Arnar svimaði að hlaupa á eftir Xavi og Iniesta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2022 09:31 Arnar Þór Viðarsson á ágætis minningar frá leikjum gegn Spánverjum. getty/Alex Nicodim Á blaðamannafundi í gær rifjaði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hvernig það var að spila gegn spænsku snillingunum Xavi og Andrés Iniesta. Ísland mætir Spáni í vináttulandsleik á Riazor í A Coruna klukkan 18:45 í kvöld. Þetta verður í fyrsta sinn sem Arnar stýrir íslenska landsliðinu gegn Spáni. Hann mætti hins vegar spænska liðinu tvisvar sem leikmaður, í undankeppni EM 2008. Á blaðamannafundi í gær var Arnar spurður út í hvernig það hafi verið að mæta Spánverjum sem leikmaður. „Það er svo langt síðan. Ég er orðinn svo gamall. Þegar þú fékkst tækifæri sem leikmaður að spila gegn mönnum eins og Xavi og Iniesta voru það stóru augnablikin á ferlinum. Fyrir lið eins og Ísland og leikmann frá Íslandi var þetta draumur að rætast. En við vildum líka ná úrslitum,“ sagði Arnar. Spánn vann nauman sigur á Íslandi í fyrri leiknum í undankeppni EM 2008, 1-0. Iniesta skoraði mark Spánverja níu mínútum fyrir leikslok. Seinni leikurinn á Laugardalsvellinum endaði með 1-1 jafntefli. Emil Hallfreðsson skoraði mark Íslendinga með flugskalla eftir fyrirgjöf Jóhannesar Karls Guðjónsson, núverandi aðstoðarþjálfara íslenska liðsins. en Iniesta jafnaði fyrir Spánverja. Tvö af fjórtán landsliðsmörkum Iniestas komu gegn Íslandi. „Þetta minnir mig líka sem þjálfara á að það er mögulegt að ná úrslitum gegn heimsklassa leikmönnum og heimsklassa liðum,“ sagði Arnar. „Ég man samt ekki mikið eftir leikjunum nema að mig svimaði svolítið að hlaupa á eftir Xavi og Iniesta,“ sagði Arnar. Hann var þó ekki eini leikmaðurinn sem var ringlaður við að spila gegn þessum mögnuðu fótboltamönnum. Leikur Íslands og Spánn hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Aðeins fjórir eldri leikmenn en Birkir hafa skorað fyrir íslenska landsliðið Birkir Bjarnason tryggði íslenska karlalandsliðinu jafntefli á móti Finnlandi um helgina með sínu fimmtánda landsliðsmarki. 28. mars 2022 12:00 A Albert Guðmundsson verður að öllum líkindum með íslenska fótboltalandsliðinu þegar það mætir því spænska í vináttulandsleik á morgun. 28. mars 2022 11:14 lbert líklega með á morgun en engin áhætta tekin með Andra Albert Guðmundsson verður að öllum líkindum með íslenska fótboltalandsliðinu þegar það mætir því spænska í vináttulandsleik á morgun. 28. mars 2022 11:14 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Ísland mætir Spáni í vináttulandsleik á Riazor í A Coruna klukkan 18:45 í kvöld. Þetta verður í fyrsta sinn sem Arnar stýrir íslenska landsliðinu gegn Spáni. Hann mætti hins vegar spænska liðinu tvisvar sem leikmaður, í undankeppni EM 2008. Á blaðamannafundi í gær var Arnar spurður út í hvernig það hafi verið að mæta Spánverjum sem leikmaður. „Það er svo langt síðan. Ég er orðinn svo gamall. Þegar þú fékkst tækifæri sem leikmaður að spila gegn mönnum eins og Xavi og Iniesta voru það stóru augnablikin á ferlinum. Fyrir lið eins og Ísland og leikmann frá Íslandi var þetta draumur að rætast. En við vildum líka ná úrslitum,“ sagði Arnar. Spánn vann nauman sigur á Íslandi í fyrri leiknum í undankeppni EM 2008, 1-0. Iniesta skoraði mark Spánverja níu mínútum fyrir leikslok. Seinni leikurinn á Laugardalsvellinum endaði með 1-1 jafntefli. Emil Hallfreðsson skoraði mark Íslendinga með flugskalla eftir fyrirgjöf Jóhannesar Karls Guðjónsson, núverandi aðstoðarþjálfara íslenska liðsins. en Iniesta jafnaði fyrir Spánverja. Tvö af fjórtán landsliðsmörkum Iniestas komu gegn Íslandi. „Þetta minnir mig líka sem þjálfara á að það er mögulegt að ná úrslitum gegn heimsklassa leikmönnum og heimsklassa liðum,“ sagði Arnar. „Ég man samt ekki mikið eftir leikjunum nema að mig svimaði svolítið að hlaupa á eftir Xavi og Iniesta,“ sagði Arnar. Hann var þó ekki eini leikmaðurinn sem var ringlaður við að spila gegn þessum mögnuðu fótboltamönnum. Leikur Íslands og Spánn hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Aðeins fjórir eldri leikmenn en Birkir hafa skorað fyrir íslenska landsliðið Birkir Bjarnason tryggði íslenska karlalandsliðinu jafntefli á móti Finnlandi um helgina með sínu fimmtánda landsliðsmarki. 28. mars 2022 12:00 A Albert Guðmundsson verður að öllum líkindum með íslenska fótboltalandsliðinu þegar það mætir því spænska í vináttulandsleik á morgun. 28. mars 2022 11:14 lbert líklega með á morgun en engin áhætta tekin með Andra Albert Guðmundsson verður að öllum líkindum með íslenska fótboltalandsliðinu þegar það mætir því spænska í vináttulandsleik á morgun. 28. mars 2022 11:14 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Aðeins fjórir eldri leikmenn en Birkir hafa skorað fyrir íslenska landsliðið Birkir Bjarnason tryggði íslenska karlalandsliðinu jafntefli á móti Finnlandi um helgina með sínu fimmtánda landsliðsmarki. 28. mars 2022 12:00
A Albert Guðmundsson verður að öllum líkindum með íslenska fótboltalandsliðinu þegar það mætir því spænska í vináttulandsleik á morgun. 28. mars 2022 11:14
lbert líklega með á morgun en engin áhætta tekin með Andra Albert Guðmundsson verður að öllum líkindum með íslenska fótboltalandsliðinu þegar það mætir því spænska í vináttulandsleik á morgun. 28. mars 2022 11:14