Horfur í ríkisrekstrinum batnað til muna Eiður Þór Árnason skrifar 29. mars 2022 08:16 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti áætlunina í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í morgun. vísir/vilhelm Skuldahorfur hins opinbera hafa batnað og er gert ráð fyrir minni halla en áður var spáð vegna heimsfaraldursins. Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 í morgun. Alls er gert ráð fyrir 231 milljarða króna minni halla hins opinbera á árunum 2021 til 2026 en í síðustu fjármáláætlun sem kynnt var í fyrra. Reiknað er með áframhaldandi hallarekstri fram til ársins 2027 þegar því er spáð að afkoman verði neikvæð um 34 milljarða. Útlit er fyrir 183 milljarða króna halla á ríkisrekstrinum árið 2022. Í kynningu sinni fór Bjarni Benediktsson yfir stöðuna í efnahagskerfinu og sagði ýmis jákvæð teikn á lofti. Staða hagkerfisins væri að batna, tekjuhlið ríkisins að taka við sér og atvinnulífið aftur komið af stað eftir áfall heimsfaraldursins. Staða heimilanna væri sterk og kaupmáttur aldrei verið meiri. Þá sé gert ráð fyrir að kaupmáttur heimilanna vaxi áfram þrátt fyrir verðbólgu. Bjarni sagði að samhliða þessari þróun verði nú dregið úr efnhagslegum stuðningi stjórnvalda sem kom til vegna áhrifa heimsfaraldursins. Verðbólga hefur farið hækkandi að undanförnu en gert er ráð fyrir því er að hún komi til með að lækka aftur og verði komin í 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans árið 2025. Hún mælist nú 6,7 prósent. Halli á rekstri hins opinbera á næstu fjórum árum er nú talinn verða rúmlega 20 milljörðum króna minni á hverju ári að jafnaði en við gerð síðustu fjármálaáætlunar. Gert er ráð fyrir áframhaldandi skuldasöfnun til ársins 2026 en skuldir vaxi hægar en áður. Þá er þörf fyrir afkomubætandi ráðstafanir til að stöðva skuldasöfnun nú talin vera hverfandi. Fjármálaráðuneytið „Skuldastaða hins opinbera var ekki fyrirstaða í baráttunni við efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins þar sem nægt svigrúm var til skuldaaukningar. Samfélagið stóð á traustum grunni ábyrgrar hagstjórnar árin áður. Nú skiptir miklu máli að treysta grunninn á nýjan leik,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Umræða um nýju fjármálaáætlunina hefst á Alþingi um miðja næstu viku. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alls er gert ráð fyrir 231 milljarða króna minni halla hins opinbera á árunum 2021 til 2026 en í síðustu fjármáláætlun sem kynnt var í fyrra. Reiknað er með áframhaldandi hallarekstri fram til ársins 2027 þegar því er spáð að afkoman verði neikvæð um 34 milljarða. Útlit er fyrir 183 milljarða króna halla á ríkisrekstrinum árið 2022. Í kynningu sinni fór Bjarni Benediktsson yfir stöðuna í efnahagskerfinu og sagði ýmis jákvæð teikn á lofti. Staða hagkerfisins væri að batna, tekjuhlið ríkisins að taka við sér og atvinnulífið aftur komið af stað eftir áfall heimsfaraldursins. Staða heimilanna væri sterk og kaupmáttur aldrei verið meiri. Þá sé gert ráð fyrir að kaupmáttur heimilanna vaxi áfram þrátt fyrir verðbólgu. Bjarni sagði að samhliða þessari þróun verði nú dregið úr efnhagslegum stuðningi stjórnvalda sem kom til vegna áhrifa heimsfaraldursins. Verðbólga hefur farið hækkandi að undanförnu en gert er ráð fyrir því er að hún komi til með að lækka aftur og verði komin í 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans árið 2025. Hún mælist nú 6,7 prósent. Halli á rekstri hins opinbera á næstu fjórum árum er nú talinn verða rúmlega 20 milljörðum króna minni á hverju ári að jafnaði en við gerð síðustu fjármálaáætlunar. Gert er ráð fyrir áframhaldandi skuldasöfnun til ársins 2026 en skuldir vaxi hægar en áður. Þá er þörf fyrir afkomubætandi ráðstafanir til að stöðva skuldasöfnun nú talin vera hverfandi. Fjármálaráðuneytið „Skuldastaða hins opinbera var ekki fyrirstaða í baráttunni við efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins þar sem nægt svigrúm var til skuldaaukningar. Samfélagið stóð á traustum grunni ábyrgrar hagstjórnar árin áður. Nú skiptir miklu máli að treysta grunninn á nýjan leik,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Umræða um nýju fjármálaáætlunina hefst á Alþingi um miðja næstu viku. Fréttin hefur verið uppfærð.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira