Arnar svimaði að hlaupa á eftir Xavi og Iniesta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2022 09:31 Arnar Þór Viðarsson á ágætis minningar frá leikjum gegn Spánverjum. getty/Alex Nicodim Á blaðamannafundi í gær rifjaði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hvernig það var að spila gegn spænsku snillingunum Xavi og Andrés Iniesta. Ísland mætir Spáni í vináttulandsleik á Riazor í A Coruna klukkan 18:45 í kvöld. Þetta verður í fyrsta sinn sem Arnar stýrir íslenska landsliðinu gegn Spáni. Hann mætti hins vegar spænska liðinu tvisvar sem leikmaður, í undankeppni EM 2008. Á blaðamannafundi í gær var Arnar spurður út í hvernig það hafi verið að mæta Spánverjum sem leikmaður. „Það er svo langt síðan. Ég er orðinn svo gamall. Þegar þú fékkst tækifæri sem leikmaður að spila gegn mönnum eins og Xavi og Iniesta voru það stóru augnablikin á ferlinum. Fyrir lið eins og Ísland og leikmann frá Íslandi var þetta draumur að rætast. En við vildum líka ná úrslitum,“ sagði Arnar. Spánn vann nauman sigur á Íslandi í fyrri leiknum í undankeppni EM 2008, 1-0. Iniesta skoraði mark Spánverja níu mínútum fyrir leikslok. Seinni leikurinn á Laugardalsvellinum endaði með 1-1 jafntefli. Emil Hallfreðsson skoraði mark Íslendinga með flugskalla eftir fyrirgjöf Jóhannesar Karls Guðjónsson, núverandi aðstoðarþjálfara íslenska liðsins. en Iniesta jafnaði fyrir Spánverja. Tvö af fjórtán landsliðsmörkum Iniestas komu gegn Íslandi. „Þetta minnir mig líka sem þjálfara á að það er mögulegt að ná úrslitum gegn heimsklassa leikmönnum og heimsklassa liðum,“ sagði Arnar. „Ég man samt ekki mikið eftir leikjunum nema að mig svimaði svolítið að hlaupa á eftir Xavi og Iniesta,“ sagði Arnar. Hann var þó ekki eini leikmaðurinn sem var ringlaður við að spila gegn þessum mögnuðu fótboltamönnum. Leikur Íslands og Spánn hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Aðeins fjórir eldri leikmenn en Birkir hafa skorað fyrir íslenska landsliðið Birkir Bjarnason tryggði íslenska karlalandsliðinu jafntefli á móti Finnlandi um helgina með sínu fimmtánda landsliðsmarki. 28. mars 2022 12:00 A Albert Guðmundsson verður að öllum líkindum með íslenska fótboltalandsliðinu þegar það mætir því spænska í vináttulandsleik á morgun. 28. mars 2022 11:14 lbert líklega með á morgun en engin áhætta tekin með Andra Albert Guðmundsson verður að öllum líkindum með íslenska fótboltalandsliðinu þegar það mætir því spænska í vináttulandsleik á morgun. 28. mars 2022 11:14 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Fótbolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Sjá meira
Ísland mætir Spáni í vináttulandsleik á Riazor í A Coruna klukkan 18:45 í kvöld. Þetta verður í fyrsta sinn sem Arnar stýrir íslenska landsliðinu gegn Spáni. Hann mætti hins vegar spænska liðinu tvisvar sem leikmaður, í undankeppni EM 2008. Á blaðamannafundi í gær var Arnar spurður út í hvernig það hafi verið að mæta Spánverjum sem leikmaður. „Það er svo langt síðan. Ég er orðinn svo gamall. Þegar þú fékkst tækifæri sem leikmaður að spila gegn mönnum eins og Xavi og Iniesta voru það stóru augnablikin á ferlinum. Fyrir lið eins og Ísland og leikmann frá Íslandi var þetta draumur að rætast. En við vildum líka ná úrslitum,“ sagði Arnar. Spánn vann nauman sigur á Íslandi í fyrri leiknum í undankeppni EM 2008, 1-0. Iniesta skoraði mark Spánverja níu mínútum fyrir leikslok. Seinni leikurinn á Laugardalsvellinum endaði með 1-1 jafntefli. Emil Hallfreðsson skoraði mark Íslendinga með flugskalla eftir fyrirgjöf Jóhannesar Karls Guðjónsson, núverandi aðstoðarþjálfara íslenska liðsins. en Iniesta jafnaði fyrir Spánverja. Tvö af fjórtán landsliðsmörkum Iniestas komu gegn Íslandi. „Þetta minnir mig líka sem þjálfara á að það er mögulegt að ná úrslitum gegn heimsklassa leikmönnum og heimsklassa liðum,“ sagði Arnar. „Ég man samt ekki mikið eftir leikjunum nema að mig svimaði svolítið að hlaupa á eftir Xavi og Iniesta,“ sagði Arnar. Hann var þó ekki eini leikmaðurinn sem var ringlaður við að spila gegn þessum mögnuðu fótboltamönnum. Leikur Íslands og Spánn hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Aðeins fjórir eldri leikmenn en Birkir hafa skorað fyrir íslenska landsliðið Birkir Bjarnason tryggði íslenska karlalandsliðinu jafntefli á móti Finnlandi um helgina með sínu fimmtánda landsliðsmarki. 28. mars 2022 12:00 A Albert Guðmundsson verður að öllum líkindum með íslenska fótboltalandsliðinu þegar það mætir því spænska í vináttulandsleik á morgun. 28. mars 2022 11:14 lbert líklega með á morgun en engin áhætta tekin með Andra Albert Guðmundsson verður að öllum líkindum með íslenska fótboltalandsliðinu þegar það mætir því spænska í vináttulandsleik á morgun. 28. mars 2022 11:14 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Fótbolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Sjá meira
Aðeins fjórir eldri leikmenn en Birkir hafa skorað fyrir íslenska landsliðið Birkir Bjarnason tryggði íslenska karlalandsliðinu jafntefli á móti Finnlandi um helgina með sínu fimmtánda landsliðsmarki. 28. mars 2022 12:00
A Albert Guðmundsson verður að öllum líkindum með íslenska fótboltalandsliðinu þegar það mætir því spænska í vináttulandsleik á morgun. 28. mars 2022 11:14
lbert líklega með á morgun en engin áhætta tekin með Andra Albert Guðmundsson verður að öllum líkindum með íslenska fótboltalandsliðinu þegar það mætir því spænska í vináttulandsleik á morgun. 28. mars 2022 11:14