Innan við eitt prósent eigenda eiga næstum allan bankann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. mars 2022 19:30 Hundrað hluthafar eiga um 88,88% í Íslandsbanka. Aðrir um 16.000 hluthafar eiga svo restina. Vísir Innan við eitt prósent eigenda Íslandsbanka á næstum allan bankann en lífeyrissjóðir fara með fjórðungshlut. Fjórir einstaklingar eru meðal hundrað stærstu eigenda. Gríðarleg umfram eftirspurn var í útboði Bankasýslunnar í Íslandsbanka í síðustu viku en um 430 svo kallaðir hæfir fjárfestar tóku þátt. Svo mikil var eftirspurnin að það þurfti að skerða hlut þeirra verulega. Þannig fengu velflestir lífeyrissjóðir skerðingar upp á um 60%. Fréttastofa óskaði í dag eftir upplýsingum um hvað lífeyrissjóðirnir fengu úthlutað. Í svörum þeirra flestra kom fram að þeir fengu um 40% af þeirri upphæð sem þeir óskuðu eftir. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins fékk lang stærsta hlutinn eða um 3,9 milljarða. Hér að neðan má sjá hvað lífeyrissjóðir keyptu fyrir háar fjárhæðir í útboðinu í síðustu viku. Bankasýsla ríkisins hefur enn ekki skilað uppgjöri vegna útboðsins þannig að það þarf að nálgast núverandi hluthafalista í bankanum í höfuðstöðvum Íslandsbanka en samkvæmt lögum mega aðeins hluthafar sjá listann. Fjárfestatengill situr þannig með viðkomandi og sýnir hluthafalistann en ekki má taka myndir af listanum sjálfum. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa páraði niður á fundinum fara nú hundrað fjárfestar með tæplega 90 prósenta eignahlut í Íslandsbanka. Hinir tæplega sextán þúsund eigendurnir eiga svo um tíu prósent. Tólf lífeyrissjóðir fara nú með tæplega fjórðungshlut í bankanum. En þeir keyptu allir í síðasta útboði og sést hlutur þeirra í bankanum á myndinni hér að neðan. Sex bankar og verðbréfasjóðir fara með ríflega sex prósenta hlut í Íslandsbanka en taka skal fram að bankarnir voru langmest að fjárfesta í útboðinu fyrir hönd viðskiptavina sinna samkvæmt upplýsingum frá viðskiptabönkunum. Tíu af tólf stærstu erlendum fjárfestum í bankanum virðast vera að losa sig við hluti, merkt með rauðu á myndinni hér að neðan eða standa hjá í útboðinu, merkt með bláu. Þó skal tekið fram að uppgjör Bankasýslu ríkisins á útboðinu er ekki lokið og því gætu þær upplýsingar sem lágu fyrir í bankanum í dag breyst. Erlendu fjárfestarnir fara samtals með tæplega 8% hlut en hlutur erlendra fjárfesta var um 11% eftir síðasta útboð. Capital Group er lang stærsti erlendi hluthafinn og fer með 5,06% hlut. Fjórir einstaklingar eru meðal hundrað stærstu hluthafa Íslandsbanka og fara samanlagt með ríflega eitt prósent hlutafjár í Íslandsbanka. Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. 28. mars 2022 21:00 Fjórir lífeyrissjóðir meðal sex stærstu hluthafa Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group er ekki lengur annar stærsti hluthafi Íslandsbanka heldur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 5,23 prósenta hlut. Áætlað er að Bankasýsla ríkisins birti uppgjör á útboði ríkisins á hlut í Íslandsbanka í dag. 28. mars 2022 13:00 Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15 „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 Mest lesið Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Sjá meira
Gríðarleg umfram eftirspurn var í útboði Bankasýslunnar í Íslandsbanka í síðustu viku en um 430 svo kallaðir hæfir fjárfestar tóku þátt. Svo mikil var eftirspurnin að það þurfti að skerða hlut þeirra verulega. Þannig fengu velflestir lífeyrissjóðir skerðingar upp á um 60%. Fréttastofa óskaði í dag eftir upplýsingum um hvað lífeyrissjóðirnir fengu úthlutað. Í svörum þeirra flestra kom fram að þeir fengu um 40% af þeirri upphæð sem þeir óskuðu eftir. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins fékk lang stærsta hlutinn eða um 3,9 milljarða. Hér að neðan má sjá hvað lífeyrissjóðir keyptu fyrir háar fjárhæðir í útboðinu í síðustu viku. Bankasýsla ríkisins hefur enn ekki skilað uppgjöri vegna útboðsins þannig að það þarf að nálgast núverandi hluthafalista í bankanum í höfuðstöðvum Íslandsbanka en samkvæmt lögum mega aðeins hluthafar sjá listann. Fjárfestatengill situr þannig með viðkomandi og sýnir hluthafalistann en ekki má taka myndir af listanum sjálfum. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa páraði niður á fundinum fara nú hundrað fjárfestar með tæplega 90 prósenta eignahlut í Íslandsbanka. Hinir tæplega sextán þúsund eigendurnir eiga svo um tíu prósent. Tólf lífeyrissjóðir fara nú með tæplega fjórðungshlut í bankanum. En þeir keyptu allir í síðasta útboði og sést hlutur þeirra í bankanum á myndinni hér að neðan. Sex bankar og verðbréfasjóðir fara með ríflega sex prósenta hlut í Íslandsbanka en taka skal fram að bankarnir voru langmest að fjárfesta í útboðinu fyrir hönd viðskiptavina sinna samkvæmt upplýsingum frá viðskiptabönkunum. Tíu af tólf stærstu erlendum fjárfestum í bankanum virðast vera að losa sig við hluti, merkt með rauðu á myndinni hér að neðan eða standa hjá í útboðinu, merkt með bláu. Þó skal tekið fram að uppgjör Bankasýslu ríkisins á útboðinu er ekki lokið og því gætu þær upplýsingar sem lágu fyrir í bankanum í dag breyst. Erlendu fjárfestarnir fara samtals með tæplega 8% hlut en hlutur erlendra fjárfesta var um 11% eftir síðasta útboð. Capital Group er lang stærsti erlendi hluthafinn og fer með 5,06% hlut. Fjórir einstaklingar eru meðal hundrað stærstu hluthafa Íslandsbanka og fara samanlagt með ríflega eitt prósent hlutafjár í Íslandsbanka.
Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. 28. mars 2022 21:00 Fjórir lífeyrissjóðir meðal sex stærstu hluthafa Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group er ekki lengur annar stærsti hluthafi Íslandsbanka heldur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 5,23 prósenta hlut. Áætlað er að Bankasýsla ríkisins birti uppgjör á útboði ríkisins á hlut í Íslandsbanka í dag. 28. mars 2022 13:00 Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15 „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 Mest lesið Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Sjá meira
Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. 28. mars 2022 21:00
Fjórir lífeyrissjóðir meðal sex stærstu hluthafa Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group er ekki lengur annar stærsti hluthafi Íslandsbanka heldur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 5,23 prósenta hlut. Áætlað er að Bankasýsla ríkisins birti uppgjör á útboði ríkisins á hlut í Íslandsbanka í dag. 28. mars 2022 13:00
Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15
„Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57