Siakam sendi þunnskipað lið Boston niður um þrjú sæti Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2022 07:30 Pascal Siakam keyrir framhjá Aaron Nesmith í sigri Toronto Raptors í nótt. AP/Frank Gunn Pascal Siakam skoraði 40 stig þegar Toronto Raptors unnu mikilvægan sigur og sendu Boston Celtics niður úr efsta sæti austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í gær. Leikurinn var annar tveggja leikja sem fóru í framlengingu. Miami Heat er núna eitt á toppi austurdeildarinnar, eftir öruggan 123-100 sigur á Sacramento Kings í gær, en Boston fór alveg niður í 4. sæti. Toronto náði hins vegar að lyfta sér upp úr umspilssæti og í 6. sæti austurdeildarinnar. The NBA Standings after Monday night!The Miami Heat reclaim #1 in the Easthttps://t.co/xhCSbzNSi7 pic.twitter.com/my4nQM4qh4— NBA (@NBA) March 29, 2022 Siakam skoraði ekki bara 40 stig heldur tók 13 fráköst í 115-112 sigri Toronto í gær. Hann skoraði til að mynda mikilvæga körfu seint í framlengingunni. 4 0 piece SPICY Pascal Siakam ERUPTED for a season-high 40 points including the game deciding basket in OT! #WeTheNorth@pskills43: 40 PTS, 13 REB, 3 STL, 2 BLK pic.twitter.com/vyRPyWTKJc— NBA (@NBA) March 29, 2022 Lið Boston var ansi þunnskipað og lék án Jaylen Brown, Jason Tatum, Al Horford og Robert Williams III, í aðeins fimmta tapleik sínum í síðustu 29 leikjum. Brown og Tatum munu báðir hafa verið aumir í hnjánum en ættu að vera með á morgun þegar Boston fær Miami í heimsókn í sannkölluðum stórleik. Jokic með þrefalda tvennu Einnig var framlengt í Portland þar sem gestirnir frá Oklahoma City Thunder unnu 134-131 sigur. Isaiah Roby skoraði 30 stig fyrir Oklahoma og Aaron Wiggins 28 en liðið er engu að síður næstneðst í vesturdeildinni og vonir Portland um að komast upp í umspil eru einnig afar litlar. Isaiah Roby WENT OFF for a career-high 30 points (11-13 FGM) in the @okcthunder win, and hit a CLUTCH 3 with seconds remaining to force OT! #ThunderUp@roby_isaiah: 30 PTS, 8 REB, 4 AST, 2 STL, 2 BLK, 4 3PM pic.twitter.com/OcvNEEYQrA— NBA (@NBA) March 29, 2022 Nikola Jokic og félagar í Denver Nuggets eru hins vegar í 6. sæti vesturdeildarinnar og nálægt næstu liðum eftir 113-109 sigur gegn Charlotte Hornets. Jókerinn stóð fyrir sínu og skoraði 26 stig, tók 19 fráköst og gaf 11 stoðsendingar, og náði þar með sinni nítjándu þrennu í vetur. Nikola Jokic dropped his 19th triple-double of the season to propel the @nuggets to the win! #MileHighBasketball 26 PTS | 19 REB | 11 AST | 2 STL pic.twitter.com/bTAQyRvwxD— NBA (@NBA) March 29, 2022 Úrslitin í gær: Charlotte 109-113 Denver Cleveland 107-101 Orlando Indiana 123-132 Atlanta Miami 123-100 Sacramento New York 109-104 Chicago Toronto 115-112 (e. framl.) Boston Houston 120-123 San Antonio Memphis 123-95 Golden State Portland 131-134 (e. framl.) Oklahoma NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Sjá meira
Miami Heat er núna eitt á toppi austurdeildarinnar, eftir öruggan 123-100 sigur á Sacramento Kings í gær, en Boston fór alveg niður í 4. sæti. Toronto náði hins vegar að lyfta sér upp úr umspilssæti og í 6. sæti austurdeildarinnar. The NBA Standings after Monday night!The Miami Heat reclaim #1 in the Easthttps://t.co/xhCSbzNSi7 pic.twitter.com/my4nQM4qh4— NBA (@NBA) March 29, 2022 Siakam skoraði ekki bara 40 stig heldur tók 13 fráköst í 115-112 sigri Toronto í gær. Hann skoraði til að mynda mikilvæga körfu seint í framlengingunni. 4 0 piece SPICY Pascal Siakam ERUPTED for a season-high 40 points including the game deciding basket in OT! #WeTheNorth@pskills43: 40 PTS, 13 REB, 3 STL, 2 BLK pic.twitter.com/vyRPyWTKJc— NBA (@NBA) March 29, 2022 Lið Boston var ansi þunnskipað og lék án Jaylen Brown, Jason Tatum, Al Horford og Robert Williams III, í aðeins fimmta tapleik sínum í síðustu 29 leikjum. Brown og Tatum munu báðir hafa verið aumir í hnjánum en ættu að vera með á morgun þegar Boston fær Miami í heimsókn í sannkölluðum stórleik. Jokic með þrefalda tvennu Einnig var framlengt í Portland þar sem gestirnir frá Oklahoma City Thunder unnu 134-131 sigur. Isaiah Roby skoraði 30 stig fyrir Oklahoma og Aaron Wiggins 28 en liðið er engu að síður næstneðst í vesturdeildinni og vonir Portland um að komast upp í umspil eru einnig afar litlar. Isaiah Roby WENT OFF for a career-high 30 points (11-13 FGM) in the @okcthunder win, and hit a CLUTCH 3 with seconds remaining to force OT! #ThunderUp@roby_isaiah: 30 PTS, 8 REB, 4 AST, 2 STL, 2 BLK, 4 3PM pic.twitter.com/OcvNEEYQrA— NBA (@NBA) March 29, 2022 Nikola Jokic og félagar í Denver Nuggets eru hins vegar í 6. sæti vesturdeildarinnar og nálægt næstu liðum eftir 113-109 sigur gegn Charlotte Hornets. Jókerinn stóð fyrir sínu og skoraði 26 stig, tók 19 fráköst og gaf 11 stoðsendingar, og náði þar með sinni nítjándu þrennu í vetur. Nikola Jokic dropped his 19th triple-double of the season to propel the @nuggets to the win! #MileHighBasketball 26 PTS | 19 REB | 11 AST | 2 STL pic.twitter.com/bTAQyRvwxD— NBA (@NBA) March 29, 2022 Úrslitin í gær: Charlotte 109-113 Denver Cleveland 107-101 Orlando Indiana 123-132 Atlanta Miami 123-100 Sacramento New York 109-104 Chicago Toronto 115-112 (e. framl.) Boston Houston 120-123 San Antonio Memphis 123-95 Golden State Portland 131-134 (e. framl.) Oklahoma NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Charlotte 109-113 Denver Cleveland 107-101 Orlando Indiana 123-132 Atlanta Miami 123-100 Sacramento New York 109-104 Chicago Toronto 115-112 (e. framl.) Boston Houston 120-123 San Antonio Memphis 123-95 Golden State Portland 131-134 (e. framl.) Oklahoma
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Sjá meira