Þrepin þrjú til framtíðar Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar 28. mars 2022 11:00 Áttunda þingi Starfsgreinasambands Íslands lauk fyrir helgina en það var haldið á Akureyri og stóð í þrjá daga. Eins og búast mátti við voru forystumál sambandsins fyrirferðarmikil á þinginu enda fyrirliggjandi að formaður sambandsins, Björn Snæbjörnsson, yrði ekki áfram í kjöri. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness gaf snemma út að hann gæfi kost á sér til formennsku í sambandinu, en hann tilheyrir þeim armi hreyfingarinnar sem kallað hefur eftir róttækari og markvissari verkalýðsbaráttu líkt og Framsýn stéttarfélag, Efling og Verkalýðsfélag Grindavíkur. Eins og búast mátti við leitaði hógværari armur Starfsgreinsambandsins að mótframbjóðanda gegn Vilhjálmi enda Vilhjálmur Birgisson ekki hátt skrifaður hjá þeim. Úr varð að Þórarinn Sverrisson formaður Öldunnar stéttarfélags á Sauðárkróki gaf kost á sér á móti Vilhjálmi. Svo fór að Vilhjálmur sigraði kosninguna glæsilega en fyrir fram var vitað að kosningin yrði jöfn í ljósi þess að fylkingarnar eru nánast jafnar. Í aðdraganda kosninganna á þinginu var andstæðingum Vilhjálms mjög tíðrætt um ólguna sem væri innan hreyfingarinnar. Ekki var annað að heyra en ástandið væri alfarið honum og „órólegu deildinni“ að kenna. Eðlilegra hefði verið að þau hin sömu litu í eigin barm, enda hafa þau ekki setið hjá í þessum deilum með yfirlýsingum, auk þess sem þeim hefði verið hollt að skoða söguna. Eru þau t.d. búin að gleyma Flóabandalaginu sem var á sínum tíma klofningur út úr Starfsgreinasambandinu? Ég hef lengi komið að verkalýðsmálum og gengt margskonar trúnaðarstörfum fyrir hreyfinguna. Allt frá mínu fyrsta þingi sem ég sat í Vestmannaeyjum haustið 1983, þá ungur að árum, til þingsins á Akureyri í síðustu viku hafa verið átök innan hreyfingarnar um völd, áhrif og áherslur í málefnum verkafólks. Oft á tíðum hef ég gengið með hnífasett af dýrari gerðinni í bakinu frá svokölluðum „félögum“ mínum í hreyfingunni þar sem skoðanir okkar hafa ekki alltaf farið saman. Tími breytinga er runninn upp í verkalýðshreyfingunni. Ég hef valið að kalla þetta þrepin þrjú. Það fyrsta var að Sólveig Anna næði endurkjöri í Eflingu stéttarfélagi, sem gekk eftir. Þrep númer tvö var að Vilhjálmur Birgisson yrði kjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands á þingi sambandsins á Akureyri, það gekk einnig eftir. Þrep númer þrjú er að það takist að umbylta forystusveit Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í haust. Þá er ég að tala um forsetateymið og miðstjórn sambandsins. Hvað það varðar er afar mikilvægt að kjörnir fulltrúar í þessum mikilvægu embættum endurspegli ólíkar skoðanir aðildarfélaga sambandsins og hagsmuni landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Það á t.d. ekki að viðgangast að allir fjórir forsetar sambandsins komi úr 101 Reykjavík, þrátt fyrir heiðursmannasamkomulag um að forsetakjörið eigi að endurspegla sjónarmið landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins á hverjum tíma. Heiðursmannasamkomulagið var því miður brotið. Ég bind vonir við að ársins 2022 verði minnst í framtíðinni sem ári breytinga og sátta í íslenskri verkalýðshreyfingu. Höfum samt í huga að það er afar eðlilegt að í fjöldahreyfingu eins og Alþýðusambandi Íslands þrífist ólíkar skoðanir. Róm var ekki byggð á einni nóttu. Traust innan verkalýðshreyfingarinnar verður heldur ekki til á einni nóttu. Til þess þarf lengri tíma, en með samstöðuna og umburðarlyndið að vopni eru okkur allir vegir færir. Vissulega verða alltaf til aðilar sem velja utanvegaakstur í stað þess að aka beinu brautina en það er okkar hinna að draga þá upp á meðalveginn, veg sóknar, jafnréttis og jöfnuðar í þjóðfélagi þar sem misskipting hefur þrifist allt of lengi. Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Aðalsteinn Árni Baldursson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Áttunda þingi Starfsgreinasambands Íslands lauk fyrir helgina en það var haldið á Akureyri og stóð í þrjá daga. Eins og búast mátti við voru forystumál sambandsins fyrirferðarmikil á þinginu enda fyrirliggjandi að formaður sambandsins, Björn Snæbjörnsson, yrði ekki áfram í kjöri. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness gaf snemma út að hann gæfi kost á sér til formennsku í sambandinu, en hann tilheyrir þeim armi hreyfingarinnar sem kallað hefur eftir róttækari og markvissari verkalýðsbaráttu líkt og Framsýn stéttarfélag, Efling og Verkalýðsfélag Grindavíkur. Eins og búast mátti við leitaði hógværari armur Starfsgreinsambandsins að mótframbjóðanda gegn Vilhjálmi enda Vilhjálmur Birgisson ekki hátt skrifaður hjá þeim. Úr varð að Þórarinn Sverrisson formaður Öldunnar stéttarfélags á Sauðárkróki gaf kost á sér á móti Vilhjálmi. Svo fór að Vilhjálmur sigraði kosninguna glæsilega en fyrir fram var vitað að kosningin yrði jöfn í ljósi þess að fylkingarnar eru nánast jafnar. Í aðdraganda kosninganna á þinginu var andstæðingum Vilhjálms mjög tíðrætt um ólguna sem væri innan hreyfingarinnar. Ekki var annað að heyra en ástandið væri alfarið honum og „órólegu deildinni“ að kenna. Eðlilegra hefði verið að þau hin sömu litu í eigin barm, enda hafa þau ekki setið hjá í þessum deilum með yfirlýsingum, auk þess sem þeim hefði verið hollt að skoða söguna. Eru þau t.d. búin að gleyma Flóabandalaginu sem var á sínum tíma klofningur út úr Starfsgreinasambandinu? Ég hef lengi komið að verkalýðsmálum og gengt margskonar trúnaðarstörfum fyrir hreyfinguna. Allt frá mínu fyrsta þingi sem ég sat í Vestmannaeyjum haustið 1983, þá ungur að árum, til þingsins á Akureyri í síðustu viku hafa verið átök innan hreyfingarnar um völd, áhrif og áherslur í málefnum verkafólks. Oft á tíðum hef ég gengið með hnífasett af dýrari gerðinni í bakinu frá svokölluðum „félögum“ mínum í hreyfingunni þar sem skoðanir okkar hafa ekki alltaf farið saman. Tími breytinga er runninn upp í verkalýðshreyfingunni. Ég hef valið að kalla þetta þrepin þrjú. Það fyrsta var að Sólveig Anna næði endurkjöri í Eflingu stéttarfélagi, sem gekk eftir. Þrep númer tvö var að Vilhjálmur Birgisson yrði kjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands á þingi sambandsins á Akureyri, það gekk einnig eftir. Þrep númer þrjú er að það takist að umbylta forystusveit Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í haust. Þá er ég að tala um forsetateymið og miðstjórn sambandsins. Hvað það varðar er afar mikilvægt að kjörnir fulltrúar í þessum mikilvægu embættum endurspegli ólíkar skoðanir aðildarfélaga sambandsins og hagsmuni landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Það á t.d. ekki að viðgangast að allir fjórir forsetar sambandsins komi úr 101 Reykjavík, þrátt fyrir heiðursmannasamkomulag um að forsetakjörið eigi að endurspegla sjónarmið landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins á hverjum tíma. Heiðursmannasamkomulagið var því miður brotið. Ég bind vonir við að ársins 2022 verði minnst í framtíðinni sem ári breytinga og sátta í íslenskri verkalýðshreyfingu. Höfum samt í huga að það er afar eðlilegt að í fjöldahreyfingu eins og Alþýðusambandi Íslands þrífist ólíkar skoðanir. Róm var ekki byggð á einni nóttu. Traust innan verkalýðshreyfingarinnar verður heldur ekki til á einni nóttu. Til þess þarf lengri tíma, en með samstöðuna og umburðarlyndið að vopni eru okkur allir vegir færir. Vissulega verða alltaf til aðilar sem velja utanvegaakstur í stað þess að aka beinu brautina en það er okkar hinna að draga þá upp á meðalveginn, veg sóknar, jafnréttis og jöfnuðar í þjóðfélagi þar sem misskipting hefur þrifist allt of lengi. Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar