„Þetta er ömurlegt ástand og þjóðinni ekki bjóðandi“ Jakob Bjarnar skrifar 29. mars 2022 16:14 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra gaf sér tíma til að mæta í útvarpsviðtal í gær, enda væri lítið fyrir sig að gera á þinginu þar sem stjórnarandstaðana væri með það í gíslingu með málþófi og fundarstjórnaræfingum. Ummæli hans fóru vægast sagt illa í þingmenn stjórnarandstöðunnar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hver á fætur öðrum fóru stjórnarandstöðuþingmenn í pontu nú síðdegis og fordæmdu afdráttarlaust orð Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra þess efnis að stjórnarandstaðan væri með þingið í gíslingu. Nýr þingmaður, Hilda Jana, sló þingheim út af laginu þegar hún lýsti ástandinu á þinginu sem óbærilegu. Þingmenn fordæma ummæli Sigurðar Inga Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata kvaddi sér hljóðs undir dagskrárliðnum Fundarstjórn forseta þar sem hann vakti athygli á orðum sem Sigurður Ingi lét falla í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hann var þar að ræða leigubílafrumvarpið en taldi að það strandaði á málþófsáráttu stjórnarandstöðunnar. Viðtalið við Sigurð Inga má finna í spilaranum hér neðar, en það er um og við fjórðu mínútu sem hin umdeildu ummæli falla. „Vonandi hættir þingið að vera í þessum hægagangi, þar sem ekkert er afgreitt, stjórnarandstaðan er eiginlega með þingið í gíslingu í einhverju málþófi og fundarstjórn. Þess vegna gat ég nú kíkt hingað. Ég átti að vera niðri á þingi en það er bara látlaust verið að tala um eitthvað annað og öll mál tekin í gíslingu,“ sagði ráðherra við útvarpsmenn Bylgjunnar. Stjórnarandstaðan telur Sigurð henda steinum úr glerhúsi Stjórnarandstöðunni þótti þarna, svo vægt sé til orða tekið, Sigurður Ingi vera að henda steinum úr glerhúsi. Björn Leví taldi þetta áhugavert viðhorf því að væri nú einu sinni meirihluti flokka á þingi sem tæki sér dagskrárvaldið og þau hagi málum þannig að mál frá ríkisstjórninni koma inn í þingflokka þeirra og eru rædd fram og til baka en ekkert sé leitað til hinna þingmannanna sem eru á þingi. Birni Leví Gunnarssyni Pírötum telur ummæli Sigurðar Inga fyrir neðan allar hellur. Að þingið sé í hægagangi sé ekki hægt að skrifa á stjórnarandstöðuna. Honum þykir það upplegg lýsa verulegri ósvífni.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ekki neitt. Það er að sjálfsögðu hlutverk okkar að mæta hér í ræðustól Alþingis og kynna málin fyrir þingi og þjóð, benda á gallana, sem við fengum ekki aðkomu að þegar var verið að fjalla um þau, áður en þau komu til þingsins. Þetta er eðlileg lýðræðisleg umræða,“ sagði Björn Leví og það var sem opnað væri fyrir flóðgátt. Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingu sagðist einnig hafa heyrt „þessi ótrúlegu ummæli“ Sigurðar Inga og þau væru „auðvitað ævintýralega röng lýsing“. Stjórnarmeirihlutinn fari með dagskrárvaldið á þinginu. „Þessi ummæli endurspegla líka alveg ofboðslegt óþol forystufólks í Framsóknarflokknum fyrir því að það eigi sér stað pólitísk umræða í þessum sal. Þá meðal annars um þingmál frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar,“ sagði Jóhann Páll. Halla Signý hellir olíu á eldinn Og þannig gekk dælan, fjöldi þingmanna notaði tækifærið og lýstu því að þeir skildu ekki erindi Framsóknarflokksins, svo sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar. Og aðrir bentu á að ráðherrar Framsóknarflokksins hafi eytt ómældum tíma þingsins í að leggja fram ónýt mál, og var þar vísað til bagg-frumvarps Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Halla Signý Framsóknarflokki vildi verja sinn mann en orð hennar voru síst til þess fallin að lægja öldur.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Það var svo ekki til að bæta úr skák þegar Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknar sté í pontu og vildi verja sinn formann með því að beina athygli að því að þetta væri umræða um form en ekki efni. Í mars hefði verið tekinn sex og hálfur klukkutími í mars í þennan lið, fundarstjórn forseta. Hún fór fram á það við forseta „að það verði gerð ítarlegri leiðbeiningar til þingmanna hvernig eigi að haga sér undir þessum dagskrárlið.“ Grátbiður þingmenn um að hætta í sandkassaleik Þannig gekk mikið á en þegar Hilda Jana Gísladóttir frá Akureyri, varaþingmaður Samfylkingar, tók til máls vissu menn ekki hvort þeir áttu að hlæja eða gráta: Hildu Jönu, varaþingmanni Samfylkingarinnar var beinlínis brugðið, nýkomin á þing, við að uppgötva hvers konar úlfúð ríkir þar innan dyra.Samfylkingin „Ég settist á þing í gær. Og ég get sagt ykkur það að þetta er ótrúlega dapurt umhverfi sem ég er að labba inn í. Það er mér svo mikil sorg í hjarta að koma inn í þetta ástand og sjá hvað er í gangi bak við tjöldin,“ sagði Hilda Jana og lýsti því að hún hafi heyrt að fólk takist jú á um mál en séu að mestu sammála. Og jafnvel vinir utan þess. „Þetta var það sem maður heyrði framanaf. En þetta er ömurlegt ástand. Og þjóðinni ekki bjóðandi. Það er erfitt að útskýra fyrir 17 ára dóttur minni sem langar að vita hvernig störfin hérna fara fram, hvað er eiginlega að gerast. Því ekki skil ég það. Ég vona að allir leiti lausna til að nýta þessa frábæru þekkingu og fólk sem er hér í salnum. Til þess að vinna fyrir þjóðina og hætta þessum sandkassaleik,“ sagði Hilda Jana. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þingmenn fordæma ummæli Sigurðar Inga Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata kvaddi sér hljóðs undir dagskrárliðnum Fundarstjórn forseta þar sem hann vakti athygli á orðum sem Sigurður Ingi lét falla í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hann var þar að ræða leigubílafrumvarpið en taldi að það strandaði á málþófsáráttu stjórnarandstöðunnar. Viðtalið við Sigurð Inga má finna í spilaranum hér neðar, en það er um og við fjórðu mínútu sem hin umdeildu ummæli falla. „Vonandi hættir þingið að vera í þessum hægagangi, þar sem ekkert er afgreitt, stjórnarandstaðan er eiginlega með þingið í gíslingu í einhverju málþófi og fundarstjórn. Þess vegna gat ég nú kíkt hingað. Ég átti að vera niðri á þingi en það er bara látlaust verið að tala um eitthvað annað og öll mál tekin í gíslingu,“ sagði ráðherra við útvarpsmenn Bylgjunnar. Stjórnarandstaðan telur Sigurð henda steinum úr glerhúsi Stjórnarandstöðunni þótti þarna, svo vægt sé til orða tekið, Sigurður Ingi vera að henda steinum úr glerhúsi. Björn Leví taldi þetta áhugavert viðhorf því að væri nú einu sinni meirihluti flokka á þingi sem tæki sér dagskrárvaldið og þau hagi málum þannig að mál frá ríkisstjórninni koma inn í þingflokka þeirra og eru rædd fram og til baka en ekkert sé leitað til hinna þingmannanna sem eru á þingi. Birni Leví Gunnarssyni Pírötum telur ummæli Sigurðar Inga fyrir neðan allar hellur. Að þingið sé í hægagangi sé ekki hægt að skrifa á stjórnarandstöðuna. Honum þykir það upplegg lýsa verulegri ósvífni.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ekki neitt. Það er að sjálfsögðu hlutverk okkar að mæta hér í ræðustól Alþingis og kynna málin fyrir þingi og þjóð, benda á gallana, sem við fengum ekki aðkomu að þegar var verið að fjalla um þau, áður en þau komu til þingsins. Þetta er eðlileg lýðræðisleg umræða,“ sagði Björn Leví og það var sem opnað væri fyrir flóðgátt. Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingu sagðist einnig hafa heyrt „þessi ótrúlegu ummæli“ Sigurðar Inga og þau væru „auðvitað ævintýralega röng lýsing“. Stjórnarmeirihlutinn fari með dagskrárvaldið á þinginu. „Þessi ummæli endurspegla líka alveg ofboðslegt óþol forystufólks í Framsóknarflokknum fyrir því að það eigi sér stað pólitísk umræða í þessum sal. Þá meðal annars um þingmál frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar,“ sagði Jóhann Páll. Halla Signý hellir olíu á eldinn Og þannig gekk dælan, fjöldi þingmanna notaði tækifærið og lýstu því að þeir skildu ekki erindi Framsóknarflokksins, svo sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar. Og aðrir bentu á að ráðherrar Framsóknarflokksins hafi eytt ómældum tíma þingsins í að leggja fram ónýt mál, og var þar vísað til bagg-frumvarps Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Halla Signý Framsóknarflokki vildi verja sinn mann en orð hennar voru síst til þess fallin að lægja öldur.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Það var svo ekki til að bæta úr skák þegar Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknar sté í pontu og vildi verja sinn formann með því að beina athygli að því að þetta væri umræða um form en ekki efni. Í mars hefði verið tekinn sex og hálfur klukkutími í mars í þennan lið, fundarstjórn forseta. Hún fór fram á það við forseta „að það verði gerð ítarlegri leiðbeiningar til þingmanna hvernig eigi að haga sér undir þessum dagskrárlið.“ Grátbiður þingmenn um að hætta í sandkassaleik Þannig gekk mikið á en þegar Hilda Jana Gísladóttir frá Akureyri, varaþingmaður Samfylkingar, tók til máls vissu menn ekki hvort þeir áttu að hlæja eða gráta: Hildu Jönu, varaþingmanni Samfylkingarinnar var beinlínis brugðið, nýkomin á þing, við að uppgötva hvers konar úlfúð ríkir þar innan dyra.Samfylkingin „Ég settist á þing í gær. Og ég get sagt ykkur það að þetta er ótrúlega dapurt umhverfi sem ég er að labba inn í. Það er mér svo mikil sorg í hjarta að koma inn í þetta ástand og sjá hvað er í gangi bak við tjöldin,“ sagði Hilda Jana og lýsti því að hún hafi heyrt að fólk takist jú á um mál en séu að mestu sammála. Og jafnvel vinir utan þess. „Þetta var það sem maður heyrði framanaf. En þetta er ömurlegt ástand. Og þjóðinni ekki bjóðandi. Það er erfitt að útskýra fyrir 17 ára dóttur minni sem langar að vita hvernig störfin hérna fara fram, hvað er eiginlega að gerast. Því ekki skil ég það. Ég vona að allir leiti lausna til að nýta þessa frábæru þekkingu og fólk sem er hér í salnum. Til þess að vinna fyrir þjóðina og hætta þessum sandkassaleik,“ sagði Hilda Jana.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira