Segja verkefnastjórn og yfirsýn hafa brugðist við tilfærslu skimunar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. mars 2022 17:09 Starfshópurinn segir ljóst að heilbrigðiskerfið sé viðkvæmt gagnvart breytingum og endurskipulagningu og því hefði þurft að vanda sérstaklega vel til verka. Vísir/Getty Yfirsýn og verkefnastjórn hjá heilbrigðisráðuneytinu brást þegar framkvæmd leghálsskimunar var færð úr höndum Krabbameinsfélags Íslands og til nýrrar Samhæfingarmiðstöðvar krabbameina á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps Læknafélags Íslands sem fjallar um breytingar á skipulagi og framkvæmd leghálskrabbameinsskimunar. Starfshópurinn fór yfir aðdraganda breytingarinnar en ekki er ofsögum sagt að heilbrigðisyfirvöld fái falleinkunn í skýrslunni. Starfshópurinn segir ljóst að heilbrigðiskerfið sé viðkvæmt gagnvart breytingum og endurskipulagningu og því hefði þurft að vanda sérstaklega vel til verka. Hópurinn segir að verulega hafi skort á víðtæku samráði og undirbúningi sem tilfærsla starfseminnar hefði kallað á. Tímasett verk- og kostnaðaráætlun hafi þá ekki verið gerð af hálfu forsvarsaðila hvorki heilsugæslu né heilbrigðisráðuneytisins. Breytingunum hafi þá verið stýrt af fáeinum starfsmönnum nýrrar Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimunar. Staðsetning, stjórnun og utanumhald hafi þá markast af skammtímalausnum innan heilsugæslunnar. Umtalsverð óvissa hafi því skapast vegna allra þeirra þátta ferlisins sem ekki hafði verið hugsað fyrir. Langur tími hafi til að mynda liðið á árinu 2021 þar til margar konur fengu svör um niðurstöðu skimunar. Ekki var gert áhættumat á því hvar veika punkta gæti verið að finna í yfirfærsluferlinu og ekki gert ráð fyrir tímabili þar sem bæði kerfin yrðu keyrð samtímis til að tryggja samfellu og að nýtt kerfi virkaði sem skyldi. Starfshópurinn segir að kostnaðaráætlun hafi verið ófullkomin og að ekki hafi verið gætt með réttum hætti að persónuvernd við flutning íslenskra lífsýna erlendis. Loks er það álit starfshópsins að stjórnunaraðilum í heilbrigðismálum landsins hefði mátt vera ljóst að þörf væri á vönduðum undirbúningi og lengri tíma fyrir svo umfangsmikið verkefni til að ekki yrði rof á þjónustu sem þegar var til staðar í gegnum leitarstarf Krabbameinsfélagsins. Starfshópurinn fer fram á það að atburðarás, líkt og þessi, endurtaki sig ekki þegar gera á umfangsmiklar breytingar í heilbrigðiskerfinu í framtíðinni. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Krabbameinsfélagið greiðir konu með banvænt krabbamein tugi milljóna Kona sem greindist með banvænt krabbamein fær greiddar tugi milljóna króna í bætur frá Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við leghálsskimun. Þegar meinið loks uppgötvaðist var það ekki lengur skurðtækt. 9. desember 2021 23:00 Landlæknir áréttaði við heilsugæsluna að láta konur njóta vafans Öll leghálssýni sem fyrst voru sett til hliðar vegna gruns um ofskimum voru á endanum send til rannsóknar í Danmörku. Örfá einkennasýni voru þeirra á meðal. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Embætti landlæknis í sumar og svörum þeirra við fyrirspurnum Vísis. 29. október 2021 07:30 Konur sem fóru í skimun í mars bíða enn svara Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimunar hafa beðið meira en fjóra mánuði. Konur sem fóru í skimun í lok mars eiga enn eftir að fá niðurstöðu. Þetta kemur fram í svörum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Vísis. 16. ágúst 2021 06:33 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps Læknafélags Íslands sem fjallar um breytingar á skipulagi og framkvæmd leghálskrabbameinsskimunar. Starfshópurinn fór yfir aðdraganda breytingarinnar en ekki er ofsögum sagt að heilbrigðisyfirvöld fái falleinkunn í skýrslunni. Starfshópurinn segir ljóst að heilbrigðiskerfið sé viðkvæmt gagnvart breytingum og endurskipulagningu og því hefði þurft að vanda sérstaklega vel til verka. Hópurinn segir að verulega hafi skort á víðtæku samráði og undirbúningi sem tilfærsla starfseminnar hefði kallað á. Tímasett verk- og kostnaðaráætlun hafi þá ekki verið gerð af hálfu forsvarsaðila hvorki heilsugæslu né heilbrigðisráðuneytisins. Breytingunum hafi þá verið stýrt af fáeinum starfsmönnum nýrrar Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimunar. Staðsetning, stjórnun og utanumhald hafi þá markast af skammtímalausnum innan heilsugæslunnar. Umtalsverð óvissa hafi því skapast vegna allra þeirra þátta ferlisins sem ekki hafði verið hugsað fyrir. Langur tími hafi til að mynda liðið á árinu 2021 þar til margar konur fengu svör um niðurstöðu skimunar. Ekki var gert áhættumat á því hvar veika punkta gæti verið að finna í yfirfærsluferlinu og ekki gert ráð fyrir tímabili þar sem bæði kerfin yrðu keyrð samtímis til að tryggja samfellu og að nýtt kerfi virkaði sem skyldi. Starfshópurinn segir að kostnaðaráætlun hafi verið ófullkomin og að ekki hafi verið gætt með réttum hætti að persónuvernd við flutning íslenskra lífsýna erlendis. Loks er það álit starfshópsins að stjórnunaraðilum í heilbrigðismálum landsins hefði mátt vera ljóst að þörf væri á vönduðum undirbúningi og lengri tíma fyrir svo umfangsmikið verkefni til að ekki yrði rof á þjónustu sem þegar var til staðar í gegnum leitarstarf Krabbameinsfélagsins. Starfshópurinn fer fram á það að atburðarás, líkt og þessi, endurtaki sig ekki þegar gera á umfangsmiklar breytingar í heilbrigðiskerfinu í framtíðinni.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Krabbameinsfélagið greiðir konu með banvænt krabbamein tugi milljóna Kona sem greindist með banvænt krabbamein fær greiddar tugi milljóna króna í bætur frá Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við leghálsskimun. Þegar meinið loks uppgötvaðist var það ekki lengur skurðtækt. 9. desember 2021 23:00 Landlæknir áréttaði við heilsugæsluna að láta konur njóta vafans Öll leghálssýni sem fyrst voru sett til hliðar vegna gruns um ofskimum voru á endanum send til rannsóknar í Danmörku. Örfá einkennasýni voru þeirra á meðal. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Embætti landlæknis í sumar og svörum þeirra við fyrirspurnum Vísis. 29. október 2021 07:30 Konur sem fóru í skimun í mars bíða enn svara Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimunar hafa beðið meira en fjóra mánuði. Konur sem fóru í skimun í lok mars eiga enn eftir að fá niðurstöðu. Þetta kemur fram í svörum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Vísis. 16. ágúst 2021 06:33 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Krabbameinsfélagið greiðir konu með banvænt krabbamein tugi milljóna Kona sem greindist með banvænt krabbamein fær greiddar tugi milljóna króna í bætur frá Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við leghálsskimun. Þegar meinið loks uppgötvaðist var það ekki lengur skurðtækt. 9. desember 2021 23:00
Landlæknir áréttaði við heilsugæsluna að láta konur njóta vafans Öll leghálssýni sem fyrst voru sett til hliðar vegna gruns um ofskimum voru á endanum send til rannsóknar í Danmörku. Örfá einkennasýni voru þeirra á meðal. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Embætti landlæknis í sumar og svörum þeirra við fyrirspurnum Vísis. 29. október 2021 07:30
Konur sem fóru í skimun í mars bíða enn svara Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimunar hafa beðið meira en fjóra mánuði. Konur sem fóru í skimun í lok mars eiga enn eftir að fá niðurstöðu. Þetta kemur fram í svörum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Vísis. 16. ágúst 2021 06:33