gambl“. Þarna fór ég að rifja þetta upp aftur, hvað er nauðsynlegt að hafa lestir á Íslandi, hvað þetta væri til mikilla hagsbóta fyrir allt landið,“ sagði Jón. ef lest gengi á milli Akureyrar og Reykjavíkur þá myndum við minnka álag á vegina með þungaflutningum, snarminnka bílaumferð og draga úr slysahættu. lestir eru hagkvæmur ferðamáti fyrir fjölskyldur og umhverfisáhrifin yrðu bara jákvæð pic.twitter.com/2ZUBKgOjN0— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) March 28, 2022 Segist hann vilja byrja á því að byggðir verði lestarteinar á milli Akureyrar og Reykjavíkur. „Ég sé fyrir mér fyrst og fremst vöruflutningalestir til að flytja vörur á milli landshluta og um landið og síðan fólksflutninga,“ sagði Jón. Þá segist hann hafa rætt við sérfræðinga sem segi að verkfræðilega sé fátt sem standi í vegi fyrir slíkum lestarteinum þrátt fyrir válynd veður og langar vegalengdir. „Ég er búinn að ræða við verkfræðinga og þau segja mér að það séu engar hindranir sem eru ekki yfirstíganlegar og ekki búið að leysa annars staðar.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Byggðamál Reykjavík síðdegis Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira