Lífið

Lykilatriðin á bak við góða fermingarveislu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eva María er með Sætar syndir og er fermingartímabilið stórt hjá þeim. 
Eva María er með Sætar syndir og er fermingartímabilið stórt hjá þeim. 

Nú eru fermingar á næsta leyti og margir eflaust að velta fyrir sér veitingum, skreytingum og kostnaði á bak við slíka veislu.

Sindri Sindrason leit við hjá Evu Maríu Hallgrímsdóttur sem slegið hefur í gegn með fyrirtækið sitt Sætar syndir. Sindri ræddi við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Í þættinum setti hún fram fallegar veitingar fyrir fullkomna fermingarveislu. Eva segir að það sé ekki endilega nauðsynlegt að vera með veitingar sem passa akkúrat fyrir fjölda gesta í veislunni.

Til að mynda þarf ekki að fjárfesta í tuttugu manna veislubakka fyrir tuttugu manna veislu. Það borða ekki allir allar veitingar og margir brenna sig á því að vera með allt of mikið af veitingum.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×