Rússar sagðir reiðubúnir til að slaka á kröfum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2022 23:17 Frá bænum Trostyanets í Úkraínu sem úkraínski herinn frelsaði úr höndum rússneska hersins í dag. AP Photo/Efrem Lukatsky. Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa slakað á kröfum til Úkraínu í aðdraganda frekari vopnahlésviðræðna á morgun. Rússar eru sagðir ekki vera mótfallnir því að Úkraína gangi í ESB svo lengi sem ríkið fái ekki aðild að NATO. Þetta kemur fram í frétt Financial Times í kvöld sem byggð er á frásögnum fjögurra heimildarmanna blaðsins, sem sagðir eru hafa séð drög að því sem ræða á á morgun í Tyrklndi, þar sem sendinefndir Úkraínu og Rússlands koma saman til vopnahlésviðræðna. Í fréttinni kemur fram að rússnesk yfirvöld fari ekki lengur fram á Úkraína verði „af-nasistavædd“ en Rússar hafa haldið því fram, án þess að leggja fram sannanir þess efnis, að nasismi sé landlægur í Úkraínu. Scoop! - Russia no longer demanding Ukraine be ‘denazified’ in ceasefire talks, will allow Kyiv to join EU if it abandons Nato aspirationshttps://t.co/exrhld7TyD— Henry Foy (@HenryJFoy) March 28, 2022 Þá er Rússland sagt geta sætt sig við það að Úkraína fái aðild að Evrópusambandinu, gefi ríkið á bátinn vonir sínar um að fá inngöngu í NATO. Samkvæmt drögunum má Úkraína ekki þróa kjarnorkuvopn eða hýsa erlenda hermenn ú herstöðum í Úkraínu. Í frétt Financial Times kemur einnig fram að í stað aðildar Úkraínu að NATO myndu ákveðin ríki tryggja öryggi Úkraínu. Ríkin sem hafa verið nefnd til sögunnar þar eru Rússland, Bandaríkin, Bretland, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Kína, Ítalía, Pólland, Ísrael og Tyrkland. Rætt er við David Arakhamia, einn af samningamönnum Úkraínu sem segir að ekkert þessara ríkja hafi samþykkt slíkar öryggistryggingar. Ekkert af ríkjunum hafi hins vegar tekið fyrir það að veita slíka tryggingu, sem Arakhamia túlkar sem jákvætt merki. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Evrópusambandið Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Financial Times í kvöld sem byggð er á frásögnum fjögurra heimildarmanna blaðsins, sem sagðir eru hafa séð drög að því sem ræða á á morgun í Tyrklndi, þar sem sendinefndir Úkraínu og Rússlands koma saman til vopnahlésviðræðna. Í fréttinni kemur fram að rússnesk yfirvöld fari ekki lengur fram á Úkraína verði „af-nasistavædd“ en Rússar hafa haldið því fram, án þess að leggja fram sannanir þess efnis, að nasismi sé landlægur í Úkraínu. Scoop! - Russia no longer demanding Ukraine be ‘denazified’ in ceasefire talks, will allow Kyiv to join EU if it abandons Nato aspirationshttps://t.co/exrhld7TyD— Henry Foy (@HenryJFoy) March 28, 2022 Þá er Rússland sagt geta sætt sig við það að Úkraína fái aðild að Evrópusambandinu, gefi ríkið á bátinn vonir sínar um að fá inngöngu í NATO. Samkvæmt drögunum má Úkraína ekki þróa kjarnorkuvopn eða hýsa erlenda hermenn ú herstöðum í Úkraínu. Í frétt Financial Times kemur einnig fram að í stað aðildar Úkraínu að NATO myndu ákveðin ríki tryggja öryggi Úkraínu. Ríkin sem hafa verið nefnd til sögunnar þar eru Rússland, Bandaríkin, Bretland, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Kína, Ítalía, Pólland, Ísrael og Tyrkland. Rætt er við David Arakhamia, einn af samningamönnum Úkraínu sem segir að ekkert þessara ríkja hafi samþykkt slíkar öryggistryggingar. Ekkert af ríkjunum hafi hins vegar tekið fyrir það að veita slíka tryggingu, sem Arakhamia túlkar sem jákvætt merki.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Evrópusambandið Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira