Hnýtur um viðbrögð borgarstjóra og segir framtíð íþrótta bjarta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2022 16:37 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ríkið geri ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í máli sínu. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að til þess að lausn fáist í umræðunni um nýjan þjóðarleikvang þurfi að ljúka samtali sem hófst árið 2018 um að samkomulag þyrfti að nást milli ríkis og borgar um fjárhagslegt framlag. Engar fjárhagslegar skuldbindingar varðandi þjóðarleikvang er að finna í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2023-2027. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagðist í samtali við Vísi í dag vera mjög hissa á því hvernig þjóðarleikvangurinn væri afgreiddur í áætluninni. Tveir milljarðar króna hefðu verið til hliðar af borginni fyrir nýjan leikvang. Ef ríkið ætlaði ekki að skuldbinda sig til næstu ára þá yrðu peningarnir nýttir í nýtt íþróttahús fyrir íþróttafélögin í Laugardal, Ármann og Þrótt. „Þessi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar setur stórt spurningamerki við það hvort verið sé að segja að ekkert muni gerast í þessum málum næstu fimm árin. Ég mun kalla eftir skýringum. Reykjavíkurborg hefur verið alveg skýr hvað það varðar að þessi máli þurfi að skýrast núna,“ sagði Dagur. Bjarni grípur boltann á lofti í færslu á Facebook. Hann segir að frá 2018 hafi verið gengið út frá því að samkomulag þyrfti að nást milli ríkis og borgar um fjárhagslegt framlag og aðra þætti. „Of hægt hefur gengið að leiða til lykta þessi mál og ekki hjálpaði að fá heimsfaraldur í millitíðinni. Af þessum sökum hafa allar áætlanir raskast,“ segir Bjarni. Honum sé ekki kunnugt um að endanlegt samkomulag um framlag borgarinnar hafi náðst. „Þannig kom fram á síðasta fundi sem ég sat um málið að borgarstjóri teldi ljóst að það væri ekki vilji innan meirihlutaflokkanna að styðja við framlög til þjóðarleikvangs. Áherslan ætti að vera á barna- og unglingastarf.“ Þá rifjar Bjarni upp tíst frá borgarstjóra í desember 2015 þar sem Dagur sagðist gera ráð fyrir að ríkið borgaði þjóðarleikvanga. Borgin greiddi annað. Kallað hefur verið eftir upplýsingum um hvaða fjárfestingar í íþróttamannvirkjum eru fyrirhugaðar í Laugardal í Græna planinu sem nú er til síðari umræðu í borgarstjórn - hér er yfirlit einsog ég lofaði @AsiHelga. Gerum ráð fyrir að ríkið borgi þjóðarleikvanga en borgin annað. pic.twitter.com/LtHOD9gQUZ— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) December 15, 2020 „Í millitíðinni hefur reyndar komið fram að nýr menntamálaráðherra segist vera í samtali um kostnaðarskiptingu við borgina og nú er minnt á að Reykjavík hafi tekið frá 2 milljarða í tengslum við þjóðarleikvanga. Þó var það ekki gert í neinu samkomulagi við ríkið,“ segir Bjarni. Þá segir hann ranga fullyrðingu að ekki sé minnst á þjóðarleikvanga í fjármálaáætlun. Í áætluninni komi fram að gert sé ráð fyrir leikvangi á næstu árum. Ýmislegt sem ekki liggur fyrir Þá komi fram að óráðstafað fjárfestingasvigrúm fari vaxandi eftir því sem líður á áætlunartímabilið. „Slíkt svigrúm getur einmitt nýst til þess að klára fjármögnun mannvirkja eins og þjóðarleikvanga, sem á þessum tímapunkti liggur reyndar ekki endanlega fyrir hvar eiga að rísa og að hvaða marki borgin eða aðrir ætli að taka þátt í að fjármagna. Þegar það liggur fyrir má fara í að hanna mannvirkin og ráðast í annan nauðsynlegan undirbúning, m.a. að sækja um leyfi og breytingar á skipulagi, allt þættir sem hafa átt það til að taka einhver ár.“ Ríkið geri ráð fyrir málinu í sínum áætlunum og af þeirri ástæðu sé ekki ástæða til annars en að vera bjartsýnn á framtíð íþróttanna í landinu. Nýr þjóðarleikvangur Ármann Þróttur Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Borgarstjóri mjög undrandi og segir borgina ekki geta beðið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segist vera mjög undrandi á því að ekkert sé minnst á þjóðarleikvanga í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segist munu leita skýringa og að fjárhæðir, sem borgin hafi lagt til hliðar vegna nýs þjóðarleikvangs, verði nýttir í nýtt íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal, sé það raunin að ríkið hafi ákveðið fresta því að leggja fjármuni til nýrra þjóðarleikvanga. 29. mars 2022 12:26 Formaður KKÍ verulega ósáttur við ríkisstjórnina: „Ekki lengur nóg að segja einhver falleg orð“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er virkilega ósáttur við að ekki sé gert ráð fyrir byggingu nýs þjóðarleikvangs í fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. Hann kveðst þreyttur á vanefndum loforðum ríkisstjórnarinnar þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs. 29. mars 2022 11:49 Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagðist í samtali við Vísi í dag vera mjög hissa á því hvernig þjóðarleikvangurinn væri afgreiddur í áætluninni. Tveir milljarðar króna hefðu verið til hliðar af borginni fyrir nýjan leikvang. Ef ríkið ætlaði ekki að skuldbinda sig til næstu ára þá yrðu peningarnir nýttir í nýtt íþróttahús fyrir íþróttafélögin í Laugardal, Ármann og Þrótt. „Þessi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar setur stórt spurningamerki við það hvort verið sé að segja að ekkert muni gerast í þessum málum næstu fimm árin. Ég mun kalla eftir skýringum. Reykjavíkurborg hefur verið alveg skýr hvað það varðar að þessi máli þurfi að skýrast núna,“ sagði Dagur. Bjarni grípur boltann á lofti í færslu á Facebook. Hann segir að frá 2018 hafi verið gengið út frá því að samkomulag þyrfti að nást milli ríkis og borgar um fjárhagslegt framlag og aðra þætti. „Of hægt hefur gengið að leiða til lykta þessi mál og ekki hjálpaði að fá heimsfaraldur í millitíðinni. Af þessum sökum hafa allar áætlanir raskast,“ segir Bjarni. Honum sé ekki kunnugt um að endanlegt samkomulag um framlag borgarinnar hafi náðst. „Þannig kom fram á síðasta fundi sem ég sat um málið að borgarstjóri teldi ljóst að það væri ekki vilji innan meirihlutaflokkanna að styðja við framlög til þjóðarleikvangs. Áherslan ætti að vera á barna- og unglingastarf.“ Þá rifjar Bjarni upp tíst frá borgarstjóra í desember 2015 þar sem Dagur sagðist gera ráð fyrir að ríkið borgaði þjóðarleikvanga. Borgin greiddi annað. Kallað hefur verið eftir upplýsingum um hvaða fjárfestingar í íþróttamannvirkjum eru fyrirhugaðar í Laugardal í Græna planinu sem nú er til síðari umræðu í borgarstjórn - hér er yfirlit einsog ég lofaði @AsiHelga. Gerum ráð fyrir að ríkið borgi þjóðarleikvanga en borgin annað. pic.twitter.com/LtHOD9gQUZ— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) December 15, 2020 „Í millitíðinni hefur reyndar komið fram að nýr menntamálaráðherra segist vera í samtali um kostnaðarskiptingu við borgina og nú er minnt á að Reykjavík hafi tekið frá 2 milljarða í tengslum við þjóðarleikvanga. Þó var það ekki gert í neinu samkomulagi við ríkið,“ segir Bjarni. Þá segir hann ranga fullyrðingu að ekki sé minnst á þjóðarleikvanga í fjármálaáætlun. Í áætluninni komi fram að gert sé ráð fyrir leikvangi á næstu árum. Ýmislegt sem ekki liggur fyrir Þá komi fram að óráðstafað fjárfestingasvigrúm fari vaxandi eftir því sem líður á áætlunartímabilið. „Slíkt svigrúm getur einmitt nýst til þess að klára fjármögnun mannvirkja eins og þjóðarleikvanga, sem á þessum tímapunkti liggur reyndar ekki endanlega fyrir hvar eiga að rísa og að hvaða marki borgin eða aðrir ætli að taka þátt í að fjármagna. Þegar það liggur fyrir má fara í að hanna mannvirkin og ráðast í annan nauðsynlegan undirbúning, m.a. að sækja um leyfi og breytingar á skipulagi, allt þættir sem hafa átt það til að taka einhver ár.“ Ríkið geri ráð fyrir málinu í sínum áætlunum og af þeirri ástæðu sé ekki ástæða til annars en að vera bjartsýnn á framtíð íþróttanna í landinu.
Nýr þjóðarleikvangur Ármann Þróttur Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Borgarstjóri mjög undrandi og segir borgina ekki geta beðið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segist vera mjög undrandi á því að ekkert sé minnst á þjóðarleikvanga í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segist munu leita skýringa og að fjárhæðir, sem borgin hafi lagt til hliðar vegna nýs þjóðarleikvangs, verði nýttir í nýtt íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal, sé það raunin að ríkið hafi ákveðið fresta því að leggja fjármuni til nýrra þjóðarleikvanga. 29. mars 2022 12:26 Formaður KKÍ verulega ósáttur við ríkisstjórnina: „Ekki lengur nóg að segja einhver falleg orð“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er virkilega ósáttur við að ekki sé gert ráð fyrir byggingu nýs þjóðarleikvangs í fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. Hann kveðst þreyttur á vanefndum loforðum ríkisstjórnarinnar þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs. 29. mars 2022 11:49 Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Borgarstjóri mjög undrandi og segir borgina ekki geta beðið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segist vera mjög undrandi á því að ekkert sé minnst á þjóðarleikvanga í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segist munu leita skýringa og að fjárhæðir, sem borgin hafi lagt til hliðar vegna nýs þjóðarleikvangs, verði nýttir í nýtt íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal, sé það raunin að ríkið hafi ákveðið fresta því að leggja fjármuni til nýrra þjóðarleikvanga. 29. mars 2022 12:26
Formaður KKÍ verulega ósáttur við ríkisstjórnina: „Ekki lengur nóg að segja einhver falleg orð“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er virkilega ósáttur við að ekki sé gert ráð fyrir byggingu nýs þjóðarleikvangs í fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. Hann kveðst þreyttur á vanefndum loforðum ríkisstjórnarinnar þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs. 29. mars 2022 11:49
Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03